„Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Lovísa Arnardóttir skrifar 19. ágúst 2025 07:55 Matthew Perry lést í október 2023 á heimili sínu. Vísir/Getty Jasveen Sangha, eða „Ketamín-drottningin“ hefur játað að hafa selt leikaranum Matthew Perry ketamínið sem leiddi til dauða hans. Sangha er ein af fimm sem var ákærð í ágúst í fyrra vegna andláts Perry. Sangha var ákærð fyrir að hafa dreifingu fíkniefna og að hafa dreift fíkniefnum sem leiddi til andláts tveggja manna. Í frétt BBC um málið segir að hún játi á sig fimm brot en hafi verið ákærð fyrir níu. Sangha er bresk-bandarísk en búsett í Los Angeles og hafa saksóknarar í málinu vísað til heimilis hennar sem „stórmarkaðs vímuefna“ og fundu mikið magn ketamíns við húsleit þar. Stjórnvöld segja hana hafa selt ketamín þar allt frá árinu 2019 og að viðskiptavinir hennar hafi verið frægir og valdamiklir einstaklingar. Perry fannst látinn í heitum potti á heimili sínu í október árið 2023 og var niðurstaða rannsóknar og krufningar að hann hefði látist af völdum neyslu ketamíns. Sangha játar einnig að hafa selt manni, Cody McLaury, ketamín sem lést af völdum þess árið 2019. https://www.visir.is/g/20252740152d/laeknir-jatar-ad-hafa-gefid-perry-ketamin Aðrir sem voru ákærðir í málinu voru læknar og aðstoðarmaður Perry sem voru þeir sem útveguðu Perry ketamínið og misnotuðu þannig fíkn hans sér til gróða, og samkvæmt yfirvöldum, leiddu þannig andláts hans af völdum ofneyslu. 65 ára fangelsi Læknarnir eru Salvador Plasencia og Mark Chavez og aðstoðarmaður Perry heitir Kenneth Iwamasa. Hann bjó hjá Perry og bæði útvegaði honum lyfið og sprautaði hann með því. Þá er einnig ákærður Eric Fleming sem seldi Perry ketamín sem hann fékk hjá Sangha. Allir hafa þeir játað en Sangha er sú síðasta til að gera það. Réttarhöldum hennar hafði verið ítrekað frestað en áttu að hefjast í byrjun næsta mánaðar. Búist er við því að hún mætti fyrir alríkisdómstól til að játa formlega á næstu vikum. Haft er eftir lögmanni hennar í frétt BBC að hún ætli sér að taka ábyrgð á sínum gjörðum. Hún á yfir höfði sér 65 ára dóm í alríkisfangelsi samkvæmt dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Ketamín er svæfingarlyf sem veldur hugrofseinkennum og getur kallað fram ofskynjanir. Lyfið getur valdið brenglaðri sjón og heyrn og látið notandann líða eins og hann sé aftengdur eða ekki við stjórn. Lyfið er notað sem deyfilyf fyrir bæði menn og dýr og á aðeins að vera notað af læknum og undir ströngu eftirliti. Lyfið hefur síðustu ár einnig verið vinsælt til notkunar við skemmtun en einnig til að vinna bug á áfengissýki og geðrænum vanda eins og þunglyndi til dæmis. Í frétt BBC segir að andlát Perry og rannsókn yfirvalda á því hafi gefið þeim innsýn í ketamín- markaðinn í Hollywood og hafði einn læknir orð á því í viðtali við BBC að það væri „villta vestrið“. Andlát Matthew Perry Fíkn Hollywood Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölskylda Matthew Perry tjáir sig í fyrsta skipti Tæpt ár er liðið síðan leikarinn Matthew Perry lést skyndilega 54 ára gamall. Fjölskylda hans tjáði sig um andlátið í fyrsta skipti en þau hafa stofnað styrktarsjóð fyrir einstaklinga með fíknisjúkdóma. 25. október 2024 15:00 Læknir játar sök í tengslum við dauða Matthew Perry Læknir sem ákærður er fyrir að hafa átt þátt í fíkniefnatengdum dauða leikarans Matthew Perry hefur játað sök í málinu. 3. október 2024 07:01 Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 15. ágúst 2024 18:07 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Í frétt BBC um málið segir að hún játi á sig fimm brot en hafi verið ákærð fyrir níu. Sangha er bresk-bandarísk en búsett í Los Angeles og hafa saksóknarar í málinu vísað til heimilis hennar sem „stórmarkaðs vímuefna“ og fundu mikið magn ketamíns við húsleit þar. Stjórnvöld segja hana hafa selt ketamín þar allt frá árinu 2019 og að viðskiptavinir hennar hafi verið frægir og valdamiklir einstaklingar. Perry fannst látinn í heitum potti á heimili sínu í október árið 2023 og var niðurstaða rannsóknar og krufningar að hann hefði látist af völdum neyslu ketamíns. Sangha játar einnig að hafa selt manni, Cody McLaury, ketamín sem lést af völdum þess árið 2019. https://www.visir.is/g/20252740152d/laeknir-jatar-ad-hafa-gefid-perry-ketamin Aðrir sem voru ákærðir í málinu voru læknar og aðstoðarmaður Perry sem voru þeir sem útveguðu Perry ketamínið og misnotuðu þannig fíkn hans sér til gróða, og samkvæmt yfirvöldum, leiddu þannig andláts hans af völdum ofneyslu. 65 ára fangelsi Læknarnir eru Salvador Plasencia og Mark Chavez og aðstoðarmaður Perry heitir Kenneth Iwamasa. Hann bjó hjá Perry og bæði útvegaði honum lyfið og sprautaði hann með því. Þá er einnig ákærður Eric Fleming sem seldi Perry ketamín sem hann fékk hjá Sangha. Allir hafa þeir játað en Sangha er sú síðasta til að gera það. Réttarhöldum hennar hafði verið ítrekað frestað en áttu að hefjast í byrjun næsta mánaðar. Búist er við því að hún mætti fyrir alríkisdómstól til að játa formlega á næstu vikum. Haft er eftir lögmanni hennar í frétt BBC að hún ætli sér að taka ábyrgð á sínum gjörðum. Hún á yfir höfði sér 65 ára dóm í alríkisfangelsi samkvæmt dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Ketamín er svæfingarlyf sem veldur hugrofseinkennum og getur kallað fram ofskynjanir. Lyfið getur valdið brenglaðri sjón og heyrn og látið notandann líða eins og hann sé aftengdur eða ekki við stjórn. Lyfið er notað sem deyfilyf fyrir bæði menn og dýr og á aðeins að vera notað af læknum og undir ströngu eftirliti. Lyfið hefur síðustu ár einnig verið vinsælt til notkunar við skemmtun en einnig til að vinna bug á áfengissýki og geðrænum vanda eins og þunglyndi til dæmis. Í frétt BBC segir að andlát Perry og rannsókn yfirvalda á því hafi gefið þeim innsýn í ketamín- markaðinn í Hollywood og hafði einn læknir orð á því í viðtali við BBC að það væri „villta vestrið“.
Andlát Matthew Perry Fíkn Hollywood Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölskylda Matthew Perry tjáir sig í fyrsta skipti Tæpt ár er liðið síðan leikarinn Matthew Perry lést skyndilega 54 ára gamall. Fjölskylda hans tjáði sig um andlátið í fyrsta skipti en þau hafa stofnað styrktarsjóð fyrir einstaklinga með fíknisjúkdóma. 25. október 2024 15:00 Læknir játar sök í tengslum við dauða Matthew Perry Læknir sem ákærður er fyrir að hafa átt þátt í fíkniefnatengdum dauða leikarans Matthew Perry hefur játað sök í málinu. 3. október 2024 07:01 Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 15. ágúst 2024 18:07 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Fjölskylda Matthew Perry tjáir sig í fyrsta skipti Tæpt ár er liðið síðan leikarinn Matthew Perry lést skyndilega 54 ára gamall. Fjölskylda hans tjáði sig um andlátið í fyrsta skipti en þau hafa stofnað styrktarsjóð fyrir einstaklinga með fíknisjúkdóma. 25. október 2024 15:00
Læknir játar sök í tengslum við dauða Matthew Perry Læknir sem ákærður er fyrir að hafa átt þátt í fíkniefnatengdum dauða leikarans Matthew Perry hefur játað sök í málinu. 3. október 2024 07:01
Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 15. ágúst 2024 18:07