Erlent

Segjast hafa fengið rangar líkams­leifar

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Flugvélin brotlenti þann 12. júní, örfáum mínutum eftir að henni var flogið af stað.
Flugvélin brotlenti þann 12. júní, örfáum mínutum eftir að henni var flogið af stað. EPA

Fjölskyldur og ástvinir þeirra sem létust í flugslysi á Indlandi segjast hafa fengið rangar líkamsleifar er lík þeirra látnu voru send til Bretlands.

260 manns létust þann 12. júní er flugvél á leið frá Ahmedabad í Indlandi til Londonborgar í Bretlandi brotlenti nokkrum mínútum eftir flugtak. Alls voru 242 manns um borð í vélinni og fórust allir nema einn fertugur breskur ríkisborgara. Þá lést einnig fólk sem var á jörðu niðri.

Á meðal farþega voru Ashok og Sobhana Patel sem voru á leið til London til að heimsækja börn og barnabörn sín. Miten Patel, sonur hjónanna, segist hafa fengið rangar líkamsleifar og mögulega líkamsleifar nokkurra aðila samkvæmt umfjöllun BBC

„Hvernig veit ég að það eru ekki líkamsleifar annarra í líkkistunni með henni?“ spurði Patel.

Þar er vísað í umfjöllun Daily Mail þar sem segir að í tveimur tilfellum hefðu rangar líkamsleifar verið í líkkistunum og í öðru tilfelli hefðu verið líkamsleifar nokkurra einstaklinga.

Í yfirlýsingu frá indverska utanríkisráðuneytinu segir að allar líkamsleifar voru meðhöndlaðar af „mestu fagmennsku“ en ætti ráðuneytið í nánu samstarfi við bresk yfirvöld.

Í bráðabirgðaskýrslu indversku flugslysarannsóknarnefndarinnar segir að slökkt var á eldsneytisflæði til beggja hreyfla flugvélarinnar eftir flugtak og flugvélin hrapað nokkrum augnablikum síðast. Flugmenn vélarinnar voru ekki vissir um hvað hefði skeð.

Sjá nánar: Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×