Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 08:27 Vík í Mýrdal er svo vinsæll áfangastaður ferðamanna að mörgum þykir um of. Vísir/Vilhelm Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar ræddi neikvæðar hliðar fjöldaferðamennskunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en ferðamannaþreytu gætir enn meira á Íslandi. Í síðasta tölublaði Heimildarinnar er fjallað um ferðamannalandið Ísland sem Ingibjörg kallar í leiðara hið nýja Ísland. Allt miðað við ferðamenn Hún segir vandamál ferðamannaiðnaðarins fyrst og fremst stafa af því að stjórnvöld hafi veigrað því fyrir sér að setja ferðaþjónustunni skýran ramma vegna þess hve ört hún óx. Sjá einnig: Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga „Það sem ég upplifi mjög sterkt þegar ég ferðast um Ísland er að hér er að verða ákveðið rof á milli margra Íslendinga og svo ferðaþjónustunnar þar sem öll skilti eru á ensku, þjónusta er á ensku og afþreying miðar að ferðamönnum. Öll mótun umhverfisins er út frá ferðaþjónustu en ekki okkur sem búum hérna,“ segir Ingibjörg. Hún segir einnig hafa myndast gjá milli hins almenna ferðamanns, íslensks og erlends, og þeirra sem eiga efni á að kaupa sér kyrrðina sem sé eitt helsta aðdráttaraflið í ferðamennskunni en hverfi hratt með örri fjölgun þeirra ferðamanna sem koma til landsins. Þyrlur rjúfi hálendiskyrrðina Ingibjörg tekur til dæmis Múlagljúfur þar sem ferðamaðurinn gat áður notið kyrrðarinnar og ósnortinnar náttúrunnar en nú sækja það yfir 120 þúsund ferðamenn á ári. Fólk eyði hundruðum þúsunda fyrir kyrrðina sem sé nú rofin af reglulegum hávaða þyrlna. „Þetta er ör breyting á íslensku samfélagi sem er ekki endilega auðvelt að snúa við,“ segir Ingibjörg. Hún segir samþjöppun einnig færast í aukana í ferðaþjónustunni. „Langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni eru lítil og með tímanum mun þessum litlu fyrirtækjum fækka. Kynnisferðir er dæmi um fyrirtæki sem sameinaðist félagi sem sá um fjárfestingar í ferðaþjónustu fyrir lífeyrissjóði,“ segir hún. Björgunarsveitir komi að útförum í Mýrdal Umfjöllun Heimildarinnar um systkin sem stóðu í því að bola ágengum ferðamönnum burt frá útför föður þeirra hefur einnig vakið mikla athygli. Sýn hefur einnig fjallað um svipuð vandræði sem starfsmenn Hallgrímskirkju hafa þurft að glíma við. „Ferðamennirnir voru þarna úti um allt eins og einhverjir álfar í lúpínunum,“ segir Ingibjörg um ferðamennina sem vildu komast inn í útförina í Vík. Ágengi ferðamanna hafi ekki aðeins áhrif á helgihald Mýrdælinga heldur raunar alla anga lífsins þar. „Fólk lýsir því að matvöruverslunin tekur mið af ferðamönnum og fólk á erfitt með að kaupa sér mat og fólk þarf að fara á Selfoss. Rotþróin ræður ekki við ferðamennina og stundum lyktar í bænum,“ segir Ingibjörg. Hún segir að þó að ferðamenn séu mikilvægur iðnaður hér á landi verði að hafa það í huga að fyrir það gjöldum við á ýmsan hátt. „Ferðamannaiðnaðurinn er mikilvægur og hefur verið mikilvægur fyrir okkar hagkerfi, sérstaklega eftir efnahagshrunið og svo heimsfaraldurinn, þess vegna held ég að stjórnvöld hafi veigrað því fyrir sér að setja reglur um þetta. En á endanum erum við að borga fyrir þetta með breytingum á samfélaginu og breytingum á náttúrunni,“ segir Ingibjörg. Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Loftgæði Reykjavík síðdegis Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar ræddi neikvæðar hliðar fjöldaferðamennskunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en ferðamannaþreytu gætir enn meira á Íslandi. Í síðasta tölublaði Heimildarinnar er fjallað um ferðamannalandið Ísland sem Ingibjörg kallar í leiðara hið nýja Ísland. Allt miðað við ferðamenn Hún segir vandamál ferðamannaiðnaðarins fyrst og fremst stafa af því að stjórnvöld hafi veigrað því fyrir sér að setja ferðaþjónustunni skýran ramma vegna þess hve ört hún óx. Sjá einnig: Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga „Það sem ég upplifi mjög sterkt þegar ég ferðast um Ísland er að hér er að verða ákveðið rof á milli margra Íslendinga og svo ferðaþjónustunnar þar sem öll skilti eru á ensku, þjónusta er á ensku og afþreying miðar að ferðamönnum. Öll mótun umhverfisins er út frá ferðaþjónustu en ekki okkur sem búum hérna,“ segir Ingibjörg. Hún segir einnig hafa myndast gjá milli hins almenna ferðamanns, íslensks og erlends, og þeirra sem eiga efni á að kaupa sér kyrrðina sem sé eitt helsta aðdráttaraflið í ferðamennskunni en hverfi hratt með örri fjölgun þeirra ferðamanna sem koma til landsins. Þyrlur rjúfi hálendiskyrrðina Ingibjörg tekur til dæmis Múlagljúfur þar sem ferðamaðurinn gat áður notið kyrrðarinnar og ósnortinnar náttúrunnar en nú sækja það yfir 120 þúsund ferðamenn á ári. Fólk eyði hundruðum þúsunda fyrir kyrrðina sem sé nú rofin af reglulegum hávaða þyrlna. „Þetta er ör breyting á íslensku samfélagi sem er ekki endilega auðvelt að snúa við,“ segir Ingibjörg. Hún segir samþjöppun einnig færast í aukana í ferðaþjónustunni. „Langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni eru lítil og með tímanum mun þessum litlu fyrirtækjum fækka. Kynnisferðir er dæmi um fyrirtæki sem sameinaðist félagi sem sá um fjárfestingar í ferðaþjónustu fyrir lífeyrissjóði,“ segir hún. Björgunarsveitir komi að útförum í Mýrdal Umfjöllun Heimildarinnar um systkin sem stóðu í því að bola ágengum ferðamönnum burt frá útför föður þeirra hefur einnig vakið mikla athygli. Sýn hefur einnig fjallað um svipuð vandræði sem starfsmenn Hallgrímskirkju hafa þurft að glíma við. „Ferðamennirnir voru þarna úti um allt eins og einhverjir álfar í lúpínunum,“ segir Ingibjörg um ferðamennina sem vildu komast inn í útförina í Vík. Ágengi ferðamanna hafi ekki aðeins áhrif á helgihald Mýrdælinga heldur raunar alla anga lífsins þar. „Fólk lýsir því að matvöruverslunin tekur mið af ferðamönnum og fólk á erfitt með að kaupa sér mat og fólk þarf að fara á Selfoss. Rotþróin ræður ekki við ferðamennina og stundum lyktar í bænum,“ segir Ingibjörg. Hún segir að þó að ferðamenn séu mikilvægur iðnaður hér á landi verði að hafa það í huga að fyrir það gjöldum við á ýmsan hátt. „Ferðamannaiðnaðurinn er mikilvægur og hefur verið mikilvægur fyrir okkar hagkerfi, sérstaklega eftir efnahagshrunið og svo heimsfaraldurinn, þess vegna held ég að stjórnvöld hafi veigrað því fyrir sér að setja reglur um þetta. En á endanum erum við að borga fyrir þetta með breytingum á samfélaginu og breytingum á náttúrunni,“ segir Ingibjörg.
Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Loftgæði Reykjavík síðdegis Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira