Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 12:32 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Einar Samtök atvinnulífsins fagna áformum stjórnvalda um mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Ríkisstjórnin hefur efnt til samráðs um stefnuna og kalla eftir hugmyndum um útflutningsgreinar sem geta vaxið hvað mest á næstu tíu árum og náð árlegum útflutningi sem nemur tugum milljarða króna. Áform um atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 var birt í samráðsgátt í gær. Markmiðið er að móta stefnu, ásamt markmiðum og mælikvörðum, sem lýsi því hvernig stjórnvöld vilji vinna með atvinnulífinu og er ætlað að svara því hvaðan hagvöxtur næstu ára skuli koma. Skilgreindar verði aðgerðir sem ríkistjórnin telur að ráðast þurfi í til að vinna að markmiðum stefnunnar. Ákall um fyrirsjáanleika og langtímastefnu Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar áformunum. „Samtök atvinnulífsins munu að sjálfsögðu taka þátt í því verkefni með stjórnvöldum. Við vorum í hringferð um allt landið í júnímánuði og eitt af því sem við spurðum fyrirtæki í hringborðsumræðum sem átti sér stað í hringferðinni okkar var einmitt hvað stjórnvöld geta gert til að fjölga tækifærum. Og þá sérstaklega vorum við að hugsa um öflugan útflutning sem er jú undirstaða lífskjara á Íslandi, og þar var sá þáttur sem langflestir settu sitt atkvæði á það að móta framtíðarsýn um hvernig á að skapa verðmæti á Íslandi,“ segir Sigríður Margrét. Hún skynji ákall um það hjá fyrirtækjum um landið að það sé fyrirsjáanleiki og langtímastefna til staðar fyrir atvinnulífið. Vinnan sé núna að fara af stað og samtökin fagna því að fá að taka þátt. Sigríður bendir á að þegar liggi fyrir öflug útflutningsstefna fyrir Ísland sem Íslandsstofa í samvinnu við meðal annars utanríkisráðuneytið hefur unnið. Því sé heilmikið þegar til af gögnum sem hægt sé að byggja á í þessari vinnu sem framundan er nú. Auðlindir, hugverk og loftslagsmál í öndvegi Áform stjórnvalda voru boðuð í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna í desember en í tilkynningu forsætisráðuneytisins og gögnum um atvinnustefnuna sem nú er til samráðs er meðal annars lögð áhersla á vaxtarplan til næstu tíu ára. „Markmið stefnunnar er að fj0lga vel launuðum störfum um land allt og styðja við hagvöxt í jafnvægi við samfélag, umhverfi og innviði,“ segir meðal annars í drögunum. Vöxtur og verðmætasköpun verði drifin áfram af auknum útflutningi og stefnan byggi á styrkleikum Íslands þar sem auðlindagreinar og hugverkaiðnaður verði áfram í lykilhlutverki. Einnig verði lögð áhersla á árangur í loftslagsmálum svo fátt eitt sé nefnt. „Framtíðarsýn SA er samfélag hagsældar og tækifæra. Og við skulum muna það að við búum við einhver bestu lífskjör í heiminum mælt á fjölmarga mælikvarða. En undirstaða þessarar velferðar er auðvitað verðmætasköpun og okkar hlutverk er fyrst og fremst að styðja íslenskt atvinnulíf til aukinnar verðmætasköpunar og jákvæðra áhrifa á samfélagið allt og við gerum það með fjölbreyttum hætti,“ segir Sigríður. „Þannig að við munum náttúrlega taka þátt í þessari vinnu núna í samvinnu við auðvitað önnur hagsmunasamtök og okkar félagsmenn af því að það er ákall eftir því að það sé fyrirsjáanleiki og það sé langtímastefna sem hægt sé að horfa til.“ Atvinnurekendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Áform um atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 var birt í samráðsgátt í gær. Markmiðið er að móta stefnu, ásamt markmiðum og mælikvörðum, sem lýsi því hvernig stjórnvöld vilji vinna með atvinnulífinu og er ætlað að svara því hvaðan hagvöxtur næstu ára skuli koma. Skilgreindar verði aðgerðir sem ríkistjórnin telur að ráðast þurfi í til að vinna að markmiðum stefnunnar. Ákall um fyrirsjáanleika og langtímastefnu Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar áformunum. „Samtök atvinnulífsins munu að sjálfsögðu taka þátt í því verkefni með stjórnvöldum. Við vorum í hringferð um allt landið í júnímánuði og eitt af því sem við spurðum fyrirtæki í hringborðsumræðum sem átti sér stað í hringferðinni okkar var einmitt hvað stjórnvöld geta gert til að fjölga tækifærum. Og þá sérstaklega vorum við að hugsa um öflugan útflutning sem er jú undirstaða lífskjara á Íslandi, og þar var sá þáttur sem langflestir settu sitt atkvæði á það að móta framtíðarsýn um hvernig á að skapa verðmæti á Íslandi,“ segir Sigríður Margrét. Hún skynji ákall um það hjá fyrirtækjum um landið að það sé fyrirsjáanleiki og langtímastefna til staðar fyrir atvinnulífið. Vinnan sé núna að fara af stað og samtökin fagna því að fá að taka þátt. Sigríður bendir á að þegar liggi fyrir öflug útflutningsstefna fyrir Ísland sem Íslandsstofa í samvinnu við meðal annars utanríkisráðuneytið hefur unnið. Því sé heilmikið þegar til af gögnum sem hægt sé að byggja á í þessari vinnu sem framundan er nú. Auðlindir, hugverk og loftslagsmál í öndvegi Áform stjórnvalda voru boðuð í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna í desember en í tilkynningu forsætisráðuneytisins og gögnum um atvinnustefnuna sem nú er til samráðs er meðal annars lögð áhersla á vaxtarplan til næstu tíu ára. „Markmið stefnunnar er að fj0lga vel launuðum störfum um land allt og styðja við hagvöxt í jafnvægi við samfélag, umhverfi og innviði,“ segir meðal annars í drögunum. Vöxtur og verðmætasköpun verði drifin áfram af auknum útflutningi og stefnan byggi á styrkleikum Íslands þar sem auðlindagreinar og hugverkaiðnaður verði áfram í lykilhlutverki. Einnig verði lögð áhersla á árangur í loftslagsmálum svo fátt eitt sé nefnt. „Framtíðarsýn SA er samfélag hagsældar og tækifæra. Og við skulum muna það að við búum við einhver bestu lífskjör í heiminum mælt á fjölmarga mælikvarða. En undirstaða þessarar velferðar er auðvitað verðmætasköpun og okkar hlutverk er fyrst og fremst að styðja íslenskt atvinnulíf til aukinnar verðmætasköpunar og jákvæðra áhrifa á samfélagið allt og við gerum það með fjölbreyttum hætti,“ segir Sigríður. „Þannig að við munum náttúrlega taka þátt í þessari vinnu núna í samvinnu við auðvitað önnur hagsmunasamtök og okkar félagsmenn af því að það er ákall eftir því að það sé fyrirsjáanleiki og það sé langtímastefna sem hægt sé að horfa til.“
Atvinnurekendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira