Innlent

Eldur í verslunar­hús­næði á Lauga­vegi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Slökkvliðið er að störfum á vettvangi.
Slökkvliðið er að störfum á vettvangi. Aðsend

Tilkynnt var um eld sem komið hafði upp í verslunarhúsnæði á horni Laugavegs og Ingólfsstrætis á tólfta tímanum í dag. Um var ræða minniháttar eld og hann hefur þegar verið slökktur.

Þetta staðfestir vakthafandi hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu en slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi að reykræsta húsnæðið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×