Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Atli Ísleifsson skrifar 7. ágúst 2025 08:55 Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, segir að brúin verði vítamínsprauta fyrir syðri hluta Ítalíu. EPA Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið grænt ljós á brúarframkvæmdir sem munu þvera Messínasund og þannig tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Brúin yrði 3,3 kílómetrar að lengd og verður ef af verður, lengsta hengibrú í heimi. Sérstök ráðherranefnd ríkisstjórnar Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá því í gær að samþykkt hafi verið að ráðast í framkvæmdina sem ráðherrarnir segja að muni verða mikil sprauta fyrir efnahagslíf Ítalíu. Fjölmargir hafa hins vegar gagnrýnt framkvæmdina og segja hana kunna hafa slæm áhrif auk þess að kostnaðurinn sé allt of mikill. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Umræður um að tengja Sikiley og meginland Ítalíu með brú hafa staðið svo áratugum skiptir, en ráðherranefndin áætlar nú að framkvæmdum skuli ljúka árið 2032. Gert er ráð fyrir að smíðuð verði hengibrú sem yrði jafnframt sú lengsta í heimi. Lengsta hengibrú í heimi er nú Canakkale-brúin í Tyrklandi, rétt rúmlega tveggja kílómetra löng. Çanakkale-brúin í Tyrklandi er nú lengsta hengibrú í heimi, alls rétt rúmlega tveir kílómetrar að lengd.Getty Meloni segir að framkvæmdin, sem yrði fjármögnuð af ríkinu, yrði vítamínsprauta fyrir suðurhluta landsins sem sé fátækari en nyrðri hluti landsins. „Þetta er ekki auðvelt verkefni en við lítum á þetta sem fjárfestingu í nútíð og framtíð Ítalíu. Okkur líkar hins vegar við erfiðar áskoranir þegar þær eru skynsamlegar.“ Andstæðingar framkvæmdanna hafa bent á að varasamt sé að smíða brú á þessu svæði þar sem jarðskjálftar séu svo tíðir. Kostnaðurinn sé sömuleiðis mikill, hætta sé á umhverfisslysum og þá sé hætta á að mafían komi til með að lauma sér inn í verktakasamninga við gerð brúarinnar. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar ganga út á að á brúnni verði tvö lestarspor og þrjár akreinar fyrir bílaumferð í hvora átt fyrir sig. Ítalía Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi Sjá meira
Sérstök ráðherranefnd ríkisstjórnar Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá því í gær að samþykkt hafi verið að ráðast í framkvæmdina sem ráðherrarnir segja að muni verða mikil sprauta fyrir efnahagslíf Ítalíu. Fjölmargir hafa hins vegar gagnrýnt framkvæmdina og segja hana kunna hafa slæm áhrif auk þess að kostnaðurinn sé allt of mikill. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Umræður um að tengja Sikiley og meginland Ítalíu með brú hafa staðið svo áratugum skiptir, en ráðherranefndin áætlar nú að framkvæmdum skuli ljúka árið 2032. Gert er ráð fyrir að smíðuð verði hengibrú sem yrði jafnframt sú lengsta í heimi. Lengsta hengibrú í heimi er nú Canakkale-brúin í Tyrklandi, rétt rúmlega tveggja kílómetra löng. Çanakkale-brúin í Tyrklandi er nú lengsta hengibrú í heimi, alls rétt rúmlega tveir kílómetrar að lengd.Getty Meloni segir að framkvæmdin, sem yrði fjármögnuð af ríkinu, yrði vítamínsprauta fyrir suðurhluta landsins sem sé fátækari en nyrðri hluti landsins. „Þetta er ekki auðvelt verkefni en við lítum á þetta sem fjárfestingu í nútíð og framtíð Ítalíu. Okkur líkar hins vegar við erfiðar áskoranir þegar þær eru skynsamlegar.“ Andstæðingar framkvæmdanna hafa bent á að varasamt sé að smíða brú á þessu svæði þar sem jarðskjálftar séu svo tíðir. Kostnaðurinn sé sömuleiðis mikill, hætta sé á umhverfisslysum og þá sé hætta á að mafían komi til með að lauma sér inn í verktakasamninga við gerð brúarinnar. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar ganga út á að á brúnni verði tvö lestarspor og þrjár akreinar fyrir bílaumferð í hvora átt fyrir sig.
Ítalía Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi Sjá meira