Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 12:11 Norskir kafarar með skutulbyssur að störfum í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi árið 2023. Köfun eftir eldislöxum er blómlegur iðnaður í Noregi enda eldislaxar sífellt að sleppa úr sjókvíum. Sigurður Þorvaldsson Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varaði í gærkvöldi við strokulaxi í Haukadalsá eftir að fjöldi stórra laxa, allt að 90 sentímetrar að stærð, veiddist neðarlega í ánni. Eftir að myndir og myndbönd birtust af löxunum í gær var Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur kallaður út og fór hann vestur í Dali með fulltrúum Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Stangveiðifélags Reykjavíkur. „Ég náði þarna bæði eldislöxum, sem voru sannarlega sjókvíaeldislaxar, og svo einhverjum sem gætu verið það. Ég tók síðan sýni úr öllum og drap alla sem voru sjókvíaelsilaxar og vafalaxar svo náttúran fengi nú að njóta vafans,“ segir Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur. „Þyrmir yfir mann“ Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er eftirlitsmaður á leiðinni vestur sem mun kanna aðstæður og aðstæður verða jafnframt kannaðar í öðrum laxveiðiám á Norðvesturlandi. Fiskistofa er þá í samtali við norska kafara, sem komu til landsins árið 2023, um hvort tilefni sé til að þeir komi hingað aftur. Jóhannes segir ástandið hafi litið illa út og aðkoman hafi verið slæm. „Þá þyrmir nú aðeins yfir mann því að þetta gæti þýtt að það sé svipað ástand víðar í ánni og ef það er jafnt og þétt í henni allri þá litist manni ekki á blikuna.“ Laxeldin sleppi án afleiðinga Hann vonar að þetta sé ekki vísirinn að álíka slysi og árið 2023, þegar eldislaxar veiddust í fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíum í Patreksfirði. „Ef sjókvíaeeldi er leyft hér við land er þetta það sem raungerist því miður,“ segir Jóhannes. „Það er ótrúlegt nokk að þeir sem valda þessu kannast aldrei við að neitt sleppi fyrr en eftirá og þá klóra þeir sér mikið í kollinum um hvað hafi eiginlega gerst.“ Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varaði í gærkvöldi við strokulaxi í Haukadalsá eftir að fjöldi stórra laxa, allt að 90 sentímetrar að stærð, veiddist neðarlega í ánni. Eftir að myndir og myndbönd birtust af löxunum í gær var Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur kallaður út og fór hann vestur í Dali með fulltrúum Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Stangveiðifélags Reykjavíkur. „Ég náði þarna bæði eldislöxum, sem voru sannarlega sjókvíaeldislaxar, og svo einhverjum sem gætu verið það. Ég tók síðan sýni úr öllum og drap alla sem voru sjókvíaelsilaxar og vafalaxar svo náttúran fengi nú að njóta vafans,“ segir Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur. „Þyrmir yfir mann“ Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er eftirlitsmaður á leiðinni vestur sem mun kanna aðstæður og aðstæður verða jafnframt kannaðar í öðrum laxveiðiám á Norðvesturlandi. Fiskistofa er þá í samtali við norska kafara, sem komu til landsins árið 2023, um hvort tilefni sé til að þeir komi hingað aftur. Jóhannes segir ástandið hafi litið illa út og aðkoman hafi verið slæm. „Þá þyrmir nú aðeins yfir mann því að þetta gæti þýtt að það sé svipað ástand víðar í ánni og ef það er jafnt og þétt í henni allri þá litist manni ekki á blikuna.“ Laxeldin sleppi án afleiðinga Hann vonar að þetta sé ekki vísirinn að álíka slysi og árið 2023, þegar eldislaxar veiddust í fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíum í Patreksfirði. „Ef sjókvíaeeldi er leyft hér við land er þetta það sem raungerist því miður,“ segir Jóhannes. „Það er ótrúlegt nokk að þeir sem valda þessu kannast aldrei við að neitt sleppi fyrr en eftirá og þá klóra þeir sér mikið í kollinum um hvað hafi eiginlega gerst.“
Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07
Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50