Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 18:51 Kristrún Frostadóttir segir tollahækkanir Bandaríkjanna gagnvart Íslandi vonbrigði. Stjórnvöld þrýsti á um fund sem fyrst. Enn sé óljóst hvort Evrópusambandið taki upp verndartolla gagnvart Íslandi. Vísir Forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi enn ekki hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld vegna boðaðra tollahækkanna sem taka gildi á morgun. Þrýst sé á að þær hefjist sem fyrst. Hækkanirnar séu vonbrigði. Hún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort Evrópusambandið setji verndartoll á járnblendi. Hagsmunasamtök atvinnurekenda og iðnaðarins hafa lýst yfir áhyggjum af boðuðum tollahækkunum um 15 prósent á útflutning frá Íslandi til Bandaríkjanna sem taka gildi á morgun. Þá hefur stjórn Íslensk-evrópska verslunarráðsins sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja verndartolla á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Mikil vonbrigði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld meðvituð um ástandið og stundi öfluga hagsmunagæslu. „Það skiptir máli að þessar aðgerðir í Bandaríkjunum voru einhliða, þær voru teknar án fyrirvara. Þannig að við urðum eftir á að lýsa vonbrigðum okkar sem við höfum svo sannarlega gert. Það er breyttur veruleiki í alþjóðaviðskiptum. Við sjáum það í Bandaríkjunum, Asíu og Kína. Auðvitað er Evrópusambandið að vernda sig í ákveðnum geirum. En það eru skiptar skoðanir um málið meðal landa Evrópusambandsins. Þannig að við erum að fóta okkur í nýjum heimi. Lykilatriðið er að hafa stjórn á því sem við höfum stjórn á, sem er öflug íslensk hagsmunagæsla,“ segir Kristrún. Gríðarlegir hagsmunir Um er að ræða gríðarlega mikla hagsmuni. Til að mynda nemur vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag alls tæplega 430 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Til samanburðar er kostnaður við byggingu nýs Landspítala áætlaður um 211 milljarða króna. Lyf, lækningavörur og þjónusta verða þó enn sem komið er undanþegin tollum. Engin fundir enn sem komið er Stjórnvöld kölluðu eftir samtali um hækkunina við bandarísk yfirvöld þegar hún var tilkynnt um mánaðamótin. Kristrún segir að enn sem komið er hafi slíkur fundur ekki verið boðaður. „Það liggur fyrir að viðræðurnar eru enn ekki hafnar en við erum enn að þrýsta á um að þær hefjist sem fyrst,“ segir Kristrún. Hún segir í mörg horn að líta í komandi viðræðum. „Þessar viðræður verða ekki teknar á nokkrum dögum eða einni viku,“ segir Kristrún. Óljóst hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla Kristrún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla gagnvart Íslandi. Viðtalið í heild: „Það er ekki búið að ljúka viðræðum við Evrópusambandið vegna þessa máls. Það er afar mikilvægt að halda því til haga. Ég hef átt í beinum samskiptum við forsætisráðherra Noregs um málið og við höfum beitt okkur í sameiningu,“ segir Kristrún. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hagsmunasamtök atvinnurekenda og iðnaðarins hafa lýst yfir áhyggjum af boðuðum tollahækkunum um 15 prósent á útflutning frá Íslandi til Bandaríkjanna sem taka gildi á morgun. Þá hefur stjórn Íslensk-evrópska verslunarráðsins sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja verndartolla á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Mikil vonbrigði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld meðvituð um ástandið og stundi öfluga hagsmunagæslu. „Það skiptir máli að þessar aðgerðir í Bandaríkjunum voru einhliða, þær voru teknar án fyrirvara. Þannig að við urðum eftir á að lýsa vonbrigðum okkar sem við höfum svo sannarlega gert. Það er breyttur veruleiki í alþjóðaviðskiptum. Við sjáum það í Bandaríkjunum, Asíu og Kína. Auðvitað er Evrópusambandið að vernda sig í ákveðnum geirum. En það eru skiptar skoðanir um málið meðal landa Evrópusambandsins. Þannig að við erum að fóta okkur í nýjum heimi. Lykilatriðið er að hafa stjórn á því sem við höfum stjórn á, sem er öflug íslensk hagsmunagæsla,“ segir Kristrún. Gríðarlegir hagsmunir Um er að ræða gríðarlega mikla hagsmuni. Til að mynda nemur vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag alls tæplega 430 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Til samanburðar er kostnaður við byggingu nýs Landspítala áætlaður um 211 milljarða króna. Lyf, lækningavörur og þjónusta verða þó enn sem komið er undanþegin tollum. Engin fundir enn sem komið er Stjórnvöld kölluðu eftir samtali um hækkunina við bandarísk yfirvöld þegar hún var tilkynnt um mánaðamótin. Kristrún segir að enn sem komið er hafi slíkur fundur ekki verið boðaður. „Það liggur fyrir að viðræðurnar eru enn ekki hafnar en við erum enn að þrýsta á um að þær hefjist sem fyrst,“ segir Kristrún. Hún segir í mörg horn að líta í komandi viðræðum. „Þessar viðræður verða ekki teknar á nokkrum dögum eða einni viku,“ segir Kristrún. Óljóst hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla Kristrún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla gagnvart Íslandi. Viðtalið í heild: „Það er ekki búið að ljúka viðræðum við Evrópusambandið vegna þessa máls. Það er afar mikilvægt að halda því til haga. Ég hef átt í beinum samskiptum við forsætisráðherra Noregs um málið og við höfum beitt okkur í sameiningu,“ segir Kristrún.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira