„Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 20:13 Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar, segir að Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, sé rökþrota þegar hún ber forstjóra Landsvirkjunar saman við heimilisofbeldismann sem gangi konum og börnum í skrokk. Þung orð hafa verið látin falla í umræðunni um Hvammsvirkjun, ekki síst af Björgu Evu Erlendsdóttur framkvæmdastjóra Landverndar, sem líkti Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunar við ofbeldismann og sagði aðferðir hans minna á hvernig heimilisofbeldi sé þaggað niður. „Ekkert er að,“ skrifaði Björg í skoðanagrein á Vísi, „húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð.“ Greinilega rökþrota Þóra Arnórsdóttir samskiptastjóri Landsvirkjunar svaraði þessu í setti í fréttatíma Synar í kvöld. Sjá má viðbrögð hennar í spilaranum hér að neðan á mínútu þrjú. Þóra bendir á að vandað hafi verið til verka við undirbúning Hvammsvirkjunar. „Það er löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra segir að virkjunin njóti stuðnings á Alþingi og að skoðanakannanir sýni að almenningur styðji við aukna orkuöflun. „Þegar ég las greinina hennar Bjargar Evu í gærmorgun blöskraði mér fyrst. En svo fann ég til með henni vegna þess að... manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota,“ segir hún. „Að líkja Herði Arnarsyni við ofbeldismann sem gangi í skrokk á konum og börnum og segi þeim að ljúga til um hvaðan áverkarnir séu komnir þegar þau ganga um blámarin, ég held að við þurfum ekkert doktorspróf til að sjá að þessi samlíking sé langt út fyrir velsæmismörk.“ Hún segist skilja að fólki gangi kapp í kinn. „En þetta er bara svo ósmekklegt.“ Hún segir engar staðreyndir eða rök að ræða í grein Bjargar og bendir á að Landsvirkjun hafi fylgt lögum og reglum upp á punkt á prik í „þessu óralanga borðspili sem stjórnvöld hafa boðið upp á í kringum þessa virkjun.“ „Það sér nú fyrir endann á þessu.“ Segir hún alla dóma sem fallið hafa í málinu fjalla um formgalla, málsmeðferð stjórnsýslunnar eða mistök við lagasetningu eins og kom fram í Hæstaréttardómnum sem staðfesti í byrjun mánaðar ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Þóra segir jákvætt að sjá í bráðabirgðaúrskurði úrskurðarnefnda umhverfis- og auðlindamála að ekki sé sett út á neitt um sjálfa virkjunina. „Þar kemur fram að, út af því að það er búið að leiðrétta lögin, að þá sé von á bráðabirgðavirkjunarleyfi í ágúst — ég sá í færslu frá ráðherra að það gæti jafnvel orðið í næstu viku — og samkvæmt leiðbeiningum nefndarinnar geti Landsvirkjun sótt um framkvæmdaleyfi fyrir öllum undirbúningsframkvæmdum í framhaldi af því.“ Svo geti Landsvirkjun fengið fullt virkjunarleyfi þegar „búið er að fara allan hringinn sem farið var áður,“ segir hún. „Þannig að það sér nú fyrir endann á þessu.“ Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. 1. ágúst 2025 13:05 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Þung orð hafa verið látin falla í umræðunni um Hvammsvirkjun, ekki síst af Björgu Evu Erlendsdóttur framkvæmdastjóra Landverndar, sem líkti Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunar við ofbeldismann og sagði aðferðir hans minna á hvernig heimilisofbeldi sé þaggað niður. „Ekkert er að,“ skrifaði Björg í skoðanagrein á Vísi, „húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð.“ Greinilega rökþrota Þóra Arnórsdóttir samskiptastjóri Landsvirkjunar svaraði þessu í setti í fréttatíma Synar í kvöld. Sjá má viðbrögð hennar í spilaranum hér að neðan á mínútu þrjú. Þóra bendir á að vandað hafi verið til verka við undirbúning Hvammsvirkjunar. „Það er löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra segir að virkjunin njóti stuðnings á Alþingi og að skoðanakannanir sýni að almenningur styðji við aukna orkuöflun. „Þegar ég las greinina hennar Bjargar Evu í gærmorgun blöskraði mér fyrst. En svo fann ég til með henni vegna þess að... manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota,“ segir hún. „Að líkja Herði Arnarsyni við ofbeldismann sem gangi í skrokk á konum og börnum og segi þeim að ljúga til um hvaðan áverkarnir séu komnir þegar þau ganga um blámarin, ég held að við þurfum ekkert doktorspróf til að sjá að þessi samlíking sé langt út fyrir velsæmismörk.“ Hún segist skilja að fólki gangi kapp í kinn. „En þetta er bara svo ósmekklegt.“ Hún segir engar staðreyndir eða rök að ræða í grein Bjargar og bendir á að Landsvirkjun hafi fylgt lögum og reglum upp á punkt á prik í „þessu óralanga borðspili sem stjórnvöld hafa boðið upp á í kringum þessa virkjun.“ „Það sér nú fyrir endann á þessu.“ Segir hún alla dóma sem fallið hafa í málinu fjalla um formgalla, málsmeðferð stjórnsýslunnar eða mistök við lagasetningu eins og kom fram í Hæstaréttardómnum sem staðfesti í byrjun mánaðar ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Þóra segir jákvætt að sjá í bráðabirgðaúrskurði úrskurðarnefnda umhverfis- og auðlindamála að ekki sé sett út á neitt um sjálfa virkjunina. „Þar kemur fram að, út af því að það er búið að leiðrétta lögin, að þá sé von á bráðabirgðavirkjunarleyfi í ágúst — ég sá í færslu frá ráðherra að það gæti jafnvel orðið í næstu viku — og samkvæmt leiðbeiningum nefndarinnar geti Landsvirkjun sótt um framkvæmdaleyfi fyrir öllum undirbúningsframkvæmdum í framhaldi af því.“ Svo geti Landsvirkjun fengið fullt virkjunarleyfi þegar „búið er að fara allan hringinn sem farið var áður,“ segir hún. „Þannig að það sér nú fyrir endann á þessu.“
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. 1. ágúst 2025 13:05 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
„Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. 1. ágúst 2025 13:05