Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 15:44 Huld Magnúsdóttir er forstjóri Trygginastofnunarinnar. Aðsend/Silla Páls Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. Þetta kemur fram í skýrslu Félagsvísindastofnunar sem unnin var að beiðni Tryggingastofnunar í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á málþingi í dag. Ákveðið var að framkvæma rannsóknina vegna yfirvofandi breytinga á almannatryggingakerfinu sem taka gildi 1. september. Tæplega tveir þriðju þeirra með örorkulífeyri eru konur, en sextíu prósent allra kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtugt. Í nokkrum árgöngum kvenna sem eru yfir sextugt er fjórða hver kona öryrki. Forstjóri Tryggingastofnunar segir um samfélagslegt mál að ræða. „Það er nauðsynlegt til að meta áhrifin af nýju kerfi að fá grunnlínu upplýsinga svo við getum tekið afstöðu til þess hvort kerfisbreytingin hafði áhrif, sérlega þar sem margt nýtt er í farvatninu svo sem hvatar til atvinnuþátttöku fólks með örorkumat, nýtt samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi og aukin þjónusta,“ er haft eftir Huld Magnúsdóttur, forstjóra Tryggingastofnunarinnar í fréttatilkynningu. Líklegri til að hafa orðið fyrir ofbeldi Í skýrslunni kemur fram að konur með örorkulífeyri standi almennt hallari fæti en aðrir. Til að mynda sýna niðurstöðurnar að mun fleiri konur sem hafa einungis lokið grunnámi eða minna eru líklegri til að vera með örorkulífeyri. Fjórðungur kvenna með örorkulífeyri sem tók þátt í könnunni var með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði og töldu 34 prósent þeirra frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega. Konur sem hafa átt barn sem átti við áfengis- eða fíkniefnavanda að stríða, hefur verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst íbúðarhúsnæði, orðið reglulega fyrir líkamlegu ofbeldi sem barn og að hafa orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi eru líklegri til að þiggja örorkulífeyri. Á málþinginu benti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, á að tenging væri á milli niðurstaðna varðandi álag á konum á vinnumarkaði, umönnunarábyrgð og kynbundið ofbeldi. „Í rannsókninni megi glögglega sjá hver áhrif af erfiðum aðstæðum á vinnumarkaði og heima fyrir eru á konur sem geti svo leitt til þess að þær fari mun frekar á örorkulífeyri en karlar,“ segir í fréttatilkynningu. Skýrsluna má lesa hér. Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Félagsvísindastofnunar sem unnin var að beiðni Tryggingastofnunar í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á málþingi í dag. Ákveðið var að framkvæma rannsóknina vegna yfirvofandi breytinga á almannatryggingakerfinu sem taka gildi 1. september. Tæplega tveir þriðju þeirra með örorkulífeyri eru konur, en sextíu prósent allra kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtugt. Í nokkrum árgöngum kvenna sem eru yfir sextugt er fjórða hver kona öryrki. Forstjóri Tryggingastofnunar segir um samfélagslegt mál að ræða. „Það er nauðsynlegt til að meta áhrifin af nýju kerfi að fá grunnlínu upplýsinga svo við getum tekið afstöðu til þess hvort kerfisbreytingin hafði áhrif, sérlega þar sem margt nýtt er í farvatninu svo sem hvatar til atvinnuþátttöku fólks með örorkumat, nýtt samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi og aukin þjónusta,“ er haft eftir Huld Magnúsdóttur, forstjóra Tryggingastofnunarinnar í fréttatilkynningu. Líklegri til að hafa orðið fyrir ofbeldi Í skýrslunni kemur fram að konur með örorkulífeyri standi almennt hallari fæti en aðrir. Til að mynda sýna niðurstöðurnar að mun fleiri konur sem hafa einungis lokið grunnámi eða minna eru líklegri til að vera með örorkulífeyri. Fjórðungur kvenna með örorkulífeyri sem tók þátt í könnunni var með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði og töldu 34 prósent þeirra frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega. Konur sem hafa átt barn sem átti við áfengis- eða fíkniefnavanda að stríða, hefur verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst íbúðarhúsnæði, orðið reglulega fyrir líkamlegu ofbeldi sem barn og að hafa orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi eru líklegri til að þiggja örorkulífeyri. Á málþinginu benti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, á að tenging væri á milli niðurstaðna varðandi álag á konum á vinnumarkaði, umönnunarábyrgð og kynbundið ofbeldi. „Í rannsókninni megi glögglega sjá hver áhrif af erfiðum aðstæðum á vinnumarkaði og heima fyrir eru á konur sem geti svo leitt til þess að þær fari mun frekar á örorkulífeyri en karlar,“ segir í fréttatilkynningu. Skýrsluna má lesa hér.
Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira