Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Agnar Már Másson skrifar 12. ágúst 2025 13:18 Hafþór Freyr er ellefu ára nemandi í Nesskóla en hann kom tveggja ára systur sinni til bjargar þegar hún féll af bryggju um verslunarmannahelgina. Samsett/Aðsend/Facebook Hinn ellefu ára Hafþór Freyr Jóhannsson kastaði sér í sjóinn þegar tveggja ára systir hans, Snæbjörg Lóa, féll af bryggju í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Hafþór bjargaði þannig systur sinni frá drukknun en hann hafði nýlega sótt skyndihjálparnámskeið, sem skipti sköpum. „Það kom svo sem ekkert annað til greina hjá honum en að bjarga henni,“ segir móðir Hafþórs, Linda María Emilsdóttir, í samtali við Vísi. Austurfrétt greindi fyrst frá. Linda kveðst afar stolt af drengnum sínum, sem hún lýsir sem yfirveguðum og rólegum strák þó hann sé hörkutól. „Þetta voru held ég bara ósjálfráð viðbrögð hjá honum.“ Kastaði sér í sjóinn Atvikið átti sér stað á sunnudegi á veitingastaðnum Beituskúrnum en hann er á bryggju í bænum. „Við vorum bara úti að borða,“ rekur Linda söguna, „og ég var að panta matinn og hún stekkur eitthvað í burtu og hann er greinilega að fylgjast með henni, eins og hann gerir oft, og sér hana hlaupa fram af bryggjunni og detta fram af.“ Þá hafi Hafþór kallað eftir aðstoð og síðan sjálfur kastað sér út í sjóinn og sótt hana. „Hann stekkur þá eftir henni og syndir með hana upp að stiganum sem er þarna á bryggjunni,“ bætir móðirin við. Hann hafi synt með hana að stiganum á bryggjunni og rétt hana nokkrum viðstöddum sem höfðu komið til hjálpar. Þétt var setið á veitingastaðnum þennan dag enda stærsta ferðahelgi ársins. Atvikið átti sér stað á Beituskúrnum í Neskaupsstað.Facebook/Beituskúrinn Sjúkraflutningamaður kenndi skyndihjálp Blessunarlega náði Snæbjörg Lóa að halda sér á floti þær sekúndur sem hún var úti í sjónum og fékk hún ekki sjó ofan í sig. „Hún náði að halda munninum yfir vatninu,“ bætir móðirin við. Spurð hvort börnin hennar séu flugsynd útskýrir Linda að fjölskyldan fari oft í sund. Sytkinin Hafþór Freyr og Snæbjörg Lóa en drengurinn á tvær aðrar yngri systur til viðbótar.Aðsend Hafþór hafði farið á skyndihjálparnámskeið nokkrum mánuðum áður, sem sjúkraflutningamaðurinn í bænum hafði haldið fyrir börn í bænum og fjöldi bekkjarfélaga Hafþórs úr Nesskóla sóttu. Linda segir drenginn hafa haft orð á því að það hafi hjálpað honum við að bregðast við. Hún segir námskeiðið sem sjúkrafluttnignamaðurinn hélt hafa verið frábært framtak. Bryggjan er að hluta afgirt en svæðið þar sem Snæbjörg Lóa féll er það ekki. Hetjan fór beint á tónleika Börnin voru flutt á sjúkrahús til skoðunar en fengu að fara heim þegar þau voru orðin hlý. Það amaði ekkert að þeim, að sögn Linda. „Þau voru bara svolítið köld. En hún var hlustuð náttúrlega til að vita hvort þau hefðu farið sjór ofan í lungun hennar. En það var ekki.“ Hafþór fór svo beint á tónleika eftir atvikið enda stóð Neistaflaug yfir í Neskaupstað þessa verslunarmannahelgi. Fjarðabyggð Verslunarmannahelgin Börn og uppeldi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
„Það kom svo sem ekkert annað til greina hjá honum en að bjarga henni,“ segir móðir Hafþórs, Linda María Emilsdóttir, í samtali við Vísi. Austurfrétt greindi fyrst frá. Linda kveðst afar stolt af drengnum sínum, sem hún lýsir sem yfirveguðum og rólegum strák þó hann sé hörkutól. „Þetta voru held ég bara ósjálfráð viðbrögð hjá honum.“ Kastaði sér í sjóinn Atvikið átti sér stað á sunnudegi á veitingastaðnum Beituskúrnum en hann er á bryggju í bænum. „Við vorum bara úti að borða,“ rekur Linda söguna, „og ég var að panta matinn og hún stekkur eitthvað í burtu og hann er greinilega að fylgjast með henni, eins og hann gerir oft, og sér hana hlaupa fram af bryggjunni og detta fram af.“ Þá hafi Hafþór kallað eftir aðstoð og síðan sjálfur kastað sér út í sjóinn og sótt hana. „Hann stekkur þá eftir henni og syndir með hana upp að stiganum sem er þarna á bryggjunni,“ bætir móðirin við. Hann hafi synt með hana að stiganum á bryggjunni og rétt hana nokkrum viðstöddum sem höfðu komið til hjálpar. Þétt var setið á veitingastaðnum þennan dag enda stærsta ferðahelgi ársins. Atvikið átti sér stað á Beituskúrnum í Neskaupsstað.Facebook/Beituskúrinn Sjúkraflutningamaður kenndi skyndihjálp Blessunarlega náði Snæbjörg Lóa að halda sér á floti þær sekúndur sem hún var úti í sjónum og fékk hún ekki sjó ofan í sig. „Hún náði að halda munninum yfir vatninu,“ bætir móðirin við. Spurð hvort börnin hennar séu flugsynd útskýrir Linda að fjölskyldan fari oft í sund. Sytkinin Hafþór Freyr og Snæbjörg Lóa en drengurinn á tvær aðrar yngri systur til viðbótar.Aðsend Hafþór hafði farið á skyndihjálparnámskeið nokkrum mánuðum áður, sem sjúkraflutningamaðurinn í bænum hafði haldið fyrir börn í bænum og fjöldi bekkjarfélaga Hafþórs úr Nesskóla sóttu. Linda segir drenginn hafa haft orð á því að það hafi hjálpað honum við að bregðast við. Hún segir námskeiðið sem sjúkrafluttnignamaðurinn hélt hafa verið frábært framtak. Bryggjan er að hluta afgirt en svæðið þar sem Snæbjörg Lóa féll er það ekki. Hetjan fór beint á tónleika Börnin voru flutt á sjúkrahús til skoðunar en fengu að fara heim þegar þau voru orðin hlý. Það amaði ekkert að þeim, að sögn Linda. „Þau voru bara svolítið köld. En hún var hlustuð náttúrlega til að vita hvort þau hefðu farið sjór ofan í lungun hennar. En það var ekki.“ Hafþór fór svo beint á tónleika eftir atvikið enda stóð Neistaflaug yfir í Neskaupstað þessa verslunarmannahelgi.
Fjarðabyggð Verslunarmannahelgin Börn og uppeldi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira