Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga 16. ágúst 2025 19:02 Orri Steinn í leik kvöldsins. David Ramirez/Soccrates/Getty Images Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad gerðu 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Valencia í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Orri hóf leik á varamannabekk gestanna, en kom inn á þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þá var staðan þegar orðin 1-1, en Diego Lopez hafði komið heimamönnum í Valencia yfir á 57. mínútu, þremur mínútum áður en Takefusa Kubo jafnaði metin fyrir Real Sociedad. Orri náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og liðin skipta því stigunum á milli sín í fyrstu umferð. Spænski boltinn
Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad gerðu 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Valencia í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Orri hóf leik á varamannabekk gestanna, en kom inn á þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þá var staðan þegar orðin 1-1, en Diego Lopez hafði komið heimamönnum í Valencia yfir á 57. mínútu, þremur mínútum áður en Takefusa Kubo jafnaði metin fyrir Real Sociedad. Orri náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og liðin skipta því stigunum á milli sín í fyrstu umferð.