Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2025 12:25 Ken Martin er nýr framkvæmdastjóri Landstjórnar Demókrataflokksins. AP/Erin Hooley Demókrötum hefur gengið verulega illa að safna peningum og hafa dregist mjög aftur úr Repúblikönum. Munurinn á pyngjum landsstjórna flokkanna er rúmlega tvöfalt meiri en hann var á sama tímabili á fyrsta kjörtímabili Trumps. Ástandið er sérstaklega slæmt þegar kemur að Landstjórn Demókrataflokksins. Í lok júní sat landstjórn Repúblikanaflokksins (RNC) á um áttatíu milljónum dala. Landsstjórn Demókrataflokksins (DNC) átti þá eingöngu um fimmtán milljónir dala. Síðan þá hefur munurinn aukist enn frekar, samkvæmt greiningu Politico. Rúmt ár er þar til haldnar verða þingkosningar vestanhafs en þær eru gífurlega mikilvægar Donald Trump, forseta, sem vill alls ekki að Demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Politico segir að fjársterkir bakhjarlar Demókrataflokksins hafi haldið að sér höndum á árinu, þar sem þeir séu fullir efasemda um stofnun flokksins. Almennir stuðningsmenn flokksins hafa einnig gefið minna en áður en margir hafa að undanförnu lýst yfir óánægju með það hve lítið leiðtogar flokksins hafa reynt að standa í hárinu á Trump. Á sama tíma hafa Repúblikanar safnað fúlgum fjár. Ken Martin tók við stjórn DNC fyrr á þessu ári, eftir miklar deilur innan landstjórnarinnar og Demókrataflokksins sjálfs. Þá fjárveitingum til landstjórnarinnar hafi fækkað er ekki hægt að segja það sama um sérstaka kosningasjóði þingflokka Demókrataflokksins. Bæði í öldungadeildinni og fulltrúadeildinni er álíka mikið í þeim sjóðum og sjóðum þingflokka Repúblikana. Einn ráðgjafi úr röðum Demókrata segir bakhjarla flokksins kvarta yfir stjórn- og stefnuleysi. Aðrir viðmælendur benda á að það sé ekkert nýtt að flokki í stjórnarandstöðu gangi verr að safna peningum. Það sé yfirleitt svoleiðis og benda þeir til ársins 2017, þegar Trump var fyrst forseti. Þá átti landstjórn Demókrataflokksins mun minni peninga en RNC en samt tókst Demókrötum að ná meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningunum 2018. Breyta kjördæmum sér í hag Undanfarin misseri hefur Trump þrýst verulega á Repúblikana í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna sem þeir stjórna til að gera miklar breytingar á kjördæmum. Það á að gera með því markmiði að gera Demókrötum mun erfiðara að ná meirihluta í fulltrúadeildinni á næsta ári. Vinna þessi er langt komin í Texas og hefur Trump þar að auki þrýst á ráðamenn í Indiana, Missouri og annarsstaðar. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Í einföldu mál sagt er þetta gert með því að þjappa mörgum kjósendum eins flokks í fá kjördæmi og þynna út atkvæði annarra eins til stendur í Texas með því að skera borgir í litlar sneiðar og gera þau hluta af stærri svæðum þar sem kjósendur Repúblikanaflokksins eru fleiri. Þessi viðleitni Trumps og Repúblikana hefur reitt Demókrata sem heita því að grípa til sambærilegra aðgerða þar sem þeir geta. Ferlið fyrir formlegar breytingar á kjördæmum er eingöngu hafið, enn sem komið er, í Texas og í Kaliforníu. Í Texas eru Repúblikanar að reyna að fjölga sætum sínum um fimm og það sama á við í Kaliforníu. Demókratar í Kaliforníu eiga þó mikið og erfitt verk fyrir höndum, þar sem þeir þyrftu að fá samþykki kjósenda til breytinganna, þar sem að lögum samkvæmt er kjördæmaskipan verkefni óháðrar nefndar. Til þess þurfa þeir að hafa hraðar hendur ef verkið á að klárast fyrir kosningarnar á næsta ári en samkvæmt ætlunum þeirra á nýja kortið ekki að taka gildi, nema Repúblikanar í Texas geri fyrst breytingar á sínum kjördæmum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Ástandið er sérstaklega slæmt þegar kemur að Landstjórn Demókrataflokksins. Í lok júní sat landstjórn Repúblikanaflokksins (RNC) á um áttatíu milljónum dala. Landsstjórn Demókrataflokksins (DNC) átti þá eingöngu um fimmtán milljónir dala. Síðan þá hefur munurinn aukist enn frekar, samkvæmt greiningu Politico. Rúmt ár er þar til haldnar verða þingkosningar vestanhafs en þær eru gífurlega mikilvægar Donald Trump, forseta, sem vill alls ekki að Demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Politico segir að fjársterkir bakhjarlar Demókrataflokksins hafi haldið að sér höndum á árinu, þar sem þeir séu fullir efasemda um stofnun flokksins. Almennir stuðningsmenn flokksins hafa einnig gefið minna en áður en margir hafa að undanförnu lýst yfir óánægju með það hve lítið leiðtogar flokksins hafa reynt að standa í hárinu á Trump. Á sama tíma hafa Repúblikanar safnað fúlgum fjár. Ken Martin tók við stjórn DNC fyrr á þessu ári, eftir miklar deilur innan landstjórnarinnar og Demókrataflokksins sjálfs. Þá fjárveitingum til landstjórnarinnar hafi fækkað er ekki hægt að segja það sama um sérstaka kosningasjóði þingflokka Demókrataflokksins. Bæði í öldungadeildinni og fulltrúadeildinni er álíka mikið í þeim sjóðum og sjóðum þingflokka Repúblikana. Einn ráðgjafi úr röðum Demókrata segir bakhjarla flokksins kvarta yfir stjórn- og stefnuleysi. Aðrir viðmælendur benda á að það sé ekkert nýtt að flokki í stjórnarandstöðu gangi verr að safna peningum. Það sé yfirleitt svoleiðis og benda þeir til ársins 2017, þegar Trump var fyrst forseti. Þá átti landstjórn Demókrataflokksins mun minni peninga en RNC en samt tókst Demókrötum að ná meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningunum 2018. Breyta kjördæmum sér í hag Undanfarin misseri hefur Trump þrýst verulega á Repúblikana í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna sem þeir stjórna til að gera miklar breytingar á kjördæmum. Það á að gera með því markmiði að gera Demókrötum mun erfiðara að ná meirihluta í fulltrúadeildinni á næsta ári. Vinna þessi er langt komin í Texas og hefur Trump þar að auki þrýst á ráðamenn í Indiana, Missouri og annarsstaðar. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Í einföldu mál sagt er þetta gert með því að þjappa mörgum kjósendum eins flokks í fá kjördæmi og þynna út atkvæði annarra eins til stendur í Texas með því að skera borgir í litlar sneiðar og gera þau hluta af stærri svæðum þar sem kjósendur Repúblikanaflokksins eru fleiri. Þessi viðleitni Trumps og Repúblikana hefur reitt Demókrata sem heita því að grípa til sambærilegra aðgerða þar sem þeir geta. Ferlið fyrir formlegar breytingar á kjördæmum er eingöngu hafið, enn sem komið er, í Texas og í Kaliforníu. Í Texas eru Repúblikanar að reyna að fjölga sætum sínum um fimm og það sama á við í Kaliforníu. Demókratar í Kaliforníu eiga þó mikið og erfitt verk fyrir höndum, þar sem þeir þyrftu að fá samþykki kjósenda til breytinganna, þar sem að lögum samkvæmt er kjördæmaskipan verkefni óháðrar nefndar. Til þess þurfa þeir að hafa hraðar hendur ef verkið á að klárast fyrir kosningarnar á næsta ári en samkvæmt ætlunum þeirra á nýja kortið ekki að taka gildi, nema Repúblikanar í Texas geri fyrst breytingar á sínum kjördæmum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira