Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Atli Ísleifsson skrifar 6. ágúst 2025 08:53 Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku þann 25. júli í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi. Vísir/Vilhelm Bráðabirgðaniðurstöður nýrra mælinga Hafrannsóknastofnunar sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi sé sá minnsti sem mælst hefur síðan leiðangur var fyrst farinn sumarið 2010. Einungis veiddist makríll austur af landinu. Frá þessu segir á vef stofnunarinnar en rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi þann 25. júli. Í leiðangrinum veiddist makríll á þrettán af 46 yfirborðstogstöðvum sem allar voru á austanverðu svæðinu. Aflinn var lítill eða var frá hálfu kílói til 23 kílóa. „Heildarafli makríls í leiðangrinum var einungis 97 kg eða 164 fiskar. Makríllinn var stór með meðallengd 40 cm og meðalþyngd 590 grömm,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar. 26 dagar Um leiðangurinn segir að í þessum 26 daga leiðangri Árna kringum Ísland og Jan Mayen hafi verið teknar 56 togstöðvar, þar af 46 staðlaðar og fyrirfram ákveðnar yfirborðstogstöðvar, og sigldar um 5000 sjómílur eða ríflega 9 þúsund kílómetra. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. „Líkt og undanfarin ár tóku skip frá Noregi, Færeyjum og Danmörku þátt í leiðangrinum. Gögn frá skipunum fimm verða tekin saman og greind upp úr miðjum ágúst og niðurstöður kynntar undir lok ágúst. Bráðabirgðaniðurstöður íslenska hlutans liggja hinsvegar fyrir. Þéttleiki makríls við landið sá minnsti sem mælst hefur. Makríll í Keflavíkurhöfn.Vísir/Arnar Minnsti þéttlæki makríls síðan 2010 Bráðbirgðaniðurstöður mælinga sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi er sá minnsti sem mælst hefur síðan leiðangurinn var fyrst farinn sumarið 2010. Makríll veiddist á 13 af 46 yfirborðstogstöðvum sem allar voru á austanverðu svæðinu (mynd 1, efst). Aflinn var lítill eða var frá 0,5 kg til 23 kg. Heildarafli makríls í leiðangrinum var einungis 97 kg eða 164 fiskar. Makríllinn var stór með meðallengd 40 cm og meðalþyngd 590 g. Síld mældist umhverfis landið Líkt og undanfarin ár var norsk-íslenska vorgotssíld að finna á mörgum togstöðvum fyrir norðan og austan landið. Þá fékkst íslensk sumargotssíld á landgrunninu fyrir sunnan og vestan landið líkt og jafnan (mynd 1, miðja, sjá neðst). Mikið af kolmunna Kolmunni mældist við landgrunnsbrúnina austan, sunnan og vestan við landið í meiri þéttleika en síðustu sumur. Þá fékkst kolmunni í 8 yfirborðstogstöðvum fyrir austan og sunnan landið sem er óvengjulegt (mynd 1, neðst). Meðalstærð kolmunna var 23 cm og 84 g. Loðna á stóru svæði fyrir norðan land Loðna fannst á átta togstöðvum, þarf af voru sjö yfirborðstogstöðvar, fyrir norðan landið og fyri sunnan Jan Mayen (mynd 1, neðst). Stærð loðnunnar var frá 9 cm til 19 cm og að meðaltali var loðnan 16 cm og vóg 20 g. Það er sjaldgæft að fá loðnu á eins stóru svæði í leiðangrinum þó það hafi gerst áður að loðna hafi fengist á 1-3 togstöð í Grænlandssundi. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að hitastig í yfirborðslagi sjávar var hærri en sumarið 2024 allt umhverfis landið. Veðrið var einstaklega lygnt í leiðangrinum. Það er líklegt að þetta hafi valdið því að yfirborðslagið hélst stöðugt í langan tíma, sem gefur sólinni tækifæri til að hita það,“ segir í tilkynningunni. Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Frá þessu segir á vef stofnunarinnar en rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi þann 25. júli. Í leiðangrinum veiddist makríll á þrettán af 46 yfirborðstogstöðvum sem allar voru á austanverðu svæðinu. Aflinn var lítill eða var frá hálfu kílói til 23 kílóa. „Heildarafli makríls í leiðangrinum var einungis 97 kg eða 164 fiskar. Makríllinn var stór með meðallengd 40 cm og meðalþyngd 590 grömm,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar. 26 dagar Um leiðangurinn segir að í þessum 26 daga leiðangri Árna kringum Ísland og Jan Mayen hafi verið teknar 56 togstöðvar, þar af 46 staðlaðar og fyrirfram ákveðnar yfirborðstogstöðvar, og sigldar um 5000 sjómílur eða ríflega 9 þúsund kílómetra. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. „Líkt og undanfarin ár tóku skip frá Noregi, Færeyjum og Danmörku þátt í leiðangrinum. Gögn frá skipunum fimm verða tekin saman og greind upp úr miðjum ágúst og niðurstöður kynntar undir lok ágúst. Bráðabirgðaniðurstöður íslenska hlutans liggja hinsvegar fyrir. Þéttleiki makríls við landið sá minnsti sem mælst hefur. Makríll í Keflavíkurhöfn.Vísir/Arnar Minnsti þéttlæki makríls síðan 2010 Bráðbirgðaniðurstöður mælinga sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi er sá minnsti sem mælst hefur síðan leiðangurinn var fyrst farinn sumarið 2010. Makríll veiddist á 13 af 46 yfirborðstogstöðvum sem allar voru á austanverðu svæðinu (mynd 1, efst). Aflinn var lítill eða var frá 0,5 kg til 23 kg. Heildarafli makríls í leiðangrinum var einungis 97 kg eða 164 fiskar. Makríllinn var stór með meðallengd 40 cm og meðalþyngd 590 g. Síld mældist umhverfis landið Líkt og undanfarin ár var norsk-íslenska vorgotssíld að finna á mörgum togstöðvum fyrir norðan og austan landið. Þá fékkst íslensk sumargotssíld á landgrunninu fyrir sunnan og vestan landið líkt og jafnan (mynd 1, miðja, sjá neðst). Mikið af kolmunna Kolmunni mældist við landgrunnsbrúnina austan, sunnan og vestan við landið í meiri þéttleika en síðustu sumur. Þá fékkst kolmunni í 8 yfirborðstogstöðvum fyrir austan og sunnan landið sem er óvengjulegt (mynd 1, neðst). Meðalstærð kolmunna var 23 cm og 84 g. Loðna á stóru svæði fyrir norðan land Loðna fannst á átta togstöðvum, þarf af voru sjö yfirborðstogstöðvar, fyrir norðan landið og fyri sunnan Jan Mayen (mynd 1, neðst). Stærð loðnunnar var frá 9 cm til 19 cm og að meðaltali var loðnan 16 cm og vóg 20 g. Það er sjaldgæft að fá loðnu á eins stóru svæði í leiðangrinum þó það hafi gerst áður að loðna hafi fengist á 1-3 togstöð í Grænlandssundi. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að hitastig í yfirborðslagi sjávar var hærri en sumarið 2024 allt umhverfis landið. Veðrið var einstaklega lygnt í leiðangrinum. Það er líklegt að þetta hafi valdið því að yfirborðslagið hélst stöðugt í langan tíma, sem gefur sólinni tækifæri til að hita það,“ segir í tilkynningunni.
Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira