Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 18:57 Gil S. Epstein bauðst til að halda fyrirlesturinn endurgjaldslaust, segir Gylfi. Vísir/Samsett Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelsks hagfræðings á Þjóðminjasafninu í dag segir það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrri að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna. Mótmælendur hleyptu upp fundinum áður en hann hófst. Til stóð að Gil S. Epstein, prófessor í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, héldi fyrirlestur um áhrif gervigreindar á mismunandi starfstéttir í dag. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) sem Gylfi Zoega fer fyrir ásamt Þorsteini Sigurði Sveinssyni, hagfræðingi á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands. Gil S. Epstein hefur að sögn Gylfa getið sér gott orð sem hagfræðingur og birt tugi fræðigreina, einkum á sviði rannsókna á búferlaflutningum. Hann er einn ritstjóra Journal og Population Economics og er félagi í IZA-stofnuninni í Bonn í Þýskalandi. Umræða um fyrirlesturinn hófst í gær og settu starfsmenn háskólans og aðrir spurningarmerki við komu Epstein. Ingólfur Gíslason aðjúnkt við menntavísindasvið benti meðal annars á skýrslu sem unnin var við Erasmus-háskóla í Rotterdam þar sem fram kemur að fræðimenn við Bar-Ilan-háskóla stundi meðal annars rannsóknir á sviði hergagna fyrir ísraelska herinn. Í skýrslunni er það raunar metið sem svo að samstarf háskólans við hernaðaryfirvöld í Ísrael jafngildi beinni þátttöku í mannréttindabrotum. Gylfi segir í samtali við fréttastofu að hann hafi rætt við Epstein sem hafi fullvissað hann um að hann hefði engin tengsl við Ísraelsher eða leyniþjónustu en hefði verið sviðsforseti sem margar deildir og stofnanir innan háskólans heyrðu undir. Tengsl hans við stjórnvöld felist í setu í ráðgjafaráði um gervigreind. „Það var mat skipuleggjanda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna sem eru alls óskyldar stjórnmálum og styrjöldum svo fremi sem ekki sé sýnt fram á ábyrgð þeirra á óhæfuverkum,“ segir hann svo í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. Gylfi segist hafa reynt að koma því á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og beðið Epstein um að hundsa spurningar sem beindust að ódæðum Ísraels á Gasasvæðinu en að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði vegna mótmælanna. Fundinum var því aflýst í raun áður en hann hófst Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Háskólar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Til stóð að Gil S. Epstein, prófessor í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, héldi fyrirlestur um áhrif gervigreindar á mismunandi starfstéttir í dag. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) sem Gylfi Zoega fer fyrir ásamt Þorsteini Sigurði Sveinssyni, hagfræðingi á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands. Gil S. Epstein hefur að sögn Gylfa getið sér gott orð sem hagfræðingur og birt tugi fræðigreina, einkum á sviði rannsókna á búferlaflutningum. Hann er einn ritstjóra Journal og Population Economics og er félagi í IZA-stofnuninni í Bonn í Þýskalandi. Umræða um fyrirlesturinn hófst í gær og settu starfsmenn háskólans og aðrir spurningarmerki við komu Epstein. Ingólfur Gíslason aðjúnkt við menntavísindasvið benti meðal annars á skýrslu sem unnin var við Erasmus-háskóla í Rotterdam þar sem fram kemur að fræðimenn við Bar-Ilan-háskóla stundi meðal annars rannsóknir á sviði hergagna fyrir ísraelska herinn. Í skýrslunni er það raunar metið sem svo að samstarf háskólans við hernaðaryfirvöld í Ísrael jafngildi beinni þátttöku í mannréttindabrotum. Gylfi segir í samtali við fréttastofu að hann hafi rætt við Epstein sem hafi fullvissað hann um að hann hefði engin tengsl við Ísraelsher eða leyniþjónustu en hefði verið sviðsforseti sem margar deildir og stofnanir innan háskólans heyrðu undir. Tengsl hans við stjórnvöld felist í setu í ráðgjafaráði um gervigreind. „Það var mat skipuleggjanda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna sem eru alls óskyldar stjórnmálum og styrjöldum svo fremi sem ekki sé sýnt fram á ábyrgð þeirra á óhæfuverkum,“ segir hann svo í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. Gylfi segist hafa reynt að koma því á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og beðið Epstein um að hundsa spurningar sem beindust að ódæðum Ísraels á Gasasvæðinu en að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði vegna mótmælanna. Fundinum var því aflýst í raun áður en hann hófst
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Háskólar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira