Innlent

Þrjú hjól­hýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þrjú hjólhýsi splundruðust í vindinum.
Þrjú hjólhýsi splundruðust í vindinum. Landsbjörg

Björgunarsveitin Húnar Hvammstanga hafði í nógu að snúast í dag á Holtavörðuheiðinni. Vonskuveður var þar sem olli truflunum og erfiðleikum á meðal ferðalanga.

Aðgerðum björgunarsveitarinnar lauk á sjöunda tímanum í kvöld samkvæmt tilkynningu frá Jóni Þór Víglundssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Meðal verkefna sveitarinnar var að aðstoða ferðamenn á mótorhjólum og reiðhjólum. Einnig aðstoðuðu þeir ferðafólk sem átti fellihýsi sem fauk upp auk eigenda þriggja hjólhýsa sem splundruðust í vindinum í dag.

Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu meðal annars ferðalanga á mótorhjóli.Landsbjörg

Mikið brak er nú við veginn yfir heiðina líkt og sjá má í myndskeiðinu sem hér fylgir.

Klippa: Ástandið á Holtavörðuheiðinni

Þegar björgunarsveitafólkið sneri aftur heim eftir dagsverkið tóku þau einnig með sér niður af heiðinni reiðhjólamann sem var í vandræðum. 

Mikið brak varð eftir á veginum.Landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×