Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2025 13:51 Meðlimir þjóðvarðaliðs Bandaríkjanna eru mættir til Washington DC, þar sem þeir eiga að sinna löggæslu. AP/Julia Demaree Nikhinson Ráðamenn í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér ætlunum um að stofna sérstaka hersveit innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem ætlað er að beita gegn almenningi þar í landi. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir þessar ætlanir sem eru til skoðunar. Um þrjú hundruð hermenn þessarar hersveitar yrðu staðsettir í herstöð í Alabama og aðrir þrjú hundruð í herstöð í Arizona. Trump lýsti því yfir í gær að hann ætlaði að dómsmálaráðherra hans myndi taka stjórn á lögreglunni í Washington DC og að þjóðvarðliðar yrðu sendir til borgarinnar, með því markmiðið að stöðva meinta glæpaöldu í borginni. Var það eftir að fyrrverandi starfsmaður DOGE, sem var nokkurskonar niðurskurðarstofnun Elons Musk, varð fyrir árás í borginni. Á blaðamannafundi í gær talaði Trump um að grípa til svipaðra aðgerða í öðrum borgum Bandaríkjanna í framtíðinni. Sjá einnig: Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Bandaríska hernum er lögum samkvæmt ekki heimilt að starfa á bandarískri grundu, nema í neyðartilfellum og hefur Trump áður notað slíkar undanþágur. Það gerði hann til að mynda fyrr á þessu ári þegar hann tók yfir stjórn á þjóðvarðliði Kaliforínu og sendi þúsundir þeirra auk landgönguliða til Los Angeles. Hann hefur einnig sent þúsundir hermanna að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þessi nýja hersveit markar þó ákveðna stigmögnun þegar kemur að valdbeitingu Trumps heima fyrir. Í skjölum sem blaðamenn hafa séð og eru dagsett bæði í júlí og ágúst, kemur fram að fyrst yrði hægt að stofna þessa hersveit á næsta fjárlagaári, undir fjárveitingum frá varnarmálaráðuneytinu. Mögulegt yrði þó að stofna hana fyrr, finnist fjármagn annars staðar. Þar kemur einnig skýrt fram að verði hersveitin að raunveruleika telji einhverjir af forsvarsmönnum þjóðvarðliðsins að það gæti komið verulega niður á því hve tilbúnir menn séu til að bjóða sig fram til þjónustu í þjóðvarðliðinu. Það myndi einnig fækka mönnum sem hægt væri að nota til annarra verkefna, eins og baráttu gegn gróðureldum og viðbrögð við náttúruhamförum. Hersveitin myndi koma niður á þjálfun, fjármagni til annarra verkefna og búnaði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira
Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir þessar ætlanir sem eru til skoðunar. Um þrjú hundruð hermenn þessarar hersveitar yrðu staðsettir í herstöð í Alabama og aðrir þrjú hundruð í herstöð í Arizona. Trump lýsti því yfir í gær að hann ætlaði að dómsmálaráðherra hans myndi taka stjórn á lögreglunni í Washington DC og að þjóðvarðliðar yrðu sendir til borgarinnar, með því markmiðið að stöðva meinta glæpaöldu í borginni. Var það eftir að fyrrverandi starfsmaður DOGE, sem var nokkurskonar niðurskurðarstofnun Elons Musk, varð fyrir árás í borginni. Á blaðamannafundi í gær talaði Trump um að grípa til svipaðra aðgerða í öðrum borgum Bandaríkjanna í framtíðinni. Sjá einnig: Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Bandaríska hernum er lögum samkvæmt ekki heimilt að starfa á bandarískri grundu, nema í neyðartilfellum og hefur Trump áður notað slíkar undanþágur. Það gerði hann til að mynda fyrr á þessu ári þegar hann tók yfir stjórn á þjóðvarðliði Kaliforínu og sendi þúsundir þeirra auk landgönguliða til Los Angeles. Hann hefur einnig sent þúsundir hermanna að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þessi nýja hersveit markar þó ákveðna stigmögnun þegar kemur að valdbeitingu Trumps heima fyrir. Í skjölum sem blaðamenn hafa séð og eru dagsett bæði í júlí og ágúst, kemur fram að fyrst yrði hægt að stofna þessa hersveit á næsta fjárlagaári, undir fjárveitingum frá varnarmálaráðuneytinu. Mögulegt yrði þó að stofna hana fyrr, finnist fjármagn annars staðar. Þar kemur einnig skýrt fram að verði hersveitin að raunveruleika telji einhverjir af forsvarsmönnum þjóðvarðliðsins að það gæti komið verulega niður á því hve tilbúnir menn séu til að bjóða sig fram til þjónustu í þjóðvarðliðinu. Það myndi einnig fækka mönnum sem hægt væri að nota til annarra verkefna, eins og baráttu gegn gróðureldum og viðbrögð við náttúruhamförum. Hersveitin myndi koma niður á þjálfun, fjármagni til annarra verkefna og búnaði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira