Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2025 19:02 Það var erfið stemning á tjaldsvæðinu í Eyjum í morgun en töluvert skárra veður nú síðdegis. Vísir/Viktor Freyr Fjölmargir þjóðhátíðargestir sem hugðust gista í tjöldum í nótt í Vestmannaeyjum þurftu að leita sér skjóls í Herjólfshöll en þrumuveður, rok og rigning lék skipuleggjendur grátt. Þjóðhátíðargestir sem fréttastofa ræddi við segjast enn blautir eftir gærnóttina og þá eru stígvél uppseld á eyjunni. Veðrið í Vestmannaeyjum í nótt þegar verst var lítur ekki sérlega vel út á upptökum sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum en Þjóðhátíðarnefnd hafði fyrr um kvöldið virkað viðbragðsáætlun, hætt við að kveikja í brennunni á Fjósakletti og opnað dyr Herjólfshallarinnar fyrir gestum. Á miðnætti kom hvellur með tilheyrandi hvassviðri sem tók með sér nokkur hvít tjöld og þegar skipuleggjendur hugðust taka niður bjórtjaldið fauk tjaldið og eyðilagðist. Veðrið í eyjunni var töluvert skárra í dag en nú síðdegis var tilkynnt að vegna aðstæðna í Landeyjahöfn muni ferðir Herjólfs falla niður í kvöld. Aðstæður til siglinga á morgun verða metnar út frá nýjustu veðurspá og tilkynning send um morgundaginn klukkan fimm í fyrramálið. Kristófer Kári Magnússon gisti ásamt þremur félögum sínum í tjaldi í Eyjum í nótt. „Vindurinn var náttúrulega svakalegur. Tjöldin voru svona, járnin sem halda þeim niðri, þau voru alveg að taka þau af, við þurftum að fara þrisvar til fjórum sinnum út að laga þau. Rigningin var ekki góð, við fórum út að laga þetta og komum bara inn jafnblautir og þegar við vorum að koma úr Dalnum. Nóttin var erfið, það var erfitt að sofna og já þetta var bara erfitt.“ Gestum hafi sérstaklega brugðið þegar teknótjaldið svokallaða hafi einfaldlega farið á hvolf vegna veðurs. „Það voru pollar þarna út um mörg svæði þar sem fólk var að dansa, þetta var mikið álag. Maður hafði alveg gaman. Þetta er meira veðurhugarfar, maður á alltaf að búast við vondu veðri. Ég hafði alveg gaman en nóttin var erfið og morguninn klárlega erfiður.“ Hann segist enn blautur eftir ævintýri næturinnar. Vinkonurnar Ásdís Gréta Stefánsdóttir og Tinna Björk Arnarsdóttir segjast aldrei hafa upplifað annað eins veður. „Ég hef aldrei lent í öðru eins sko. Þetta var hræðilegt. Ég var alveg bara: Já, það er bara smá rigning. Nei nei það var bara rigning og rok og allt sko, díses,“ segir Tinna. „Ég var í strigaskóm og þeir eru rennandi blautir,“ segir Ásdís en vinkona hennar segir hlæjandi: „Hún eitthvað: Já já, ég gat alveg verið í þeim í fyrra, ég ætla bara að vera í þeim aftur núna. Ásdís segist hafa farið í Icewear og ætlað að kaupa sér stígvél. Hún kom að tómum kofa. „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld. Ég fór í nokkrar búðir.“ @idunnragg ♬ Jet2 Advert - ✈️A7-BBH | MAN 🇬🇧 Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Veðrið í Vestmannaeyjum í nótt þegar verst var lítur ekki sérlega vel út á upptökum sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum en Þjóðhátíðarnefnd hafði fyrr um kvöldið virkað viðbragðsáætlun, hætt við að kveikja í brennunni á Fjósakletti og opnað dyr Herjólfshallarinnar fyrir gestum. Á miðnætti kom hvellur með tilheyrandi hvassviðri sem tók með sér nokkur hvít tjöld og þegar skipuleggjendur hugðust taka niður bjórtjaldið fauk tjaldið og eyðilagðist. Veðrið í eyjunni var töluvert skárra í dag en nú síðdegis var tilkynnt að vegna aðstæðna í Landeyjahöfn muni ferðir Herjólfs falla niður í kvöld. Aðstæður til siglinga á morgun verða metnar út frá nýjustu veðurspá og tilkynning send um morgundaginn klukkan fimm í fyrramálið. Kristófer Kári Magnússon gisti ásamt þremur félögum sínum í tjaldi í Eyjum í nótt. „Vindurinn var náttúrulega svakalegur. Tjöldin voru svona, járnin sem halda þeim niðri, þau voru alveg að taka þau af, við þurftum að fara þrisvar til fjórum sinnum út að laga þau. Rigningin var ekki góð, við fórum út að laga þetta og komum bara inn jafnblautir og þegar við vorum að koma úr Dalnum. Nóttin var erfið, það var erfitt að sofna og já þetta var bara erfitt.“ Gestum hafi sérstaklega brugðið þegar teknótjaldið svokallaða hafi einfaldlega farið á hvolf vegna veðurs. „Það voru pollar þarna út um mörg svæði þar sem fólk var að dansa, þetta var mikið álag. Maður hafði alveg gaman. Þetta er meira veðurhugarfar, maður á alltaf að búast við vondu veðri. Ég hafði alveg gaman en nóttin var erfið og morguninn klárlega erfiður.“ Hann segist enn blautur eftir ævintýri næturinnar. Vinkonurnar Ásdís Gréta Stefánsdóttir og Tinna Björk Arnarsdóttir segjast aldrei hafa upplifað annað eins veður. „Ég hef aldrei lent í öðru eins sko. Þetta var hræðilegt. Ég var alveg bara: Já, það er bara smá rigning. Nei nei það var bara rigning og rok og allt sko, díses,“ segir Tinna. „Ég var í strigaskóm og þeir eru rennandi blautir,“ segir Ásdís en vinkona hennar segir hlæjandi: „Hún eitthvað: Já já, ég gat alveg verið í þeim í fyrra, ég ætla bara að vera í þeim aftur núna. Ásdís segist hafa farið í Icewear og ætlað að kaupa sér stígvél. Hún kom að tómum kofa. „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld. Ég fór í nokkrar búðir.“ @idunnragg ♬ Jet2 Advert - ✈️A7-BBH | MAN 🇬🇧
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira