Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2025 11:52 Andrej Babis, líklegur næsti forsætisráðherra Tékklands, á ráðstefnu íhaldsmanna í Ungverjalandi. Hann er sagður hallur undir Rússa líkt og VIktor Orban vinur hans. Vísir/EPA Frambjóðandi líklegs næsta stjórnarflokks Tékklands var tekinn af framboðslistum hans eftir fréttir um að hann hefði rætt um að ráða hund kærustu fyrrverandi eiginmanns hans af dögum. Fréttirnar hafa vakið sérstaka hneykslun þar sem hundahald er óvíða meira en í Tékklandi. Talað var um Margitu Balastikovu sem möglegan landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn ANO-flokks Andrej Babis eftir þingkosningar sem fara fram í október. Það var þar til tékkneskur fjölmiðill birti upptökur þar sem Balastikova virtist ræða um að ráða einhvern til þess að drepa hund nýrrar kærustu fyrrverandi eiginmanns hennar og rústa fyrirtækinu hans, að því er kemur fram í umfjöllun Politico. Balastikova sjálf hafnar því að hafa gert nokkuð slíkt og fullyrðir að átt hafi verið við upptökuna. Hún vilji hins vegar ekki skaða flokkinn í aðdraganda kosninga og því dragi hún sig í hlé. Babis, sem var forsætisráðherra frá 2017 til 2021, sagði ekki pláss fyrir fólk eins og Balastikovu í flokki sínum. Svona talaði fólk ekki. „Því miður eru þetta hennar mistök og ég brást við þeim stax vegna þess að við elskum öll dýr,“ sagði Babis en 42 prósent tékkneskra heimila halda hund. Spyrja hvort hundum verði vært undir stjórn Babis Síðan þá hefur Babis reynt að fegra ímynd flokksins á meðal hundavina með því að birta aragrúa mynda af sér með hundum á samfélagsmiðlum. Stjórnarflokkurinn Borgaralegi lýðræðisflokkurinn (ODS) sem mælist langt á eftir ANO-hreyfingu Babis reyndi að koma höggi á hann með fréttunum af Balastikovu. „Verður hundunum ykkar óhætt ef ANO kemst til valda?“ sagði í samfélagsmiðlafærslu flokksins. Babis hefur sjálfur verið miðpunktur stórra hneykslismála. Hann var sakaður um að taka ólöglega við milljónum í Evrópustyrki en neitaði sök. Þá hafnaði hann fullyrðingum sonar síns um að hann hefði látið ræna honum og halda honum á Krímskaga til þess að koma í veg fyrir að hann bæri vitni í sakamálinu vegna fjársvikanna. Núverandi ríkisstjórn Tékklands hefur lýst Babis sem öryggisógn þar sem hann dreifi rússneskum áróðri í Evrópu. Hann vilji stilla Tékklandi upp við hlið ríkja eins og Ungverjalands og Slóvakíu sem eru höll undir Rússlands og á skjön við önnur ríki í Evrópusambandinu. Tékkland Dýr Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Talað var um Margitu Balastikovu sem möglegan landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn ANO-flokks Andrej Babis eftir þingkosningar sem fara fram í október. Það var þar til tékkneskur fjölmiðill birti upptökur þar sem Balastikova virtist ræða um að ráða einhvern til þess að drepa hund nýrrar kærustu fyrrverandi eiginmanns hennar og rústa fyrirtækinu hans, að því er kemur fram í umfjöllun Politico. Balastikova sjálf hafnar því að hafa gert nokkuð slíkt og fullyrðir að átt hafi verið við upptökuna. Hún vilji hins vegar ekki skaða flokkinn í aðdraganda kosninga og því dragi hún sig í hlé. Babis, sem var forsætisráðherra frá 2017 til 2021, sagði ekki pláss fyrir fólk eins og Balastikovu í flokki sínum. Svona talaði fólk ekki. „Því miður eru þetta hennar mistök og ég brást við þeim stax vegna þess að við elskum öll dýr,“ sagði Babis en 42 prósent tékkneskra heimila halda hund. Spyrja hvort hundum verði vært undir stjórn Babis Síðan þá hefur Babis reynt að fegra ímynd flokksins á meðal hundavina með því að birta aragrúa mynda af sér með hundum á samfélagsmiðlum. Stjórnarflokkurinn Borgaralegi lýðræðisflokkurinn (ODS) sem mælist langt á eftir ANO-hreyfingu Babis reyndi að koma höggi á hann með fréttunum af Balastikovu. „Verður hundunum ykkar óhætt ef ANO kemst til valda?“ sagði í samfélagsmiðlafærslu flokksins. Babis hefur sjálfur verið miðpunktur stórra hneykslismála. Hann var sakaður um að taka ólöglega við milljónum í Evrópustyrki en neitaði sök. Þá hafnaði hann fullyrðingum sonar síns um að hann hefði látið ræna honum og halda honum á Krímskaga til þess að koma í veg fyrir að hann bæri vitni í sakamálinu vegna fjársvikanna. Núverandi ríkisstjórn Tékklands hefur lýst Babis sem öryggisógn þar sem hann dreifi rússneskum áróðri í Evrópu. Hann vilji stilla Tékklandi upp við hlið ríkja eins og Ungverjalands og Slóvakíu sem eru höll undir Rússlands og á skjön við önnur ríki í Evrópusambandinu.
Tékkland Dýr Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira