Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2025 20:06 Hilmar og Linda, sem eru á fullu á Borg um helgina að spila á harmonikkurnar sínar og fara létt með það. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil stemning er á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina en þar er stór hópur fólks komin saman til að taka þátt í harmonikkuhátíð, sem kallast „Nú er lag“. Spilað er í tjöldum á daginn og svo eru dansleikir á kvöldin í félagsheimilinu. Harmonikkuböll eru haldin á kvöldin með sérstakri hljómsveit og þar er ekkert gefið eftir á dansgólfinu, það er dansað og dansað. Maður sér að það er heilmikil stemning hérna? „Já heil mikil stemning og það er alls staðar þar sem harmonikkan ræður ríkjum. Harmonikan er í sókn, sem betur fer enda menningararfur og ég vona að hún verði það áfram,“ segir Gylfi Björgvinsson, formaður Félags Harmonikuunnenda í Reykjavík. Gylfi Björgvinsson, formaður Félags Harmonikuunnenda í Reykjavík hvetur fólk til að koma á Borg og taka þátt í hátíð helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gylfir segir að allir séu hjartanlega velkomnir á Borg um helgina. „Já, já og um að gera að taka fram dansskóna og koma og dansa og skemmta sér,“ segir Gylfi. En hvað er það við harmonikuna og tónlistina, sem er svona heillandi? „Það er svo margt, þetta er fjölhæft hljóðfæri. Það er alltaf einhvern tíman fjör þar sem er harmonikka, það er alltaf gaman, er það ekki svoleiðis,“ segir Linda Guðmundsdóttir, harmonikkuleikari frá Finnbogastöðum á Ströndum „Svo er það tóninn, það er engin tónn svona eins og harmonikkan býður upp á. Tónn harmonikkunnar kemur við hjartað,“ segir Hilmar Hjartarson, harmonikkuleikari frá Steinstúni í Norðurfirði í Árneshreppi. Það er mikið dansað á Borg um helgina við harmonikkuspil af bestu gerð.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú sér maður ekki oft konu spila á harmonikku, hvað segir þú við því Linda? „Já, ég held að við séum í minnihluta ennþá allavega. Þegar ég var að byrja að spila þá var þetta bara mjög fáséð, maður var bara eins og Geirfugl,“ segir hún hlæjandi. Sérstök harmonikku hljómsveit spilar á böllunum á kvöldin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Verslunarmannahelgin Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Harmonikkuböll eru haldin á kvöldin með sérstakri hljómsveit og þar er ekkert gefið eftir á dansgólfinu, það er dansað og dansað. Maður sér að það er heilmikil stemning hérna? „Já heil mikil stemning og það er alls staðar þar sem harmonikkan ræður ríkjum. Harmonikan er í sókn, sem betur fer enda menningararfur og ég vona að hún verði það áfram,“ segir Gylfi Björgvinsson, formaður Félags Harmonikuunnenda í Reykjavík. Gylfi Björgvinsson, formaður Félags Harmonikuunnenda í Reykjavík hvetur fólk til að koma á Borg og taka þátt í hátíð helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gylfir segir að allir séu hjartanlega velkomnir á Borg um helgina. „Já, já og um að gera að taka fram dansskóna og koma og dansa og skemmta sér,“ segir Gylfi. En hvað er það við harmonikuna og tónlistina, sem er svona heillandi? „Það er svo margt, þetta er fjölhæft hljóðfæri. Það er alltaf einhvern tíman fjör þar sem er harmonikka, það er alltaf gaman, er það ekki svoleiðis,“ segir Linda Guðmundsdóttir, harmonikkuleikari frá Finnbogastöðum á Ströndum „Svo er það tóninn, það er engin tónn svona eins og harmonikkan býður upp á. Tónn harmonikkunnar kemur við hjartað,“ segir Hilmar Hjartarson, harmonikkuleikari frá Steinstúni í Norðurfirði í Árneshreppi. Það er mikið dansað á Borg um helgina við harmonikkuspil af bestu gerð.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú sér maður ekki oft konu spila á harmonikku, hvað segir þú við því Linda? „Já, ég held að við séum í minnihluta ennþá allavega. Þegar ég var að byrja að spila þá var þetta bara mjög fáséð, maður var bara eins og Geirfugl,“ segir hún hlæjandi. Sérstök harmonikku hljómsveit spilar á böllunum á kvöldin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Verslunarmannahelgin Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira