Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2025 13:00 Jenný Kristín Valberg segir ljóst að tíðni ofbeldis gegn eldri borgurum sé mun meira en gögn bendi til. Vísir/Ívar Fannar Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. Í kvöldfréttum Sýnar í gær kom fram að kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni sé sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Fram kom að Neyðarlínunni hafi borist símtal að morgni föstudagsins 11. apríl frá heimilinu í Súlunesi í Garðabæ. Þar hafði hinn 80 ára gamli faðir misst meðvitund að loknu margra klukkutíma löngu ofbeldi dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru þurfti maðurinn að leita sér læknisaðstoðar í vel á annan tug skipta mánuðina fyrir árásina og þá var eiginkona hans jafnframt fastagestur á læknastofum af sömu ástæðu. Auk þess þurfti faðirinn nokkrum dögum fyrir árásina að leggjast inn á spítala í tvo daga vegna sára sökum árásar dótturinnar. Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð segir slíkt heimilisofbeldi gegn eldri borgurum vera það ofbeldi sem erfiðast er að varpa ljósi á. „Bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýna að það er miklu meira um þessi brot heldur en þær tilkynningar sem verða og erlend rannsókn sem ég fletti upp núna segir að það sé talið að einn af hverjum sex einstaklingum eldri en sextíu ára hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni og fólk sem er eldra en sextíu ára er líklegra að verða fyrir ofbeldi af hendi skyldra eða tengdra aðila.“ Ólík viðhorf Eldri brotaþolar séu líklegri til að búa með gerendum sínum og ólíklegri til að fara frá þeim þar sem þeir þurfi að treysta á þá varðandi umönnun og annað. Jenný segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé duglegt að spyrja möguleg fórnarlömb heimilisofbeldis spurninga og vera tilbúin til að hlusta og veita ráðgjöf. Ýmsar ástæður séu fyrir því að foreldrar greini ekki frá ofbeldi barna sinna. „Svo er auðvitað viðhorf, hvað er ofbeldi? Það eru mismunandi skilgreiningar á milli kynslóða hvað er ofbeldi og auðvitað skömm. Svo er mjög erfitt ef til dæmis börn eru gerendur, uppkomin börn þolenda, að þolendur upplifa skömm; já þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Lögreglumál Heimilisofbeldi Grunuð um manndráp við Súlunes Eldri borgarar Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar í gær kom fram að kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni sé sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Fram kom að Neyðarlínunni hafi borist símtal að morgni föstudagsins 11. apríl frá heimilinu í Súlunesi í Garðabæ. Þar hafði hinn 80 ára gamli faðir misst meðvitund að loknu margra klukkutíma löngu ofbeldi dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru þurfti maðurinn að leita sér læknisaðstoðar í vel á annan tug skipta mánuðina fyrir árásina og þá var eiginkona hans jafnframt fastagestur á læknastofum af sömu ástæðu. Auk þess þurfti faðirinn nokkrum dögum fyrir árásina að leggjast inn á spítala í tvo daga vegna sára sökum árásar dótturinnar. Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð segir slíkt heimilisofbeldi gegn eldri borgurum vera það ofbeldi sem erfiðast er að varpa ljósi á. „Bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýna að það er miklu meira um þessi brot heldur en þær tilkynningar sem verða og erlend rannsókn sem ég fletti upp núna segir að það sé talið að einn af hverjum sex einstaklingum eldri en sextíu ára hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni og fólk sem er eldra en sextíu ára er líklegra að verða fyrir ofbeldi af hendi skyldra eða tengdra aðila.“ Ólík viðhorf Eldri brotaþolar séu líklegri til að búa með gerendum sínum og ólíklegri til að fara frá þeim þar sem þeir þurfi að treysta á þá varðandi umönnun og annað. Jenný segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé duglegt að spyrja möguleg fórnarlömb heimilisofbeldis spurninga og vera tilbúin til að hlusta og veita ráðgjöf. Ýmsar ástæður séu fyrir því að foreldrar greini ekki frá ofbeldi barna sinna. „Svo er auðvitað viðhorf, hvað er ofbeldi? Það eru mismunandi skilgreiningar á milli kynslóða hvað er ofbeldi og auðvitað skömm. Svo er mjög erfitt ef til dæmis börn eru gerendur, uppkomin börn þolenda, að þolendur upplifa skömm; já þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“
Lögreglumál Heimilisofbeldi Grunuð um manndráp við Súlunes Eldri borgarar Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira