Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Agnar Már Másson skrifar 4. ágúst 2025 18:18 Sigurður Björnsson óperusöngvari var þekktur á Íslandi en einnig í Þýskalandi og Austurríki. Hann varð 93 ára. Sigurður Björnsson, tenór og einn þekktasti óperusöngvari landsins, er látinn níutíu og þriggja ára að aldri. Bergþór Pálsson barítónsöngvari greinir frá andlátinu í færslu á Facebook. Sigurður lætur eftir sig tvö börn og þrjú barnabörn. Sigurður fæddist 19. mars 1932 og ólst upp í Hafnarfirði en bjó og starfaði lengi erlendis en sín síðustu ár bjó hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann hóf tónlistarnám ungur og vakti fyrst athygli 1953, þá 21 árs, þegar hann söng einsöng með karlakórnum Fóstbræðum. Sigurður lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík fyrstur söngnema árið 1956 og fluttist þá til München í Þýskalandi þar sem hann lagði stund á söngnám. Í fríum söng hann þó á Íslandi og jafnvel á tónleikaferðalögum Fóstbræðra á Norðurlöndum. Aðeins ein hljómplata kom út í nafni Sigurðar og var það fjögurra laga jólaplata sem Íslenzkir tónar gáfu út árið 1960 og bar titilinn Jólasálmar. Þegar hann lauk námi í Þýskalandi 1962 ætlaði Sigurður að halda heim til Íslands en þá bauðst honum að ganga til liðs við ríkisóperuna í Stuttgart, sem hann þáði. Hann söng með Suttgartóperunni í hálfan áratug. Í Þýskalandi kynntist hann eiginkonu sinni, óperusöngkonunni Sieglinde Elisabeth Kahmann Björnsson (1931 - 2023), en árið 1968 fluttist hann til Kassel. Síðan fluttust hjónin til Graz í Austurríki árið 1972 þar sem þau bjuggu í þrjú ár, en þar gekk Sigurður til liðs við óperuna þar um stund. Hjónin voru svo bæði ráðin til óperunnar í München og bjuggu þar uns þau fluttust til Íslands. Öll þau rúmlega tuttugu og fimm ár sem Sigurður bjó erlendis heimsótti hann reglulega Ísland og söng meðal annars með kórum og fór með hlutverk í óperum í Þjóðleikhúsinu, þar á meðal Leðurblökunni eftir Johann Strauss. Þau hjónin fluttust til Íslands árið 1977 og þá tók Sigurður strax við stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sieglinde hóf kennslu við Söngskólann, og síðar Tónlistarskólann í Reykjavík, en kenndi einnig við tónlistarskólana í Garðabæ og Reykjanesbæ. Sigurður gerðist síðar deildarstjóri á Skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar árið 1990. Það sama ár héldu þau hjónin í tónleikaferðir til Japans, Hong Kong og Taívans. Sigurður gerðist síðan leiðsögumaður fyrir þýska ferðamenn á Íslandi árið 1992. Hjónin hættu bæði að syngja opinberlega 1997 eftir síðustu sýningu á Kátu ekkjunni á Íslandi. Sigurður sat síðar í stjórn Listahátíðar í Reykjavík og var formaður hennar um tíma. Sigurður var árið 1991 sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir störf sín að tónlistarmálum. Sigurður hefur einnig verið sæmdur Hinum austurríska heiðurskrossi fyrir vísindi og hinum þýska Verðlaunakrossi (Verdienskreuz). „Siggi og Sieglinde voru heimsborgarar, smekkvís og fáguð í framgöngu og lífskúnstinni, í hugann koma kerti, túlípanar, koníaksdreitill, Käsekuchen, allt svo smart í kringum þau,“ skrifar Bergþór Pálsson, sem er sá, er fyrr segir, sem greinir frá andlátinu. „Þau höfðu mikil áhrif á mig og mikilsvert var að hafa þessa reynslubolta sér til halds og trausts allt frá fyrstu skrefunum á sviðinu. Nú er komið að leiðarlokum og ég votta fjölskyldunni innilega samúð.“ Hjónin skilja eftir sig tvö börn, Daníel, sem er arkitekt og býr í Berlín, og Guðfinnu, sem er leiðbeinandi og býr í Svíþjóð. Barnabörn þeirra eru þrjú. Þó aðeins eina útgefna plötu sé að finna undir nafni Sigurðar má heyra söngrödd tenórsins á fjölda söngplatna, meðal annars á plötum Einsöngvarakvartettsins og Karlakórs Reykjavíkur. Hér að neðan má heyra hann syngja lagið Ég bið að heilsa ásamt Kristni Hallssyni (1926-2007) og Ólafi Vigni Albertssyni (1936-). Glatkistan: Sigurður Björnsson Andlát Tónlist Íslenska óperan Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Bergþór Pálsson barítónsöngvari greinir frá andlátinu í færslu á Facebook. Sigurður lætur eftir sig tvö börn og þrjú barnabörn. Sigurður fæddist 19. mars 1932 og ólst upp í Hafnarfirði en bjó og starfaði lengi erlendis en sín síðustu ár bjó hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann hóf tónlistarnám ungur og vakti fyrst athygli 1953, þá 21 árs, þegar hann söng einsöng með karlakórnum Fóstbræðum. Sigurður lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík fyrstur söngnema árið 1956 og fluttist þá til München í Þýskalandi þar sem hann lagði stund á söngnám. Í fríum söng hann þó á Íslandi og jafnvel á tónleikaferðalögum Fóstbræðra á Norðurlöndum. Aðeins ein hljómplata kom út í nafni Sigurðar og var það fjögurra laga jólaplata sem Íslenzkir tónar gáfu út árið 1960 og bar titilinn Jólasálmar. Þegar hann lauk námi í Þýskalandi 1962 ætlaði Sigurður að halda heim til Íslands en þá bauðst honum að ganga til liðs við ríkisóperuna í Stuttgart, sem hann þáði. Hann söng með Suttgartóperunni í hálfan áratug. Í Þýskalandi kynntist hann eiginkonu sinni, óperusöngkonunni Sieglinde Elisabeth Kahmann Björnsson (1931 - 2023), en árið 1968 fluttist hann til Kassel. Síðan fluttust hjónin til Graz í Austurríki árið 1972 þar sem þau bjuggu í þrjú ár, en þar gekk Sigurður til liðs við óperuna þar um stund. Hjónin voru svo bæði ráðin til óperunnar í München og bjuggu þar uns þau fluttust til Íslands. Öll þau rúmlega tuttugu og fimm ár sem Sigurður bjó erlendis heimsótti hann reglulega Ísland og söng meðal annars með kórum og fór með hlutverk í óperum í Þjóðleikhúsinu, þar á meðal Leðurblökunni eftir Johann Strauss. Þau hjónin fluttust til Íslands árið 1977 og þá tók Sigurður strax við stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sieglinde hóf kennslu við Söngskólann, og síðar Tónlistarskólann í Reykjavík, en kenndi einnig við tónlistarskólana í Garðabæ og Reykjanesbæ. Sigurður gerðist síðar deildarstjóri á Skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar árið 1990. Það sama ár héldu þau hjónin í tónleikaferðir til Japans, Hong Kong og Taívans. Sigurður gerðist síðan leiðsögumaður fyrir þýska ferðamenn á Íslandi árið 1992. Hjónin hættu bæði að syngja opinberlega 1997 eftir síðustu sýningu á Kátu ekkjunni á Íslandi. Sigurður sat síðar í stjórn Listahátíðar í Reykjavík og var formaður hennar um tíma. Sigurður var árið 1991 sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir störf sín að tónlistarmálum. Sigurður hefur einnig verið sæmdur Hinum austurríska heiðurskrossi fyrir vísindi og hinum þýska Verðlaunakrossi (Verdienskreuz). „Siggi og Sieglinde voru heimsborgarar, smekkvís og fáguð í framgöngu og lífskúnstinni, í hugann koma kerti, túlípanar, koníaksdreitill, Käsekuchen, allt svo smart í kringum þau,“ skrifar Bergþór Pálsson, sem er sá, er fyrr segir, sem greinir frá andlátinu. „Þau höfðu mikil áhrif á mig og mikilsvert var að hafa þessa reynslubolta sér til halds og trausts allt frá fyrstu skrefunum á sviðinu. Nú er komið að leiðarlokum og ég votta fjölskyldunni innilega samúð.“ Hjónin skilja eftir sig tvö börn, Daníel, sem er arkitekt og býr í Berlín, og Guðfinnu, sem er leiðbeinandi og býr í Svíþjóð. Barnabörn þeirra eru þrjú. Þó aðeins eina útgefna plötu sé að finna undir nafni Sigurðar má heyra söngrödd tenórsins á fjölda söngplatna, meðal annars á plötum Einsöngvarakvartettsins og Karlakórs Reykjavíkur. Hér að neðan má heyra hann syngja lagið Ég bið að heilsa ásamt Kristni Hallssyni (1926-2007) og Ólafi Vigni Albertssyni (1936-). Glatkistan: Sigurður Björnsson
Andlát Tónlist Íslenska óperan Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira