Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2025 22:30 „Á kvennadeild Landspítalans, fæðingadeildinni, þar er standandi vandamál,“ sagði Stefán Einar á dögunum. Vísir/Vilhelm Starfsfólk kvennadeildar Landspítalans kannast ekki við frásagnir þess efnis að uppi sé ástand á deildinni vegna yfirgangs hóps manna sem líti niður á konur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu, hefur sent fjölmiðlum. Tilefnið er frásögn Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns sem sagði í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar á dögunum frá „gríðarlega ljótri framkomu“ gagnvart starfsfólki deildarinnar. „Á kvennadeild Landspítalans, fæðingadeildinni, þar er standandi vandamál. Þar er gríðarlega ljót framkoma gagnvart starfsfólki og mjög ljót framkoma gagnvart konunum með nýfædd börn, vegna þess að þetta eru hópar manna sem fyrirlíta konur,“ sagði Stefán í viðtalinu. Ummæli hans vöktu athygli og voru skrifuð um þau fréttir á DV og Nútímanum. s „Framkoman er slík að starfsfólki ofbýður. En starfsfólkið þorir ekki að segja neitt. Það eru miklu fleiri fæðingar hjá þessum hópi hlutfallslega, og þetta er mikið álag á kerfið. Það er ekki álag í sjálfu sér að aðstoða fólk við að koma barni í heiminn, en það er álag þegar starfsfólki er sýnd fyrirlitning, menn neita að greiða fyrir þjónustuna, og eru svo með uppsteyt og yfirgang gagnvart konum í veikri stöðu sem eru nýbúnar að ala barn í heiminn.“ Stefán bætti við að heilbrigðisstarfsfólk myndi aldrei ræða opinskátt um þennan vanda, vegna ótta við að lenda í þessum mönnum. Ummælin komi þeim í opna skjöldu Hulda segir þessi ummæli koma starfsfólki kvennadeildar í opna skjöldu þar sem það kannist ekki við umræddar lýsingar. Það kemur það fram í yfirlýsingu, sem var fyrst send á Mannlíf, en fréttastofa hefur nú einnig fengið hana senda. Fram kemur að starfsfólk þurfi einstaka sinnum að hjálpa fólki að hemja tilfinningar sínar í kringum fæðingar. Það eigi þó bæði við um karla og konur, og við fólk óháð trú og uppruna. Þá sé afar sjaldgæft að fólk sýni af sér ógnandi hegðun, og ekki hafi verið tekið eftir aukningu í slíkum atvikum. Yfirlýsingin er eftirfarandi: „Þessi ummæli komu starfsfólki kvennadeildar sem ég hef rætt við í opna skjöldu. Þau kannast ekki við þessar lýsingar. Fæðing er stórviðburður í lífi fjölskyldna og oft fylgja áhyggjur, streita og þreyta hjá aðstandendum þó að oftast sé ríkjandi tilfinningin gleði. Starfsfólk deildarinnar þarf stöku sinnum að leiðbeina aðstandendum fæðandi kvenna við að hemja tilfinningar sínar og hefur til þess ýmsar leiðir og er því yfirleitt vel tekið. Þetta á jafnt við um aðstandendur af báðum kynjum og er óháð trú og uppruna. Afar sjaldgæft er að aðstandendur sýni hegðun sem telja má ógnandi og ekki hefur verið tekið eftir aukningu á slíkum tilvikum.“ Landspítalinn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu, hefur sent fjölmiðlum. Tilefnið er frásögn Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns sem sagði í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar á dögunum frá „gríðarlega ljótri framkomu“ gagnvart starfsfólki deildarinnar. „Á kvennadeild Landspítalans, fæðingadeildinni, þar er standandi vandamál. Þar er gríðarlega ljót framkoma gagnvart starfsfólki og mjög ljót framkoma gagnvart konunum með nýfædd börn, vegna þess að þetta eru hópar manna sem fyrirlíta konur,“ sagði Stefán í viðtalinu. Ummæli hans vöktu athygli og voru skrifuð um þau fréttir á DV og Nútímanum. s „Framkoman er slík að starfsfólki ofbýður. En starfsfólkið þorir ekki að segja neitt. Það eru miklu fleiri fæðingar hjá þessum hópi hlutfallslega, og þetta er mikið álag á kerfið. Það er ekki álag í sjálfu sér að aðstoða fólk við að koma barni í heiminn, en það er álag þegar starfsfólki er sýnd fyrirlitning, menn neita að greiða fyrir þjónustuna, og eru svo með uppsteyt og yfirgang gagnvart konum í veikri stöðu sem eru nýbúnar að ala barn í heiminn.“ Stefán bætti við að heilbrigðisstarfsfólk myndi aldrei ræða opinskátt um þennan vanda, vegna ótta við að lenda í þessum mönnum. Ummælin komi þeim í opna skjöldu Hulda segir þessi ummæli koma starfsfólki kvennadeildar í opna skjöldu þar sem það kannist ekki við umræddar lýsingar. Það kemur það fram í yfirlýsingu, sem var fyrst send á Mannlíf, en fréttastofa hefur nú einnig fengið hana senda. Fram kemur að starfsfólk þurfi einstaka sinnum að hjálpa fólki að hemja tilfinningar sínar í kringum fæðingar. Það eigi þó bæði við um karla og konur, og við fólk óháð trú og uppruna. Þá sé afar sjaldgæft að fólk sýni af sér ógnandi hegðun, og ekki hafi verið tekið eftir aukningu í slíkum atvikum. Yfirlýsingin er eftirfarandi: „Þessi ummæli komu starfsfólki kvennadeildar sem ég hef rætt við í opna skjöldu. Þau kannast ekki við þessar lýsingar. Fæðing er stórviðburður í lífi fjölskyldna og oft fylgja áhyggjur, streita og þreyta hjá aðstandendum þó að oftast sé ríkjandi tilfinningin gleði. Starfsfólk deildarinnar þarf stöku sinnum að leiðbeina aðstandendum fæðandi kvenna við að hemja tilfinningar sínar og hefur til þess ýmsar leiðir og er því yfirleitt vel tekið. Þetta á jafnt við um aðstandendur af báðum kynjum og er óháð trú og uppruna. Afar sjaldgæft er að aðstandendur sýni hegðun sem telja má ógnandi og ekki hefur verið tekið eftir aukningu á slíkum tilvikum.“
Landspítalinn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira