Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2025 12:33 Antoine Semenyo í baráttu við sinn gamla samherja hjá Bournemouth, Milos Kerkez. epa/ADAM VAUGHAN Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, hefur tjáð sig eftir að hann varð fyrir kynþáttafordómum gegn Liverpool, í upphafsleik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann kveðst þakklátur fyrir stuðninginn sem hann hefur fengið. Hlé var gert á leik Liverpool og Bournemouth eftir um hálftíma eftir að Semenyo benti dómaranum Anthony Taylor á að hann hefði orðið fyrir kynþáttafordómum. Semenyo benti Taylor á rasistann í stúkunni. Semenyo kom mikið við sögu í leiknum en hann skoraði bæði mörk Bournemouth í 4-2 tapi. Liverpool komst í 2-0 en Semenyo jafnaði með tveimur mörkum áður en Englandsmeistararnir knúðu fram sigur undir lok leiks. Í morgun tjáði Semenyo sig um atburði gærdagsins á X. Þar segir hann að hann muni alltaf muna eftir leiknum á Anfield, ekki vegna orða eins manns heldur fyrir samstöðuna og samhuginn sem honum var sýndur. Semenyo þakkaði samherjum sínum og mótherjum fyrir viðbrögð þeirra og sagði að dómarar leiksins hefðu tekið vel á málinu. Þá sagði hann að fótboltinn hefði sýnt sína bestu hlið þegar mest á reyndi. „Að skora þessi tvö mörk var eins og að tala eina tungumálið sem skiptir raunverulega máli á vellinum. Þetta er ástæðan fyrir því að ég spila; fyrir augnablik eins og þessi, fyrir liðsfélaga mína og alla sem trúa á það sem hinn fallegi leikur getur verið,“ skrifaði Semenyo á X. Hann sagði jafnframt að stuðningurinn sem hann fengið og skilaboðin sem honum hafi borist hafi minnt hann á af hverju hann elskar fótboltann. Last night at Anfield will stay with me forever - not because of one person's words, but because of how the entire football family stood together.To my @afcbournemouth teammates who supported me in that moment, to the @LiverpoolFC players and fans who showed their true… pic.twitter.com/6sNyv3vROK— Antoine Semenyo (@semenyo924) August 16, 2025 Semenyo, sem er 25 ára landsliðsmaður Gana, kom til Bournemouth frá Bristol City fyrir tveimur árum. Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Hlé var gert á leik Liverpool og Bournemouth eftir um hálftíma eftir að Semenyo benti dómaranum Anthony Taylor á að hann hefði orðið fyrir kynþáttafordómum. Semenyo benti Taylor á rasistann í stúkunni. Semenyo kom mikið við sögu í leiknum en hann skoraði bæði mörk Bournemouth í 4-2 tapi. Liverpool komst í 2-0 en Semenyo jafnaði með tveimur mörkum áður en Englandsmeistararnir knúðu fram sigur undir lok leiks. Í morgun tjáði Semenyo sig um atburði gærdagsins á X. Þar segir hann að hann muni alltaf muna eftir leiknum á Anfield, ekki vegna orða eins manns heldur fyrir samstöðuna og samhuginn sem honum var sýndur. Semenyo þakkaði samherjum sínum og mótherjum fyrir viðbrögð þeirra og sagði að dómarar leiksins hefðu tekið vel á málinu. Þá sagði hann að fótboltinn hefði sýnt sína bestu hlið þegar mest á reyndi. „Að skora þessi tvö mörk var eins og að tala eina tungumálið sem skiptir raunverulega máli á vellinum. Þetta er ástæðan fyrir því að ég spila; fyrir augnablik eins og þessi, fyrir liðsfélaga mína og alla sem trúa á það sem hinn fallegi leikur getur verið,“ skrifaði Semenyo á X. Hann sagði jafnframt að stuðningurinn sem hann fengið og skilaboðin sem honum hafi borist hafi minnt hann á af hverju hann elskar fótboltann. Last night at Anfield will stay with me forever - not because of one person's words, but because of how the entire football family stood together.To my @afcbournemouth teammates who supported me in that moment, to the @LiverpoolFC players and fans who showed their true… pic.twitter.com/6sNyv3vROK— Antoine Semenyo (@semenyo924) August 16, 2025 Semenyo, sem er 25 ára landsliðsmaður Gana, kom til Bournemouth frá Bristol City fyrir tveimur árum.
Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira