Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 11:51 Engin virkni sést á myndavélum. Skjáskot/Afar Allt bendir til þess að gosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni sé lokið, um tuttugu dögum eftir að það hófst. Greint var frá því í gær að gosórói hefði hríðfallið þó að enn gutlaði úr síðasta gígnum. Um er að ræða níunda gosið ofan Grindavíkur og það tólfta á Reykjanesskaganum frá því að gostímabil hófst. Í dag fóru fulltrúar Veðurstofunnar í ferð að gígnum til að taka drónamyndir af gígnum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni hefur eftir fólki á vettvangi að engin virkni hafi sést en sérfræðingar Veðurstofunnar eiga enn eftir að yfirfara myndirnar. Engin virkni sést á vefmyndavélum. Engin glóð var sjáanleg í gígnum seinnipart nætur en þó finnst enn glóandi hraun innan hraunbreiðunnar, enda taki hún nokkurn tíma að kólna. „Ég held að það hafi ekki sést nein virkni,“ segir Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur og tekur fram að allt bendi til þess að gosinu sé lokið. Sjálfstæði jarðfræðihópurinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands lýsir yfir goslokum á Facebook. Þar er bent á að hraunrennsli virðist síðustu daga hafa minnkað nokkuð stöðugt og fyrir nokkrum dögum hafi hraun hætt að leka á yfirborði út úr gígnum. Áfram mallaði þó í gígnum og hafi því nú hlaðist upp ansi myndarlegur og sýmmetrískur klepragígur. „Gosið stóð yfir í 19 daga og er því þriðja lengsta gosið í goshrinunni á eftir gosunum í mars (53 dagar) og maí (25 dagar) á síðasta ári. Rúmmál nýja hraunsins er líklega á bilinu 30-35 milljón rúmmetrar og þekur það ríflega 3,5 ferkílómetra. Hraunið rann að miklu leyti yfir hraun úr fyrri gosum en hefur þó nú gjörbreytt umhverfi Fagradals og í raun fyllt dalbotninn af hrauni, norðan við Fagradalsfjall,“ skrifar náttúruvárhópurinn. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Greint var frá því í gær að gosórói hefði hríðfallið þó að enn gutlaði úr síðasta gígnum. Um er að ræða níunda gosið ofan Grindavíkur og það tólfta á Reykjanesskaganum frá því að gostímabil hófst. Í dag fóru fulltrúar Veðurstofunnar í ferð að gígnum til að taka drónamyndir af gígnum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni hefur eftir fólki á vettvangi að engin virkni hafi sést en sérfræðingar Veðurstofunnar eiga enn eftir að yfirfara myndirnar. Engin virkni sést á vefmyndavélum. Engin glóð var sjáanleg í gígnum seinnipart nætur en þó finnst enn glóandi hraun innan hraunbreiðunnar, enda taki hún nokkurn tíma að kólna. „Ég held að það hafi ekki sést nein virkni,“ segir Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur og tekur fram að allt bendi til þess að gosinu sé lokið. Sjálfstæði jarðfræðihópurinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands lýsir yfir goslokum á Facebook. Þar er bent á að hraunrennsli virðist síðustu daga hafa minnkað nokkuð stöðugt og fyrir nokkrum dögum hafi hraun hætt að leka á yfirborði út úr gígnum. Áfram mallaði þó í gígnum og hafi því nú hlaðist upp ansi myndarlegur og sýmmetrískur klepragígur. „Gosið stóð yfir í 19 daga og er því þriðja lengsta gosið í goshrinunni á eftir gosunum í mars (53 dagar) og maí (25 dagar) á síðasta ári. Rúmmál nýja hraunsins er líklega á bilinu 30-35 milljón rúmmetrar og þekur það ríflega 3,5 ferkílómetra. Hraunið rann að miklu leyti yfir hraun úr fyrri gosum en hefur þó nú gjörbreytt umhverfi Fagradals og í raun fyllt dalbotninn af hrauni, norðan við Fagradalsfjall,“ skrifar náttúruvárhópurinn.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira