Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2025 09:39 Alice Weidel, samkynhneigður hagfræðingur sem er búsettur í Sviss, hefur verið andlit Valkosts fyrir Þýskaland undanfarin ár. Vísir/EPA Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) mælist með 26 prósent fylgi í könnun sem var birt í dag, að því er kemur fram í umfjöllun evrópsku útgáfu Politico. Flokkurinn er með tveggja prósentustiga forskot á Kristilega demókrata Merz kanslara. Kristilegir demókratar eru enn með naumt forskot á AfD í meðaltali skoðanakannana sem Politico heldur utan um. Merz kanslari fær sjálfur slæma útreið í könnuninni en tveir af hverjum þremur svarendum sögðust óánægðir með störf hans. Öfgaflokkurinn er nú þegar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þýska þinginu eftir bestu kosningaúrslit í sögu sinni í vetur þar sem hann fékk um fimmtung atkvæða. Enginn þýskur öfgahægriflokkur hefur hlotið eins góða kosningu frá því að nasistaflokkur Adolfs Hitler fékk um og yfir þriðjung atkvæða í síðustu frjálsu kosningunum í Þýskalandi við upphaf fjórða áratugs síðustu aldar. AfD aðhyllist meðal annars harða stefnu í innflytjendamálum og oddvitar hans hafa meðal annars talað um fjöldabrottvísanir á fólk af erlendum uppruna frá Þýskalandi. Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint nokkrar undirdeildir flokksins sem öfgasamtök sem ógni lýðræði í landinu. Til stóð að skilgreina flokkinn í heild sem öfgasamtök fyrr á þessu ári en því var frestað eftir að flokkurinn krafðist lögbanns. Flokkurinn er einangraður á þýska þinginu þar sem aðrir flokkar neita að vinna með honum vegna öfgahyggju hans. Þýskaland Skoðanakannanir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) mælist með 26 prósent fylgi í könnun sem var birt í dag, að því er kemur fram í umfjöllun evrópsku útgáfu Politico. Flokkurinn er með tveggja prósentustiga forskot á Kristilega demókrata Merz kanslara. Kristilegir demókratar eru enn með naumt forskot á AfD í meðaltali skoðanakannana sem Politico heldur utan um. Merz kanslari fær sjálfur slæma útreið í könnuninni en tveir af hverjum þremur svarendum sögðust óánægðir með störf hans. Öfgaflokkurinn er nú þegar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þýska þinginu eftir bestu kosningaúrslit í sögu sinni í vetur þar sem hann fékk um fimmtung atkvæða. Enginn þýskur öfgahægriflokkur hefur hlotið eins góða kosningu frá því að nasistaflokkur Adolfs Hitler fékk um og yfir þriðjung atkvæða í síðustu frjálsu kosningunum í Þýskalandi við upphaf fjórða áratugs síðustu aldar. AfD aðhyllist meðal annars harða stefnu í innflytjendamálum og oddvitar hans hafa meðal annars talað um fjöldabrottvísanir á fólk af erlendum uppruna frá Þýskalandi. Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint nokkrar undirdeildir flokksins sem öfgasamtök sem ógni lýðræði í landinu. Til stóð að skilgreina flokkinn í heild sem öfgasamtök fyrr á þessu ári en því var frestað eftir að flokkurinn krafðist lögbanns. Flokkurinn er einangraður á þýska þinginu þar sem aðrir flokkar neita að vinna með honum vegna öfgahyggju hans.
Þýskaland Skoðanakannanir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira