Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2025 09:09 Reikistefna fulltrúa á fundi Sameinuðu þjóðanna um plastmengun í Genf í Sviss sem lauk án samkomulags í dag. AP/Martial Trezzini/Keystone Fjölþjóðlegum viðræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til þess að bregðast við plastmengun á jörðinni fóru út um þúfur í dag. Viðræðunum lauk án samkomulags. Olíuríki settu sig upp á móti hugmyndum um takmörk á plastframleiðslu. Viðræðurnar í Genf í Sviss höfðu staðið yfir í ellefu daga þegar þeim var slitið án samkomulags í dag. Markmið þeirra var að leggja lokahönd á fyrsta lagalega bindandi samkomulagið um aðgerðir gegn plastmengun. Þegar viðuræðunum var slitið lágu fyrir tvenn drög að samkomulagi. Ríkin 184 sem tóku þátt í viðræðunum komu sér saman um hvorug þeirra sem grundvöll áframhaldandi viðræðna. Fyrri viðræður í Suður-Kóreu í fyrra báru heldur ekki árangur. Ágreiningur ríkja heims snýst um hvort að reyna eigi að koma böndum á veldisvöxt í plastframleiðslu í heiminum og setja lagalega bindandi takmörk á notkun eiturefna við framleiðsluna, að sögn AP-fréttastofunnar. Slíkar hugmyndir hugnast olíuríkjum og plastiðnaðinum illa. Þau vilja að aþjóðlegt samkomulag um plastmengun snúist frekar um aukna endurvinnslu og bætta meðferð á úrgangi. Viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ekki sjálfbær Fulltrúar fjölda ríkja, þar á meðal Noregs, Danmerkur, Bretlands og Kanada, lýstu miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. Þau drög sem hefðu verið rissuð upp væru ekki viðunandi grundvöllur samkomulags. Í drögunum voru ekki lögð til takmörk á plastframleiðslu en hins vegar viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ósjálfbær. Fyrri hugmyndir um að banna ákveðnar plastvörur voru útvatnaðar og tillögur um aðgerðir gegn eiturefnum voru fjarlægðar, að því er kemur fram í umfjöllun Politico. Um fjögur hundruð milljónir tonna af plasti eru framleiddar í heiminum á hverju ári um þessar mundir. Áætlað er að framleiðslan gæti aukist um sjötíu prósent fyrir árið 2040 ef ekki verður gripið í taumana. Plastmengun er stórt umhverfisvandamál en örplast, agnarsmáar leifar af plastvörum, finnast nú í dýrum og umhverfi um alla jörð. Vísbendingar hafa komið fram um að plastagnirnar geti valdið sjúkdómum í mönnum. Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Viðræðurnar í Genf í Sviss höfðu staðið yfir í ellefu daga þegar þeim var slitið án samkomulags í dag. Markmið þeirra var að leggja lokahönd á fyrsta lagalega bindandi samkomulagið um aðgerðir gegn plastmengun. Þegar viðuræðunum var slitið lágu fyrir tvenn drög að samkomulagi. Ríkin 184 sem tóku þátt í viðræðunum komu sér saman um hvorug þeirra sem grundvöll áframhaldandi viðræðna. Fyrri viðræður í Suður-Kóreu í fyrra báru heldur ekki árangur. Ágreiningur ríkja heims snýst um hvort að reyna eigi að koma böndum á veldisvöxt í plastframleiðslu í heiminum og setja lagalega bindandi takmörk á notkun eiturefna við framleiðsluna, að sögn AP-fréttastofunnar. Slíkar hugmyndir hugnast olíuríkjum og plastiðnaðinum illa. Þau vilja að aþjóðlegt samkomulag um plastmengun snúist frekar um aukna endurvinnslu og bætta meðferð á úrgangi. Viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ekki sjálfbær Fulltrúar fjölda ríkja, þar á meðal Noregs, Danmerkur, Bretlands og Kanada, lýstu miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. Þau drög sem hefðu verið rissuð upp væru ekki viðunandi grundvöllur samkomulags. Í drögunum voru ekki lögð til takmörk á plastframleiðslu en hins vegar viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ósjálfbær. Fyrri hugmyndir um að banna ákveðnar plastvörur voru útvatnaðar og tillögur um aðgerðir gegn eiturefnum voru fjarlægðar, að því er kemur fram í umfjöllun Politico. Um fjögur hundruð milljónir tonna af plasti eru framleiddar í heiminum á hverju ári um þessar mundir. Áætlað er að framleiðslan gæti aukist um sjötíu prósent fyrir árið 2040 ef ekki verður gripið í taumana. Plastmengun er stórt umhverfisvandamál en örplast, agnarsmáar leifar af plastvörum, finnast nú í dýrum og umhverfi um alla jörð. Vísbendingar hafa komið fram um að plastagnirnar geti valdið sjúkdómum í mönnum.
Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira