Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 11:03 Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Vísir/Ívar Fannar Fjölmiðlanefnd hefur sektað Ríkisútvarpið um hálfa milljón króna vegna of langs auglýsingatíma fyrir Áramótaskaupið árið 2024. Auglýsing fyrir útvarpsstöð fjölmiðilsins varð þeim að falli. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun í byrjun árs um tiltekna auglýsingu sem birst hafði ítrekað á sjónvarpsstöðvum Ríkisútvarpsins þar sem Rás 2, útvarpsstöð miðilsins, var auglýst. Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið mega auglýsingar á hverri klukkustund alls vera átta mínútur. Af þessum átta mínútum teljast ekki með „tilkynningar frá Ríkisútvarpinu um myndmiðlunarefni þess og stoðframleiðslu sem leiðir beint af því efni.“ Nefndin tók kvörtunina til skoðunar og afmarkaði tímarammann við 31. desember á milli klukkan tíu og ellefu að kvöldi til, klukkustundina áður en hið gífurvinsæla Áramótaskaup er sent út. Samkvæmt Ríkisútvarpinu voru auglýsingarnar klukkustundina fyrir skaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur. Á þessari klukkustund var einnig sýnd umrædd auglýsing fyrir Rás 2, sem er alls ein mínúta og 37 sekúndur að lengd. Ríkisútvarpið taldi að birting á auglýsingunni félli ekki undir átta mínútna auglýsingatímann þar sem um væri að ræða kynningu á þeirra eigin vöru sem væri ekki til sölu heldur öllum opin. Þar sem auglýsingar fyrir myndmiðlunarefni fjölmiðilsins væru leyfilegar umfram átta mínúturnar ættu því auglýsingar fyrir hljóðmiðlun þeirra einnig að falla þar undir. Slík túlkun á lögunum hafi verið við lýði án athugasemda. Eftir að svör Ríkisútvarpsins bárust tók Fjölmiðlanefnd málið aftur fyrir. Þar var ákveðið að með hugtakinu stoðframleiðslu sé einungis átt við framleiðslu eða vörur sem tengjast myndmiðlunarefni, en þar sem Rás 2 er útvarpsstöð sé auglýsing stöðvarinnar hljóðmiðlunarefni. Auglýsing fyrir dagskrá Rásar 2 eigi því að falla undir áðurnefndar átta mínútur af auglýsingum á hverja klukkustund. Líkt og kom fram voru auglýsingar fyrir Áramótaskaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur en um er að ræða eitt dýrasta og vinsælasta auglýsingapláss. Með úrskurði Fjölmiðlanefndar falli hins vegar auglýsing fyrir Rás 2 undir tímann og voru því auglýsingarnar alls 9 mínútur og 36 sekúndur, eða alls 96 sekúndum yfir leyfilegu hámarki. Ríkisútvarpið hafi því brotið gegn 4. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið og þurfa því að greiða fimm hundruð þúsund króna sekt samkvæmt úrskurði Fjölmiðlanefndar. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Áramótaskaupið Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Sjá meira
Fjölmiðlanefnd barst kvörtun í byrjun árs um tiltekna auglýsingu sem birst hafði ítrekað á sjónvarpsstöðvum Ríkisútvarpsins þar sem Rás 2, útvarpsstöð miðilsins, var auglýst. Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið mega auglýsingar á hverri klukkustund alls vera átta mínútur. Af þessum átta mínútum teljast ekki með „tilkynningar frá Ríkisútvarpinu um myndmiðlunarefni þess og stoðframleiðslu sem leiðir beint af því efni.“ Nefndin tók kvörtunina til skoðunar og afmarkaði tímarammann við 31. desember á milli klukkan tíu og ellefu að kvöldi til, klukkustundina áður en hið gífurvinsæla Áramótaskaup er sent út. Samkvæmt Ríkisútvarpinu voru auglýsingarnar klukkustundina fyrir skaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur. Á þessari klukkustund var einnig sýnd umrædd auglýsing fyrir Rás 2, sem er alls ein mínúta og 37 sekúndur að lengd. Ríkisútvarpið taldi að birting á auglýsingunni félli ekki undir átta mínútna auglýsingatímann þar sem um væri að ræða kynningu á þeirra eigin vöru sem væri ekki til sölu heldur öllum opin. Þar sem auglýsingar fyrir myndmiðlunarefni fjölmiðilsins væru leyfilegar umfram átta mínúturnar ættu því auglýsingar fyrir hljóðmiðlun þeirra einnig að falla þar undir. Slík túlkun á lögunum hafi verið við lýði án athugasemda. Eftir að svör Ríkisútvarpsins bárust tók Fjölmiðlanefnd málið aftur fyrir. Þar var ákveðið að með hugtakinu stoðframleiðslu sé einungis átt við framleiðslu eða vörur sem tengjast myndmiðlunarefni, en þar sem Rás 2 er útvarpsstöð sé auglýsing stöðvarinnar hljóðmiðlunarefni. Auglýsing fyrir dagskrá Rásar 2 eigi því að falla undir áðurnefndar átta mínútur af auglýsingum á hverja klukkustund. Líkt og kom fram voru auglýsingar fyrir Áramótaskaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur en um er að ræða eitt dýrasta og vinsælasta auglýsingapláss. Með úrskurði Fjölmiðlanefndar falli hins vegar auglýsing fyrir Rás 2 undir tímann og voru því auglýsingarnar alls 9 mínútur og 36 sekúndur, eða alls 96 sekúndum yfir leyfilegu hámarki. Ríkisútvarpið hafi því brotið gegn 4. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið og þurfa því að greiða fimm hundruð þúsund króna sekt samkvæmt úrskurði Fjölmiðlanefndar.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Áramótaskaupið Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Sjá meira