Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 19:13 Vísir/Samsett Hið svokallaða fyrsta bankarán á Íslandi árið 1975 sem fjallað var um í dag vegna þess að ræninginn gaf sig fram við lögregluna á liðnu sumri, reynist ekki vera fyrsta bankarán landsins. Hið raunverulega fyrsta bankarán landsins gæti hafa verið framið í nóvember ársins 1972 af óprúttnum tíu ára húsvarðarsyni. Húsvarðarsonurinn og tveir félagar hans á aldrinum tíu til þrettán ára brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu á Borgarnesi og höfðu á brott 25 þúsund króna virði af ólögleglum 25 króna seðlum. Það jafngildir tæpum 300 þúsund krónum í dag. Snjáð bankaránsþýfi í snjónum Ellý Hauksdóttir, uppalinn Borgfirðingur, var tíu ára þegar umrætt rán var framið og þekkti sökudólganna. Ekki nóg með það heldur á hún enn hluta þýfisins. Hún segist hafa verið að leika sér í snjónum við Héríhöllina frægu þegar hún rak augun í snjáða 25 króna seðil í snjónum. Eftir að hafa kembt svæðið fann hún nokkra til viðbótar. Héríhöllin fræga í miðbæ Borgarness.Héraðsskjalasafn Borgfirðinga Samkvæmt fréttabúti sem birtist í Morgunblaðinu þann sextánda nóvember 1972 var komist upp um þrjá pilta, á aldrinum tíu til þrettán ára, sem brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi og stálu ólöglegum 25 króna seðlum að andvirði 25 þúsunda króna. Seðlarnir höfðu verið teknir úr umferð og að því er Ellý segir höfðu piltarnir auðvelt aðgengi að þeim. Höfuðpaur piltanna hafi nefnilega verið sonur húsvarðar sparisjóðsins og hefði haft af föður sínum lyklakippuna á meðan hann svaf. Eitt kvöldið tóku piltarnir sig saman og brutust inn í kjallarann þar sem þeir vissu að þýfið biði þeirra. Eftir að hafa komist undan með þýfið, þó nokkrir seðlar hefðu orðið eftir í snjónum á flóttanum, deildu þeir því með jafnöldrum sínum. Reyndi að kaupa sér helling af nammi og kom upp um sig „Þeir bara þrömmuðu þarna inn í banka og náðu sér í 25 þúsund krónur. virði. Sem er alveg slatti fyrir 10-13 ára stráka,“ segir Ellý en nánar tiltekið nemur það 295.919 krónum í dag. „Þeir fóru með peningana og krumpuðu þá og gerðu þá skítuga. Svo notuðu þeir þá. Svo gáfu þeir vinum sínum og þá var einhver sem hafði þá bara slétta. Hann fór í sjoppuna og keypti sér fullt af nammi í bensínstöðinni. Hann fór þangað og ætlaði að kaupa sér fullt af nammi en þá kveikti afgreiðslumaðurinn á því hvað var í gangi,“ segir hún. Þar með var úti um ævintýri þessa ungu drengja en afleiðingarnar urðu ekki alvarlegri en þær en að fá strangt tiltal frá húsverði Sparisjóðs Mýrasýslu, að því er Ellý man. Enn í dag geymir hún seðlana sem hún fann í snjónum þennan sögulega dag. Hún hefur raðað þeim í númeraröð í frímerkjabók. Hún segist vona að Sparisjóður Mýrasýslu fari ekki að gera tilkall til þeirra og því hefur það líklega verið léttir þegar félagið var afskráð árið 2011. Ert þú, kæri lesandi, einn þeirra sem stóð að eða naut góðs af þessu fyrsta bankaráni Íslandssögunnar? Eða ertu jafnvel sá sem rændi Útvegsbankann þremur árum seinna og sá að sér? Langar þig að segja þína hlið sögunnar? Hafðu samband við okkur á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Borgarbyggð Einu sinni var... Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Húsvarðarsonurinn og tveir félagar hans á aldrinum tíu til þrettán ára brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu á Borgarnesi og höfðu á brott 25 þúsund króna virði af ólögleglum 25 króna seðlum. Það jafngildir tæpum 300 þúsund krónum í dag. Snjáð bankaránsþýfi í snjónum Ellý Hauksdóttir, uppalinn Borgfirðingur, var tíu ára þegar umrætt rán var framið og þekkti sökudólganna. Ekki nóg með það heldur á hún enn hluta þýfisins. Hún segist hafa verið að leika sér í snjónum við Héríhöllina frægu þegar hún rak augun í snjáða 25 króna seðil í snjónum. Eftir að hafa kembt svæðið fann hún nokkra til viðbótar. Héríhöllin fræga í miðbæ Borgarness.Héraðsskjalasafn Borgfirðinga Samkvæmt fréttabúti sem birtist í Morgunblaðinu þann sextánda nóvember 1972 var komist upp um þrjá pilta, á aldrinum tíu til þrettán ára, sem brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi og stálu ólöglegum 25 króna seðlum að andvirði 25 þúsunda króna. Seðlarnir höfðu verið teknir úr umferð og að því er Ellý segir höfðu piltarnir auðvelt aðgengi að þeim. Höfuðpaur piltanna hafi nefnilega verið sonur húsvarðar sparisjóðsins og hefði haft af föður sínum lyklakippuna á meðan hann svaf. Eitt kvöldið tóku piltarnir sig saman og brutust inn í kjallarann þar sem þeir vissu að þýfið biði þeirra. Eftir að hafa komist undan með þýfið, þó nokkrir seðlar hefðu orðið eftir í snjónum á flóttanum, deildu þeir því með jafnöldrum sínum. Reyndi að kaupa sér helling af nammi og kom upp um sig „Þeir bara þrömmuðu þarna inn í banka og náðu sér í 25 þúsund krónur. virði. Sem er alveg slatti fyrir 10-13 ára stráka,“ segir Ellý en nánar tiltekið nemur það 295.919 krónum í dag. „Þeir fóru með peningana og krumpuðu þá og gerðu þá skítuga. Svo notuðu þeir þá. Svo gáfu þeir vinum sínum og þá var einhver sem hafði þá bara slétta. Hann fór í sjoppuna og keypti sér fullt af nammi í bensínstöðinni. Hann fór þangað og ætlaði að kaupa sér fullt af nammi en þá kveikti afgreiðslumaðurinn á því hvað var í gangi,“ segir hún. Þar með var úti um ævintýri þessa ungu drengja en afleiðingarnar urðu ekki alvarlegri en þær en að fá strangt tiltal frá húsverði Sparisjóðs Mýrasýslu, að því er Ellý man. Enn í dag geymir hún seðlana sem hún fann í snjónum þennan sögulega dag. Hún hefur raðað þeim í númeraröð í frímerkjabók. Hún segist vona að Sparisjóður Mýrasýslu fari ekki að gera tilkall til þeirra og því hefur það líklega verið léttir þegar félagið var afskráð árið 2011. Ert þú, kæri lesandi, einn þeirra sem stóð að eða naut góðs af þessu fyrsta bankaráni Íslandssögunnar? Eða ertu jafnvel sá sem rændi Útvegsbankann þremur árum seinna og sá að sér? Langar þig að segja þína hlið sögunnar? Hafðu samband við okkur á ritstjorn@visir.is.
Ert þú, kæri lesandi, einn þeirra sem stóð að eða naut góðs af þessu fyrsta bankaráni Íslandssögunnar? Eða ertu jafnvel sá sem rændi Útvegsbankann þremur árum seinna og sá að sér? Langar þig að segja þína hlið sögunnar? Hafðu samband við okkur á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Borgarbyggð Einu sinni var... Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira