Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2025 13:51 Meðlimir þjóðvarðaliðs Bandaríkjanna eru mættir til Washington DC, þar sem þeir eiga að sinna löggæslu. AP/Julia Demaree Nikhinson Ráðamenn í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér ætlunum um að stofna sérstaka hersveit innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem ætlað er að beita gegn almenningi þar í landi. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir þessar ætlanir sem eru til skoðunar. Um þrjú hundruð hermenn þessarar hersveitar yrðu staðsettir í herstöð í Alabama og aðrir þrjú hundruð í herstöð í Arizona. Trump lýsti því yfir í gær að hann ætlaði að dómsmálaráðherra hans myndi taka stjórn á lögreglunni í Washington DC og að þjóðvarðliðar yrðu sendir til borgarinnar, með því markmiðið að stöðva meinta glæpaöldu í borginni. Var það eftir að fyrrverandi starfsmaður DOGE, sem var nokkurskonar niðurskurðarstofnun Elons Musk, varð fyrir árás í borginni. Á blaðamannafundi í gær talaði Trump um að grípa til svipaðra aðgerða í öðrum borgum Bandaríkjanna í framtíðinni. Sjá einnig: Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Bandaríska hernum er lögum samkvæmt ekki heimilt að starfa á bandarískri grundu, nema í neyðartilfellum og hefur Trump áður notað slíkar undanþágur. Það gerði hann til að mynda fyrr á þessu ári þegar hann tók yfir stjórn á þjóðvarðliði Kaliforínu og sendi þúsundir þeirra auk landgönguliða til Los Angeles. Hann hefur einnig sent þúsundir hermanna að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þessi nýja hersveit markar þó ákveðna stigmögnun þegar kemur að valdbeitingu Trumps heima fyrir. Í skjölum sem blaðamenn hafa séð og eru dagsett bæði í júlí og ágúst, kemur fram að fyrst yrði hægt að stofna þessa hersveit á næsta fjárlagaári, undir fjárveitingum frá varnarmálaráðuneytinu. Mögulegt yrði þó að stofna hana fyrr, finnist fjármagn annars staðar. Þar kemur einnig skýrt fram að verði hersveitin að raunveruleika telji einhverjir af forsvarsmönnum þjóðvarðliðsins að það gæti komið verulega niður á því hve tilbúnir menn séu til að bjóða sig fram til þjónustu í þjóðvarðliðinu. Það myndi einnig fækka mönnum sem hægt væri að nota til annarra verkefna, eins og baráttu gegn gróðureldum og viðbrögð við náttúruhamförum. Hersveitin myndi koma niður á þjálfun, fjármagni til annarra verkefna og búnaði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir þessar ætlanir sem eru til skoðunar. Um þrjú hundruð hermenn þessarar hersveitar yrðu staðsettir í herstöð í Alabama og aðrir þrjú hundruð í herstöð í Arizona. Trump lýsti því yfir í gær að hann ætlaði að dómsmálaráðherra hans myndi taka stjórn á lögreglunni í Washington DC og að þjóðvarðliðar yrðu sendir til borgarinnar, með því markmiðið að stöðva meinta glæpaöldu í borginni. Var það eftir að fyrrverandi starfsmaður DOGE, sem var nokkurskonar niðurskurðarstofnun Elons Musk, varð fyrir árás í borginni. Á blaðamannafundi í gær talaði Trump um að grípa til svipaðra aðgerða í öðrum borgum Bandaríkjanna í framtíðinni. Sjá einnig: Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Bandaríska hernum er lögum samkvæmt ekki heimilt að starfa á bandarískri grundu, nema í neyðartilfellum og hefur Trump áður notað slíkar undanþágur. Það gerði hann til að mynda fyrr á þessu ári þegar hann tók yfir stjórn á þjóðvarðliði Kaliforínu og sendi þúsundir þeirra auk landgönguliða til Los Angeles. Hann hefur einnig sent þúsundir hermanna að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þessi nýja hersveit markar þó ákveðna stigmögnun þegar kemur að valdbeitingu Trumps heima fyrir. Í skjölum sem blaðamenn hafa séð og eru dagsett bæði í júlí og ágúst, kemur fram að fyrst yrði hægt að stofna þessa hersveit á næsta fjárlagaári, undir fjárveitingum frá varnarmálaráðuneytinu. Mögulegt yrði þó að stofna hana fyrr, finnist fjármagn annars staðar. Þar kemur einnig skýrt fram að verði hersveitin að raunveruleika telji einhverjir af forsvarsmönnum þjóðvarðliðsins að það gæti komið verulega niður á því hve tilbúnir menn séu til að bjóða sig fram til þjónustu í þjóðvarðliðinu. Það myndi einnig fækka mönnum sem hægt væri að nota til annarra verkefna, eins og baráttu gegn gróðureldum og viðbrögð við náttúruhamförum. Hersveitin myndi koma niður á þjálfun, fjármagni til annarra verkefna og búnaði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent