Innlent

Fimm líkams­á­rásir í Vest­manna­eyjum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Mikill fjöldi var í Vestmannaeyjum um helgina.
Mikill fjöldi var í Vestmannaeyjum um helgina. Vísir/Viktor Freyr

Lögreglunni í Vestmannaeyjum bárust tilkynningar um fimm líkamsárásir. Einn veittist að lögreglumanni og var handtekinn en viðkomandi var með kylfu og hnúajárn í fórum sínum.

Hann má búast við kæru fyrir að veitast að lögreglumanni og fyrir brot á vopnalögum. Allar líkamsárásirnar eru til rannsóknar hjá lögreglu.

Sex gista í fangageymslu lögreglu eftir nóttina en lokakvöld Þjóðhátíðar var í gærkvöldi samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Þeir handteknu eru grunaðir um ofbeldisbrot og áfengislagabrot.

Einnig komu tvö minniháttar fíknefnamál á borð lögreglu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×