Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2025 12:05 Drusluteymið í varningi með tilvitnunum í Ólöfu Töru Harðardóttur. Slíkur varningur verður til sölu á viðburðinum. Ágóði sölunnar rennur í minningarsjóð Ólafar Töru. Druslugangan Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn í dag. Skipuleggjendur segjast finna fyrir meiri samstöðu vegna göngunnar í ár en áður. Gengið verður frá Hallgrímskirkju niður að Austurvelli klukkan tvö í dag. Gangan er að sögn Lísu Margrétar Gunnarsdóttur eins skipuleggjenda Druslugöngunnar kröfuganga og samstöðufundur með þolendum kynferðisofbeldis. „Við erum í raun að mótmæla því að það sé jafn algengt og það er í samfélaginu. Í ár erum við ekki bara að ganga fyrir þolendur kynferðisofbeldis heldur erum við að ganga fyrir þau sem hafa ekki lifað af afleiðingar ofbeldisins sem þau urðu fyrir. Og þá sérstaklega í minningu Ólafar Töru,“ segir Lísa. Ólöf Tara Harðardóttir var baráttukona gegn kynferðisofbeldi sem lét lífið í janúar á þessu ári. Gengið verður til heiðurs Ólöfu og systur hennar munu flytja ávarp að göngu lokinni. Þá verður varningur með tilvitnunum í hana seldur. „Við verðum með mínútu þögn á Austurvelli og eftir að við minnumst hennar ætlum við ekki bara að mætast í sorginni heldur líka að mætast í von.“ Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks mun leika listir sínar, þar á meðal Boob sweat gang, Gugusar og Páll Óskar, sem leiðir hópsöng á laginu Áfram stelpur, uppáhalds lagi Ólafar Töru heitinnar. Skiptar skoðanir í fyrra Lísa segir skipuleggjendur göngunnar finna fyrir miklum meðbyr að þessu sinni. „Það voru skiptar skoðanir í fyrra en í ár finnum við ótrúlega mikla samstöðu,“ segir Lísa. Hún skynjar breytingar í viðhorfum ungra pilta gagnvart málstaðnum. „Það kom mjög skemmtilega á óvart þegar við vorum að kynna Druslugönguna í Kringlunni, hvað það voru margir ungir strákar sem höfðu ekki heyrt um gönguna en höfðu mikinn áhuga þegar þeir vissu um hvað hún snerist,“ segir Lísa. Hún segir suma hafa komið að máli við sig og sagt að þeim þætti nafnið, Druslugangan, stuðandi. „Sumir spyrja: Af hverju eruð þið að kalla ykkur druslur? En pælingin með nafninu er að þau sem verða fyrir ofbeldi erum stundum gerð sek fyrir að hafa klætt sig eða hagað sér eins og druslur. Þannig að pælingin er sú að ef eitt okkar er smættað niður í það að vera kallað drusla og hafi átt skilið að verða fyrir ofbeldi, þá erum við það öll.“ Druslugangan Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Gengið verður frá Hallgrímskirkju niður að Austurvelli klukkan tvö í dag. Gangan er að sögn Lísu Margrétar Gunnarsdóttur eins skipuleggjenda Druslugöngunnar kröfuganga og samstöðufundur með þolendum kynferðisofbeldis. „Við erum í raun að mótmæla því að það sé jafn algengt og það er í samfélaginu. Í ár erum við ekki bara að ganga fyrir þolendur kynferðisofbeldis heldur erum við að ganga fyrir þau sem hafa ekki lifað af afleiðingar ofbeldisins sem þau urðu fyrir. Og þá sérstaklega í minningu Ólafar Töru,“ segir Lísa. Ólöf Tara Harðardóttir var baráttukona gegn kynferðisofbeldi sem lét lífið í janúar á þessu ári. Gengið verður til heiðurs Ólöfu og systur hennar munu flytja ávarp að göngu lokinni. Þá verður varningur með tilvitnunum í hana seldur. „Við verðum með mínútu þögn á Austurvelli og eftir að við minnumst hennar ætlum við ekki bara að mætast í sorginni heldur líka að mætast í von.“ Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks mun leika listir sínar, þar á meðal Boob sweat gang, Gugusar og Páll Óskar, sem leiðir hópsöng á laginu Áfram stelpur, uppáhalds lagi Ólafar Töru heitinnar. Skiptar skoðanir í fyrra Lísa segir skipuleggjendur göngunnar finna fyrir miklum meðbyr að þessu sinni. „Það voru skiptar skoðanir í fyrra en í ár finnum við ótrúlega mikla samstöðu,“ segir Lísa. Hún skynjar breytingar í viðhorfum ungra pilta gagnvart málstaðnum. „Það kom mjög skemmtilega á óvart þegar við vorum að kynna Druslugönguna í Kringlunni, hvað það voru margir ungir strákar sem höfðu ekki heyrt um gönguna en höfðu mikinn áhuga þegar þeir vissu um hvað hún snerist,“ segir Lísa. Hún segir suma hafa komið að máli við sig og sagt að þeim þætti nafnið, Druslugangan, stuðandi. „Sumir spyrja: Af hverju eruð þið að kalla ykkur druslur? En pælingin með nafninu er að þau sem verða fyrir ofbeldi erum stundum gerð sek fyrir að hafa klætt sig eða hagað sér eins og druslur. Þannig að pælingin er sú að ef eitt okkar er smættað niður í það að vera kallað drusla og hafi átt skilið að verða fyrir ofbeldi, þá erum við það öll.“
Druslugangan Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira