Innlent

Komu göngu­mönnum í sjálf­heldu til að­stoðar

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Trygging var sett up til að auvelda göngufólkinu gönguna niður að sjó.
Trygging var sett up til að auvelda göngufólkinu gönguna niður að sjó. Landsbjörg

Björgunarsveitir í Eyjafirði og á Siglufirði voru kallaðar út fyrr í kvöld vegna fjögurra göngumanna í sjálfheldu. 

Göngufólkið var á göngu í Siglunesmúla, milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og hafði verið á göngu í þónokkrar klukkustundir. Er þau voru komin að svokölluðum Nesskriðum treystu þau sér ekki að ganga lengra.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg amaði ekkert að göngufólkinu nema að þreyta var farin að setjast að og þau farin að kólna.

Björgunarfólk var ferjað á björgunarskipinu Sigurvin út Siglufjörð og voru nokkrir slöngubátar notaðir til að ferja björgunarfólkið frá skipinu og í land. Þau klifu hlíðina til fólksins og fylgdu göngufólkinu aðeins norður, þar sem álitlegri leið var niður að sjó. 

Göngufólkinu gekk vel að komast niður en tryggingar voru settar upp við niðurgönguna til að tryggja öryggi þeirra. Fjórmenningarnir voru svo fluttir um borð Sigurvin og var ferðinni heitið til Siglufjarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×