Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 10:33 Skýrslan var gerð að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þáverandi utanríkisráðherra. Vísir/Anton Brink Í skýrsludrögum sem unnin voru að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2018 segir að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefði aldrei verið afturkölluð. Í skýrslunni kemur fram að íslenskum almenningi hafi verið gefin misvísandi skilaboð um stöðu viðræðnanna sem aldrei hafa verið skýrð til fulls. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en það hefur skýrsluna, sem ber yfirskriftina „Mýrarljós í Evrópusamstarfi,“ undir höndum í krafti upplýsingalaga. Guðlaugur Þór var gestur Morgungluggans á Rás 2 í morgun þar sem innihald skýrslunnar var borið undir hann og hann beðinn um að skýra það misræmi sem gætir á milli innihalds skýrslunnar og yfirlýsinga stjórnarandstöðunnar hins vegar. Þýðing sögð „færð í stílinn“ en skilaboðin gjörólík Skýrslan sjálf var skrifuð í ráðherratíð Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu árið 2018 og var skrifuð af Gunnari Pálssyni sendiherra. Í formálanum, að því er Ríkisútvarpið greinir frá, segir að henni sé ætlað að halda til haga mikilvægum atriðum í tengslum við aðildarviðræðurnar. Í henni segir að tvískinnungur hafi birst í bréfaskiptum Íslands og Evrópusambandsins annars vegar og yfirlýsingum íslenskra ráðamanna hins vegar. Það hafi til að mynda verið munur á útgáfu bréfs sem sent var til ráðamanna í Brussel á ensku og þeirri útháfu sem birt var í íslenskri þýðingu. Þýðingin er í skýrslunni sögð „færð í stílinn.“ „Í bréfinu var ESB kunngert að gert yrði algjört hlé“ á aðildarviðræðunum, en samkvæmt íslensku útgáfunni hafði ríkisstjórnin ákveðið „að stöðva aðildarviðræðurnar að fullu,““ segir í skýrslunni samkvæmt Ríkisútvarpinu. „Tvíræðnin sem endurspeglast í bréfaskiptum Íslands og ESB er í engu samræmi við opinberar pólitískar yfirlýsingar íslenskra ráðamanna, hvorki þá né síðar. Hvernig það gat gerst hefur enn ekki verið útskýrt,“ segir svo. Kveðst ekki muna eftir skýrslunni Eins og bent er á í umfjöllun Ríkisútvarpsins kemur það, að Guðlaugi Þór komi af fjöllum og telji það nýjar upplýsingar að Ursula von der Leyen hafi sagt aðildarumsóknina enn gilda í nýlegri heimsókn hennar til landsins, ekki heim og saman við innihald skýrslunnar. Í viðtali í Morgunglugganum í morgun sagðist Guðlaugur Þór ekki muna eftir skýrslunni eða innihaldi hennar. „Já, það voru margar skýrslur gefnar út. Ég man nú ekki eftir þessari en þú ert að sýna mér hana núna,“ sagði Guðlaugur Þór. Einn kafli í skýrslunni ber, samkvæmt RÚV, heitið „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið,“ og það er talað um að stjórnvöld á þeim tíma hafi vísvitandi ekki skýrt fyrir þjóðinni að þetta væru ekki endalok viðræðnanna. Blaðamenn Ríkisútvarpsins báru það undir Guðlaug að þessar upplýsingar hafi allar legið fyrir í mörg ár og að skýrslan sem unnin var að beiðni Guðlaugs sjálfs hafi látið það í veðri vaka að stjórnvöld hafi í raun villt fyrir þjóðinni. „Þú ert að lesa skýrslu sem ég hef bara, þarf að rifja upp,“ sagði Guðlaugur Þór við því. „Þú hlýtur að muna eftir þessu? Þú skrifaðir innganginn og formálann sjálfur,“ sagði Helgi Seljan, annar stjórnenda, þá. „Þú ert með þetta útprentað. Þú þarft að gefa mér tækifæri til að skoða þetta. Sama hvað stendur í skýrslunni þá er afstaða mín mjög skýr,“ sagði Guðlaugur Þór. Uppfært: Skýrslan var að sögn Guðlaugs Þórs aldrei gefin út. Um skýrsludrög sé að ræða. Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Utanríkismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en það hefur skýrsluna, sem ber yfirskriftina „Mýrarljós í Evrópusamstarfi,“ undir höndum í krafti upplýsingalaga. Guðlaugur Þór var gestur Morgungluggans á Rás 2 í morgun þar sem innihald skýrslunnar var borið undir hann og hann beðinn um að skýra það misræmi sem gætir á milli innihalds skýrslunnar og yfirlýsinga stjórnarandstöðunnar hins vegar. Þýðing sögð „færð í stílinn“ en skilaboðin gjörólík Skýrslan sjálf var skrifuð í ráðherratíð Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu árið 2018 og var skrifuð af Gunnari Pálssyni sendiherra. Í formálanum, að því er Ríkisútvarpið greinir frá, segir að henni sé ætlað að halda til haga mikilvægum atriðum í tengslum við aðildarviðræðurnar. Í henni segir að tvískinnungur hafi birst í bréfaskiptum Íslands og Evrópusambandsins annars vegar og yfirlýsingum íslenskra ráðamanna hins vegar. Það hafi til að mynda verið munur á útgáfu bréfs sem sent var til ráðamanna í Brussel á ensku og þeirri útháfu sem birt var í íslenskri þýðingu. Þýðingin er í skýrslunni sögð „færð í stílinn.“ „Í bréfinu var ESB kunngert að gert yrði algjört hlé“ á aðildarviðræðunum, en samkvæmt íslensku útgáfunni hafði ríkisstjórnin ákveðið „að stöðva aðildarviðræðurnar að fullu,““ segir í skýrslunni samkvæmt Ríkisútvarpinu. „Tvíræðnin sem endurspeglast í bréfaskiptum Íslands og ESB er í engu samræmi við opinberar pólitískar yfirlýsingar íslenskra ráðamanna, hvorki þá né síðar. Hvernig það gat gerst hefur enn ekki verið útskýrt,“ segir svo. Kveðst ekki muna eftir skýrslunni Eins og bent er á í umfjöllun Ríkisútvarpsins kemur það, að Guðlaugi Þór komi af fjöllum og telji það nýjar upplýsingar að Ursula von der Leyen hafi sagt aðildarumsóknina enn gilda í nýlegri heimsókn hennar til landsins, ekki heim og saman við innihald skýrslunnar. Í viðtali í Morgunglugganum í morgun sagðist Guðlaugur Þór ekki muna eftir skýrslunni eða innihaldi hennar. „Já, það voru margar skýrslur gefnar út. Ég man nú ekki eftir þessari en þú ert að sýna mér hana núna,“ sagði Guðlaugur Þór. Einn kafli í skýrslunni ber, samkvæmt RÚV, heitið „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið,“ og það er talað um að stjórnvöld á þeim tíma hafi vísvitandi ekki skýrt fyrir þjóðinni að þetta væru ekki endalok viðræðnanna. Blaðamenn Ríkisútvarpsins báru það undir Guðlaug að þessar upplýsingar hafi allar legið fyrir í mörg ár og að skýrslan sem unnin var að beiðni Guðlaugs sjálfs hafi látið það í veðri vaka að stjórnvöld hafi í raun villt fyrir þjóðinni. „Þú ert að lesa skýrslu sem ég hef bara, þarf að rifja upp,“ sagði Guðlaugur Þór við því. „Þú hlýtur að muna eftir þessu? Þú skrifaðir innganginn og formálann sjálfur,“ sagði Helgi Seljan, annar stjórnenda, þá. „Þú ert með þetta útprentað. Þú þarft að gefa mér tækifæri til að skoða þetta. Sama hvað stendur í skýrslunni þá er afstaða mín mjög skýr,“ sagði Guðlaugur Þór. Uppfært: Skýrslan var að sögn Guðlaugs Þórs aldrei gefin út. Um skýrsludrög sé að ræða.
Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Utanríkismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Sjá meira