Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2025 23:03 Orri Hrafn mun leysa Jóhannes Kristinn af hólmi í Vesturbænum. Vísir/Diego/Guðmundur Það virðist sem KR sé nú þegar búið að finna arftaka Jóhannes Kristins Bjarnasonar á miðsvæðinu. Sá heitir Orri Hrafn Kjartansson og hefur verið í litlu hlutverki hjá Val, toppliði Bestu deildar karla í knattspyrnu, á leiktíðinni. Fótbolti.net greinir frá. Miðjumaðurinn Jóhannes Kristinn hefur samið við danska B-deildarliðið Kolding. Munar um minna fyrir KR-inga þar sem þessi tvítugi miðjumaður hefur komið með beinum hætti að 10 deildarmörkum á leiktíðinni. Orri Hrafn var gríðarlega eftirsóttur þegar hann gekk í raðir Vals frá Fylki árið 2022. Síðan þá hefur hann átt erfitt með að festa sig í sessi á Hlíðarenda. Samningur hans við Val rennur út í haust. Hluta úr síðustu leiktíð var Orri Hrafn á láni hjá Fylki. Í ár hefur hann tekið þátt í 14 af 16 deildarleikjum Vals en aðeins byrjað fimm þeirra. Jóhannes Kristinn er ekki eini miðjumaður KR sem er á förum frá liðinu. Hinn ungi og efnilegi Alexander Rafn Pálmason er nefnilega á leið til Danmerkur í næsta mánuði að ganga frá samningi sínum við efstu deildarliðið FC Nordsjælland. Danski miðillinn Bold greinir frá að 15 ára gamli Alexander Rafn muni skipta snemma árs 2026 þegar hann hefur fagnað 16 ára afmæli sínu. Nordsjælland er sagt borga metfé fyrir Alexander Rafn.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Valur er sem áður sagði í toppsæti Bestu deildarinnar með 33 stig að loknum 16 umferðum, tveimur stigum meira en Víkingur og Breiðablik. Þá er liðið komið í úrslit Mjólkurbikars karla. KR er á sama tíma í 11. sæti með 17 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Fótbolti.net greinir einnig frá því að vængmaðurinn Ali Al-Mosawe sé á leið til Njarðvíkur á láni frá Víkingum. Hann samdi við Víking í apríl og hefur komið við sögu í níu leikjum með félaginu. Njarðvík er í 2. sæti Lengjudeildar eftir 14 umferðir með 28 stig. Á þriðjudagskvöld taka Njarðvíkingar á móti HK í miklum toppbaráttuslag en HK er í 3. sæti með 28 stig. ÍR trónir á toppi deildarinnar með stigi meira en Njarðvík. Í von um að tryggja sér sæti í Bestu deildinni hafa Breiðhyltingar sótt tvo leikmenn á láni. Uppaldi ÍR-ingurinn Óliver Elís Hlynsson er genginn aftur í raðir félagsins á láni frá Fram. Gils Gíslason er jafnframt kominn á láni frá FH annað árið í röð. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Valur Lengjubikar karla ÍR Víkingur Reykjavík UMF Njarðvík Mest lesið Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira
Fótbolti.net greinir frá. Miðjumaðurinn Jóhannes Kristinn hefur samið við danska B-deildarliðið Kolding. Munar um minna fyrir KR-inga þar sem þessi tvítugi miðjumaður hefur komið með beinum hætti að 10 deildarmörkum á leiktíðinni. Orri Hrafn var gríðarlega eftirsóttur þegar hann gekk í raðir Vals frá Fylki árið 2022. Síðan þá hefur hann átt erfitt með að festa sig í sessi á Hlíðarenda. Samningur hans við Val rennur út í haust. Hluta úr síðustu leiktíð var Orri Hrafn á láni hjá Fylki. Í ár hefur hann tekið þátt í 14 af 16 deildarleikjum Vals en aðeins byrjað fimm þeirra. Jóhannes Kristinn er ekki eini miðjumaður KR sem er á förum frá liðinu. Hinn ungi og efnilegi Alexander Rafn Pálmason er nefnilega á leið til Danmerkur í næsta mánuði að ganga frá samningi sínum við efstu deildarliðið FC Nordsjælland. Danski miðillinn Bold greinir frá að 15 ára gamli Alexander Rafn muni skipta snemma árs 2026 þegar hann hefur fagnað 16 ára afmæli sínu. Nordsjælland er sagt borga metfé fyrir Alexander Rafn.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Valur er sem áður sagði í toppsæti Bestu deildarinnar með 33 stig að loknum 16 umferðum, tveimur stigum meira en Víkingur og Breiðablik. Þá er liðið komið í úrslit Mjólkurbikars karla. KR er á sama tíma í 11. sæti með 17 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Fótbolti.net greinir einnig frá því að vængmaðurinn Ali Al-Mosawe sé á leið til Njarðvíkur á láni frá Víkingum. Hann samdi við Víking í apríl og hefur komið við sögu í níu leikjum með félaginu. Njarðvík er í 2. sæti Lengjudeildar eftir 14 umferðir með 28 stig. Á þriðjudagskvöld taka Njarðvíkingar á móti HK í miklum toppbaráttuslag en HK er í 3. sæti með 28 stig. ÍR trónir á toppi deildarinnar með stigi meira en Njarðvík. Í von um að tryggja sér sæti í Bestu deildinni hafa Breiðhyltingar sótt tvo leikmenn á láni. Uppaldi ÍR-ingurinn Óliver Elís Hlynsson er genginn aftur í raðir félagsins á láni frá Fram. Gils Gíslason er jafnframt kominn á láni frá FH annað árið í röð.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Valur Lengjubikar karla ÍR Víkingur Reykjavík UMF Njarðvík Mest lesið Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport