„Sleikjum sárin í kvöld“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2025 21:39 Túfa í leik kvöldsins. Vísir/Diego Túfa þjálfari Vals var ánægður með sína menn sem máttu þola 1-2 tap á heimavelli gegn Kauno Zalgiris í Sambandsdeildinni. Með úrslitunum í kvöld lauk þátttöku Vals í keppninni og evrópuævintýri Valsara búið í bili. Kauno Zalgiris var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru heimamenn heppnir að hafa fengið aðeins eitt mark á sig. Lukkulega náðu heimamenn að koma boltanum í netið í uppbótatíma fyrri hálfleiks og fóru inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Valsmenn komu sterkir út í seinni hálfleik en fengu annað mark á sig á 51. mínútu. Þrátt fyrir að hafa fengið ágætis færi tókst þeim ekki að koma boltanum í netið og tryggja sér í það minnsta framlengingu. „Leikurinn í dag var leikur tveggja hálfleika, þeir voru betri í fyrri hálfleik og kannski ekki sanngjarnt að fara inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Aftur á móti í seinni hálfleik var seinna mark þeirra algjörlega á móti gangi leiksins. Það var mikill karakter hjá okkur, við hættum aldrei, við reyndum og reyndum og fengum nokkur hálffæri þar sem við hefðum geta jafnað og komið okkur í framlengingu. Margt sem við tökum úr þessum leik og við höldum áfram.“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals eftir leikinn. Þrátt fyrir tapið sá hann ýmislegt jákvætt í leik sinna manna. „Við erum búnir að setja allt púður í alla leiki hingað til, þetta lið kom ferskt inn í leikinn og hafði fengið hvíld í deildinni hjá sér. Það hefur verið þannig að við þurfum smá tíma til þess að koma okkur í gang. Við þurfum að sleikja sárin í kvöld, við vorum með stór markmið í Evrópu.“ Það er nóg að gera hjá Val fram undan en þeir eru komnir í úrslit í Mjólkurbikarnum og spila við Vestra á laugardalsvelli þann 22. ágúst. Að auki hafa þeir átt gott gengi í síðustu leikjum og sitja á toppi Bestu deildar karla. „Ég er stoltur af liðinu og hvernig þeir stóðu sig í þessum leikjum. Við tökum lærdóm úr leikjunum með okkur en förum nú að undirbúa okkur fyrir næsta leik sem er uppi á Skaga.“ Fótbolti Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Kauno Zalgiris var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru heimamenn heppnir að hafa fengið aðeins eitt mark á sig. Lukkulega náðu heimamenn að koma boltanum í netið í uppbótatíma fyrri hálfleiks og fóru inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Valsmenn komu sterkir út í seinni hálfleik en fengu annað mark á sig á 51. mínútu. Þrátt fyrir að hafa fengið ágætis færi tókst þeim ekki að koma boltanum í netið og tryggja sér í það minnsta framlengingu. „Leikurinn í dag var leikur tveggja hálfleika, þeir voru betri í fyrri hálfleik og kannski ekki sanngjarnt að fara inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Aftur á móti í seinni hálfleik var seinna mark þeirra algjörlega á móti gangi leiksins. Það var mikill karakter hjá okkur, við hættum aldrei, við reyndum og reyndum og fengum nokkur hálffæri þar sem við hefðum geta jafnað og komið okkur í framlengingu. Margt sem við tökum úr þessum leik og við höldum áfram.“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals eftir leikinn. Þrátt fyrir tapið sá hann ýmislegt jákvætt í leik sinna manna. „Við erum búnir að setja allt púður í alla leiki hingað til, þetta lið kom ferskt inn í leikinn og hafði fengið hvíld í deildinni hjá sér. Það hefur verið þannig að við þurfum smá tíma til þess að koma okkur í gang. Við þurfum að sleikja sárin í kvöld, við vorum með stór markmið í Evrópu.“ Það er nóg að gera hjá Val fram undan en þeir eru komnir í úrslit í Mjólkurbikarnum og spila við Vestra á laugardalsvelli þann 22. ágúst. Að auki hafa þeir átt gott gengi í síðustu leikjum og sitja á toppi Bestu deildar karla. „Ég er stoltur af liðinu og hvernig þeir stóðu sig í þessum leikjum. Við tökum lærdóm úr leikjunum með okkur en förum nú að undirbúa okkur fyrir næsta leik sem er uppi á Skaga.“
Fótbolti Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira