Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 16:19 Ákvörðun öryggisráðs Ísraels og stefna Netanjahú-stjórnarinnar hefur vakið hörð viðbrögð, bæði innanland og utan. AP/Ariel Schalit Öryggisráð Ísrael hefur ákveðið að taka yfir Gasa-borg en ákvörðunin er umdeild í Ísrael. Hún þykir til marks um enn frekari stigmögnun átaka á svæðinu að sögn alþjóðastjórnmálafræðings. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að til stæði að hernema allt Gasasvæðið í einhverja mánuði. Ákvörðunina um að taka aðeins yfir Gasa-borg, að minnsta kosti í bili, má mögulega rekja til ósættis milli stjórnvalda og hersins um þær fyrirætlanir Netanjahú að taka yfir allt Gasasvæðið. Ákvörðunin er umdeild. Hundruðir mótmælenda söfnuðust saman við skrifstofu forsætisráðherrans í gær til að mótmæla og krefjast þess að stjórnvöld berjist fyrir frelsi þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur fordæmt ákvörðunina og yfirmaður hjá hernum er sagður hafa varað við því að hernám Gasa myndi steypa Ísrael í "svarthol" skæruátaka og mannúðarkrísu. Áformin verið í farvatninu Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir „Þetta er náttúrlega stigmögnun á því sem er búið að vera í gangi, og er verið að bæta við og ýta undir að Ísrael sé að taka yfir Gasasvæðið aftur og taka stjórnina af Hamas í rauninni. Þetta er eitthvað sem við erum búin að sjá á leiðinni að gerast, það er búið að tala um þetta lengi og nú er þetta í rauninni komið í gegn. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins, hjá mögum en ekki öllum kannski, harkaleg. En nú þurfum við bara að sjá hvernig þetta kemur til með að þróast á næstu vikum og mánuðum,“ segir Svanhildur. Vanmáttur alþjóðakerfisins ekki nýr af nálinni Ákvörðunin er umdeild bæði innan Ísrael og utan. Vanmáttur alþjóðakerfisins til að hafa áhrif á stöðuna er ekki nýr af nálinni að sögn Svanhildar. Alþjóðleg samstaða hafi ekki verið til staðar hvað varðar málefni Ísraels og Palestínu áratugum saman. „Alþjóðakerfið er samráðsvettvangur ríkja og til þess að það geti virkað þá þurfa ríki að vera samstíga í því hvernig á að bregðast við og vinna samkvæmt alþjóðalögum og alþjóðlegri samstöðu. Og hún hefur ekki verið til staðar þegar kemur að málefnum Ísraels og Palestínu,“ segir Svanhildur. Stefna Netanjahú sé ekki til þess fallin að því verði breytt. „Netanjahú er harður í þessum átökum sem hafa verið í gangi undanfarin ár og það hefur haft þessi áhrif. Hann er ekki vinsæll fyrir það, hvorki innanlands né utan. En meðan að hann er með þessa afstöðu og á meðan það er ekki samstaða í alþjóðasamfélaginu að taka á því, að þá er bara mjög takmarkað sem alþjóðasamfélagið getur gert.“ Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Benjamín Netanyahu forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að til stæði að hernema allt Gasasvæðið í einhverja mánuði. Ákvörðunina um að taka aðeins yfir Gasa-borg, að minnsta kosti í bili, má mögulega rekja til ósættis milli stjórnvalda og hersins um þær fyrirætlanir Netanjahú að taka yfir allt Gasasvæðið. Ákvörðunin er umdeild. Hundruðir mótmælenda söfnuðust saman við skrifstofu forsætisráðherrans í gær til að mótmæla og krefjast þess að stjórnvöld berjist fyrir frelsi þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur fordæmt ákvörðunina og yfirmaður hjá hernum er sagður hafa varað við því að hernám Gasa myndi steypa Ísrael í "svarthol" skæruátaka og mannúðarkrísu. Áformin verið í farvatninu Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir „Þetta er náttúrlega stigmögnun á því sem er búið að vera í gangi, og er verið að bæta við og ýta undir að Ísrael sé að taka yfir Gasasvæðið aftur og taka stjórnina af Hamas í rauninni. Þetta er eitthvað sem við erum búin að sjá á leiðinni að gerast, það er búið að tala um þetta lengi og nú er þetta í rauninni komið í gegn. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins, hjá mögum en ekki öllum kannski, harkaleg. En nú þurfum við bara að sjá hvernig þetta kemur til með að þróast á næstu vikum og mánuðum,“ segir Svanhildur. Vanmáttur alþjóðakerfisins ekki nýr af nálinni Ákvörðunin er umdeild bæði innan Ísrael og utan. Vanmáttur alþjóðakerfisins til að hafa áhrif á stöðuna er ekki nýr af nálinni að sögn Svanhildar. Alþjóðleg samstaða hafi ekki verið til staðar hvað varðar málefni Ísraels og Palestínu áratugum saman. „Alþjóðakerfið er samráðsvettvangur ríkja og til þess að það geti virkað þá þurfa ríki að vera samstíga í því hvernig á að bregðast við og vinna samkvæmt alþjóðalögum og alþjóðlegri samstöðu. Og hún hefur ekki verið til staðar þegar kemur að málefnum Ísraels og Palestínu,“ segir Svanhildur. Stefna Netanjahú sé ekki til þess fallin að því verði breytt. „Netanjahú er harður í þessum átökum sem hafa verið í gangi undanfarin ár og það hefur haft þessi áhrif. Hann er ekki vinsæll fyrir það, hvorki innanlands né utan. En meðan að hann er með þessa afstöðu og á meðan það er ekki samstaða í alþjóðasamfélaginu að taka á því, að þá er bara mjög takmarkað sem alþjóðasamfélagið getur gert.“
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira