Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2025 10:48 Halastjarnan 3I/ATLAS séð gegnum linsur Hubble geimsjónaukans. Verið er að beina fleiri sjónaukum, eins og James Webb, að halastjörnunni til að fá frekari upplýsingar um hana. Þessi mynd var tekin 21. júlí þegar halastjarnan var í um 450 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni. AP/NASA/ESA Geimvísindamenn notuðu á dögunum Hubble geimsjónaukann til að taka skýrustu myndina hingað til af halastjörnunni 3I/Atlas sem er nú að heimsækja sólkerfi okkar. Halastjarnan á uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins og er einungis þriðji gesturinn sem við vitum af. Halastjarnan, sem sást fyrst þann 1. júlí, þeysist um á rúmlega tvö hundruð þúsund kílómetra hraða á klukkustund en hún er ekki talin ógna jörðinni. Þá hefur ekki tekist að reikna út hvaðan hún kemur upprunalega. Hraðinn þykir til marks um að halastjarnan hafi verið á ferð um Vetrarbrautina um langt skeið. Mögulega í milljarða ára. Í hvert sinn sem hún hefur farið fram hjá nýrri stjörnu eða stjörnuþokum hefur 3I/Atlas aukið hraða sinn. Sjá einnig: Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Nýju myndirnar hafa gert vísindamönnum auðveldar að áætla stærð halastjörnunnar, samkvæmt grein á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA). Ískjarni halastjörnunnar er ekki sýnilegur enn á myndum en talið er að hann sé allt að 5,6 kílómetrar í þvermál en ekki minni en 320 metrar. Talið er að halastjarnan muni fara næst jörðinni þann 19. desember og vera þá í um 270 milljón kílómetra fjarlægð. Þann 2. október verður halastjarnan í um þrjátíu milljón kílómetra fjarlægð frá Mars. Skýringarmynd af sporbraut 3I/ATLAS í gegnum sólkerfið. Halastjarnan er upprunnin í öðru sólkerfi.NASA/JPL-Caltech/AP Verið er að beina öðrum sjónaukum, eins og James Webb og TESS að halastjörnunni og er búist við því að hægt verði að svara fleiri spurningum um hana eftir það. Einn vísindamannanna sem vinnur við Hubble segir gífurlega erfitt að áætla hvaðan halastjarnan kemur upprunalega. „Þetta er eins og að sjá glitta í byssukúlu einn þúsundasta hluta úr sekúndu. Þú getur ekki reiknað út með neinni nákvæmni hvaðan hún kemur,“ segir David Jewitt. Halastjarna eða vopn Halastjarnan hefur verið mikið milli tannanna á fólki frá því hún uppgötvaðist fyrst og sérstaklega eftir útgáfu umdeildrar greinar þar sem fjallað var um hvort að halastjarnan gæti mögulega verið dulbúið geimskip eða vopn. Þar er halastjarnan sett í samhengi við Fermi þversögnina svokölluðu og hina mögulegu lausn á þversögninni sem ber heitið „Dimmi skógurinn“. Fermi þversögnin er hugarfóstur ítalska eðlisfræðingsins Enrico Fermi, sem hann varpaði fram árið 1950. Í eins einföldu og stuttu máli og hægt er að útskýra þversögnina snýst hún um það að alheimurinn er margra milljarða ára gamall og inniheldur aragrúa stjarna og reikistjarna sem gætu hýst líf. Vetrarbrautin er um tíu milljarða ára gömul og um hundrað þúsund ljósár í þvermál. Fermi sagði að tölfræðilega séð ætti alheimurinn að iða af lífi, ef það væri yfir höfuð mögulegt. Einhverjar geimverur hefðu átt að hafa haft nægan tíma til að dreifa sér um Vetrarbrautina og við ættum að sjá einhver ummerki um slíkt þegar við horfum til stjarnanna. Fermi vildi vita af hverju svo væri ekki. Þetta sagði eðlisfræðingurinn benda til þess að einhvers staðar væri þröskuldur sem lífverur alheimsins ættu erfitt að komast yfir. Til dæmis gæti viti bornar lífverur verið einstaklega sjaldgæft fyrirbæri eða þröskuldurinn gæti þess í stað verið að ferðalag milli sólkerfa sé gífurlega erfitt eða jafnvel ómögulegt. Ein af mögulegum lausnum á þversögn Fermi kallast „Dimmi skógurinn“. Sú lausn gengur út á að mögulega sé stórhættulegt að leita að öðrum lífverum og siðmenningu í geimnum. Að geimverur óttist aðrar geimverur og þess vegna sendi þær engin skilaboð út í geiminn og forðist að gera sig sýnilegar, af ótta við að vera grandað af öðrum geimverum. Áhugasamir geta kynnt sér þversögn Fermi og „Dimma skóginn“ betur með því að horfa á meðfylgjandi myndband frá Kurzgesagt. Þessi áðurnefnda grein um að 3I/Atlas fjallar að hluta til um að halastjarnan gæti verið dulbúið vopn Greinin hefur verið harðlega gagnrýnd en höfundar hennar taka þó fram að þeir séu ekki endilega allir á þeim nótum að halastjarnan sé raunverulega vopn, heldur sé greinin að hluta til skemmtileg hugarleikfimi. Geimurinn Vísindi Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Halastjarnan, sem sást fyrst þann 1. júlí, þeysist um á rúmlega tvö hundruð þúsund kílómetra hraða á klukkustund en hún er ekki talin ógna jörðinni. Þá hefur ekki tekist að reikna út hvaðan hún kemur upprunalega. Hraðinn þykir til marks um að halastjarnan hafi verið á ferð um Vetrarbrautina um langt skeið. Mögulega í milljarða ára. Í hvert sinn sem hún hefur farið fram hjá nýrri stjörnu eða stjörnuþokum hefur 3I/Atlas aukið hraða sinn. Sjá einnig: Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Nýju myndirnar hafa gert vísindamönnum auðveldar að áætla stærð halastjörnunnar, samkvæmt grein á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA). Ískjarni halastjörnunnar er ekki sýnilegur enn á myndum en talið er að hann sé allt að 5,6 kílómetrar í þvermál en ekki minni en 320 metrar. Talið er að halastjarnan muni fara næst jörðinni þann 19. desember og vera þá í um 270 milljón kílómetra fjarlægð. Þann 2. október verður halastjarnan í um þrjátíu milljón kílómetra fjarlægð frá Mars. Skýringarmynd af sporbraut 3I/ATLAS í gegnum sólkerfið. Halastjarnan er upprunnin í öðru sólkerfi.NASA/JPL-Caltech/AP Verið er að beina öðrum sjónaukum, eins og James Webb og TESS að halastjörnunni og er búist við því að hægt verði að svara fleiri spurningum um hana eftir það. Einn vísindamannanna sem vinnur við Hubble segir gífurlega erfitt að áætla hvaðan halastjarnan kemur upprunalega. „Þetta er eins og að sjá glitta í byssukúlu einn þúsundasta hluta úr sekúndu. Þú getur ekki reiknað út með neinni nákvæmni hvaðan hún kemur,“ segir David Jewitt. Halastjarna eða vopn Halastjarnan hefur verið mikið milli tannanna á fólki frá því hún uppgötvaðist fyrst og sérstaklega eftir útgáfu umdeildrar greinar þar sem fjallað var um hvort að halastjarnan gæti mögulega verið dulbúið geimskip eða vopn. Þar er halastjarnan sett í samhengi við Fermi þversögnina svokölluðu og hina mögulegu lausn á þversögninni sem ber heitið „Dimmi skógurinn“. Fermi þversögnin er hugarfóstur ítalska eðlisfræðingsins Enrico Fermi, sem hann varpaði fram árið 1950. Í eins einföldu og stuttu máli og hægt er að útskýra þversögnina snýst hún um það að alheimurinn er margra milljarða ára gamall og inniheldur aragrúa stjarna og reikistjarna sem gætu hýst líf. Vetrarbrautin er um tíu milljarða ára gömul og um hundrað þúsund ljósár í þvermál. Fermi sagði að tölfræðilega séð ætti alheimurinn að iða af lífi, ef það væri yfir höfuð mögulegt. Einhverjar geimverur hefðu átt að hafa haft nægan tíma til að dreifa sér um Vetrarbrautina og við ættum að sjá einhver ummerki um slíkt þegar við horfum til stjarnanna. Fermi vildi vita af hverju svo væri ekki. Þetta sagði eðlisfræðingurinn benda til þess að einhvers staðar væri þröskuldur sem lífverur alheimsins ættu erfitt að komast yfir. Til dæmis gæti viti bornar lífverur verið einstaklega sjaldgæft fyrirbæri eða þröskuldurinn gæti þess í stað verið að ferðalag milli sólkerfa sé gífurlega erfitt eða jafnvel ómögulegt. Ein af mögulegum lausnum á þversögn Fermi kallast „Dimmi skógurinn“. Sú lausn gengur út á að mögulega sé stórhættulegt að leita að öðrum lífverum og siðmenningu í geimnum. Að geimverur óttist aðrar geimverur og þess vegna sendi þær engin skilaboð út í geiminn og forðist að gera sig sýnilegar, af ótta við að vera grandað af öðrum geimverum. Áhugasamir geta kynnt sér þversögn Fermi og „Dimma skóginn“ betur með því að horfa á meðfylgjandi myndband frá Kurzgesagt. Þessi áðurnefnda grein um að 3I/Atlas fjallar að hluta til um að halastjarnan gæti verið dulbúið vopn Greinin hefur verið harðlega gagnrýnd en höfundar hennar taka þó fram að þeir séu ekki endilega allir á þeim nótum að halastjarnan sé raunverulega vopn, heldur sé greinin að hluta til skemmtileg hugarleikfimi.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira