Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Kristján Már Unnarsson skrifar 17. ágúst 2025 09:39 Fyrsta Airbus-þota Icelandair, Esja, kom til landsins í byrjun desember. Hér er verið að draga hana inn í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli þar sem komu hennar var fagnað. KMU Þrjár nýjar Airbus-þotur bætast í flota Icelandair í vetur. Þær koma til viðbótar þeim fjórum þotum sem félagið er þegar búið að fá afhentar frá evrópska flugvélaframleiðandum. Þar með verða alls sjö Airbus A321LR-þotur komnar í rekstur félagsins fyrir næsta vor. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir framleiðsluferli flugvélanna þriggja, sem væntanlegar eru, þegar hafið og þær fari í samsetningu í haust í verksmiðjunum í Hamborg. „Við reiknum með að taka þær í rekstur, hverja af annarri, öðru hvoru megin við áramótin,“ segir Guðni. Tvær vélanna eiga að koma á síðasta fjórðungi þessa árs og sú þriðja á fyrsta fjórðungi þess næsta. Hér má sjá kafla úr þættinum Flugþjóðin um Airbus-kaupin: Icelandair skoðar jafnframt að fá fleiri A321LR-þotur áður en fyrstu XLR-vélarnar eiga að koma árið 2029. LR stendur fyrir „long range“ og XLR fyrir „extra long range“ en þær eru með lengsta flugdrægi mjórra farþegaflugvéla í heiminum. „Airbus A321LR vélarnar eru að koma mjög vel út í rekstri hjá okkur og félagið er að skoða möguleika á að bæta við fleiri slíkum vélum,“ segir upplýsingafulltrúinn. Tvö ár eru frá því Icelandair skrifaði undir samning um kaup á þrettán Airbus A321XLR-þotum og um kauprétt á tólf slíkum þotum til viðbótar. Jafnframt gerði félagið leigusamning um A321LR-vélarnar, sem allar koma nýsmíðaðar. Airbus-þota Icelandair númer tvö. Hún fékk heitið Lómagnúpur og skrásetningarstafina TF-IAB.Icelandair Fyrstu Airbus-þotuna, TF-IAA, fékk Icelandair í byrjun desember síðastliðinn og hlaut hún nafnið Esja. Önnur þotan, TF-IAB, kom í lok febrúar og hlaut nafnið Lómagnúpur. Sú þriðja, TF-IAC, Dynjandi, var afhent í apríl. Fjórða þotan, TF-IAD, var afhent í maí og hlaut nafnið Ásbyrgi. Samhliða fjölgun Airbus-véla er þessa dagana verið að setja upp nýjan Airbus-flughermi í þjálfunarsetri Icelandair í höfuðstöðvunum á Flugvöllum í Hafnarfirði. Að sögn Guðna er búist við að hann verði tekinn í notkun í kringum næstu mánaðamót; í lok ágúst eða í byrjun september. Icelandair er enn með tíu Boeing 757-þotur í rekstri en Airbus-þoturnar leysa þær af hólmi jafnt og þétt. „Við höfum verið að miða við að síðustu 757-vélarnar fari úr rekstri í leiðarkerfinu á síðari hluta árs 2027, það hefur ekki breyst,“ segir Guðni. Hér má sjá kafla úr þætti Flugþjóðarinnar um 757-þotuna: Icelandair Airbus Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Flugþjóðin Tengdar fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum. 10. maí 2025 22:11 Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir framleiðsluferli flugvélanna þriggja, sem væntanlegar eru, þegar hafið og þær fari í samsetningu í haust í verksmiðjunum í Hamborg. „Við reiknum með að taka þær í rekstur, hverja af annarri, öðru hvoru megin við áramótin,“ segir Guðni. Tvær vélanna eiga að koma á síðasta fjórðungi þessa árs og sú þriðja á fyrsta fjórðungi þess næsta. Hér má sjá kafla úr þættinum Flugþjóðin um Airbus-kaupin: Icelandair skoðar jafnframt að fá fleiri A321LR-þotur áður en fyrstu XLR-vélarnar eiga að koma árið 2029. LR stendur fyrir „long range“ og XLR fyrir „extra long range“ en þær eru með lengsta flugdrægi mjórra farþegaflugvéla í heiminum. „Airbus A321LR vélarnar eru að koma mjög vel út í rekstri hjá okkur og félagið er að skoða möguleika á að bæta við fleiri slíkum vélum,“ segir upplýsingafulltrúinn. Tvö ár eru frá því Icelandair skrifaði undir samning um kaup á þrettán Airbus A321XLR-þotum og um kauprétt á tólf slíkum þotum til viðbótar. Jafnframt gerði félagið leigusamning um A321LR-vélarnar, sem allar koma nýsmíðaðar. Airbus-þota Icelandair númer tvö. Hún fékk heitið Lómagnúpur og skrásetningarstafina TF-IAB.Icelandair Fyrstu Airbus-þotuna, TF-IAA, fékk Icelandair í byrjun desember síðastliðinn og hlaut hún nafnið Esja. Önnur þotan, TF-IAB, kom í lok febrúar og hlaut nafnið Lómagnúpur. Sú þriðja, TF-IAC, Dynjandi, var afhent í apríl. Fjórða þotan, TF-IAD, var afhent í maí og hlaut nafnið Ásbyrgi. Samhliða fjölgun Airbus-véla er þessa dagana verið að setja upp nýjan Airbus-flughermi í þjálfunarsetri Icelandair í höfuðstöðvunum á Flugvöllum í Hafnarfirði. Að sögn Guðna er búist við að hann verði tekinn í notkun í kringum næstu mánaðamót; í lok ágúst eða í byrjun september. Icelandair er enn með tíu Boeing 757-þotur í rekstri en Airbus-þoturnar leysa þær af hólmi jafnt og þétt. „Við höfum verið að miða við að síðustu 757-vélarnar fari úr rekstri í leiðarkerfinu á síðari hluta árs 2027, það hefur ekki breyst,“ segir Guðni. Hér má sjá kafla úr þætti Flugþjóðarinnar um 757-þotuna:
Icelandair Airbus Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Flugþjóðin Tengdar fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum. 10. maí 2025 22:11 Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum. 10. maí 2025 22:11
Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40
Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30
Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10