Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Agnar Már Másson skrifar 2. ágúst 2025 18:02 Brennuviður á Fjósakletti bíður eftir að vera brenndur. Vísir/Viktor Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Þá var stóra danstjaldið fellt til að forða því frá foki og veitinga- og tónlistartjöldin, Hvítu tjöldin svokölluðu, í fremri hluta Herjólfsdal rýmd til að tryggja öryggi. Í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd segir að brennan verði haldin á morgun, sunnudag. Þar segir einnig að nýtt tjald hafi verið reist fyrir það sem þurfti að taka niður í gær og annað í dalnum sé tilbúið fyrir dagskrá kvöldsins. Gert er ráð fyrir skaplegra veðri það sem eftir lifir helgarinnar og Herjólfsdalur, Þjóðhátíðarnefnd, starfsfólk og viðbragðsaðilar eru tilbúin. Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Herjólfur sendi frá sér yfirlýsingu um miðjan dag þess efnis að ófært væri til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni. Því falla síðdegisferðirnar klukkan 17 frá Vestmannaeyjum og klukkan 18 frá Landeyjahöfn niður. Ákvarðanir um framhaldið verða teknar þegar nýjar spár liggja fyrir. Gestir gátu leitað skjóls fyrir veðrinu í Herjólfshöll í nótt og í dag hafa Vestmanneyingar keppst við að aðstoða gesti af fastalandinu við að leysa úr ýmsum verkefnum, eins og að þurrka fatnað og viðlegubúnað. Haft er eftir Jónasi Guðbirni Jónssynni, formanni Þjóðhátíðarnefndar að „samtakamátturinn í þessu samfélagi sé ómetanlegur“. Mestu hafi munað um átak Sigríðar Ingu Kristmannsdóttur sem kallaði eftir aðstoð í Facebook-hópnum Kvenfólk í Eyjum þar sem tugir einstaklinga buðust til að hjálpa gestum að þurrka fatnað og viðlegubúnað. Í tilkynningunni segir að lítið sem sem ekkert hafi þurft að gera í sjúkraaðstöðu fyrir hátíðargesti, og brekkan – sem oft verður illa leikin eftir miklar rigningar – sé nánast eins og ný. Þá hefur Icewear opnað verslun í dalnum þar sem gestir geta nálgast þurran fatnað. Þjóðhátíð í Eyjum Veður Vestmannaeyjar Verslunarmannahelgin Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Þá var stóra danstjaldið fellt til að forða því frá foki og veitinga- og tónlistartjöldin, Hvítu tjöldin svokölluðu, í fremri hluta Herjólfsdal rýmd til að tryggja öryggi. Í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd segir að brennan verði haldin á morgun, sunnudag. Þar segir einnig að nýtt tjald hafi verið reist fyrir það sem þurfti að taka niður í gær og annað í dalnum sé tilbúið fyrir dagskrá kvöldsins. Gert er ráð fyrir skaplegra veðri það sem eftir lifir helgarinnar og Herjólfsdalur, Þjóðhátíðarnefnd, starfsfólk og viðbragðsaðilar eru tilbúin. Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Herjólfur sendi frá sér yfirlýsingu um miðjan dag þess efnis að ófært væri til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni. Því falla síðdegisferðirnar klukkan 17 frá Vestmannaeyjum og klukkan 18 frá Landeyjahöfn niður. Ákvarðanir um framhaldið verða teknar þegar nýjar spár liggja fyrir. Gestir gátu leitað skjóls fyrir veðrinu í Herjólfshöll í nótt og í dag hafa Vestmanneyingar keppst við að aðstoða gesti af fastalandinu við að leysa úr ýmsum verkefnum, eins og að þurrka fatnað og viðlegubúnað. Haft er eftir Jónasi Guðbirni Jónssynni, formanni Þjóðhátíðarnefndar að „samtakamátturinn í þessu samfélagi sé ómetanlegur“. Mestu hafi munað um átak Sigríðar Ingu Kristmannsdóttur sem kallaði eftir aðstoð í Facebook-hópnum Kvenfólk í Eyjum þar sem tugir einstaklinga buðust til að hjálpa gestum að þurrka fatnað og viðlegubúnað. Í tilkynningunni segir að lítið sem sem ekkert hafi þurft að gera í sjúkraaðstöðu fyrir hátíðargesti, og brekkan – sem oft verður illa leikin eftir miklar rigningar – sé nánast eins og ný. Þá hefur Icewear opnað verslun í dalnum þar sem gestir geta nálgast þurran fatnað.
Þjóðhátíð í Eyjum Veður Vestmannaeyjar Verslunarmannahelgin Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira