Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júlí 2025 14:02 Diljá Mist Einarsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Vísir/Ívar Fannar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi. Fundur utanríksimálanefndar þar sem til stendur að ræða stefnu Íslands í Evrópumálum hófst klukkan eitt í dag. Nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að fundurinn yrði haldinn í kjölfar heimsóknar Ursulu Von der Layen, forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Diljá Mist segir í færslu á Facebook frá því að hún hafi lagt fram beiðni um skrifleg svör við spurningum sem hún tiltekur í færslunni, og beiðnin verði ítrekuð á fundi utanríkismálanefndar. Spurningarnar eru eftirfarandi: Upplýsingar um hvaða afstöðu utanríkisráðuneytið hefur til slita viðræðna og afturköllunar umsóknarinnar 2015, m.a. öll þau minnisblöð sem lágu að baki. Hvaða lagaheimild er að baki samningnum sem atvinnuvegaráðherra gerði við ESB? Hvaða frekari samningar eru í undirbúningi hjá stjórnarráði/stjórnvöldum gagnvart ESB? Hvenær stendur til að kynna ferlið fram að atkvæðagreiðslunni 2027 og hvaða spurning verður lögð fyrir þjóðina? Diljá segir að bæði hún og Þórdís Kolbrún, nefndarmenn í utanríkismálanefnd, séu staddar erlendis og því muni Guðlaugur Þór og Bryndís Haraldsdóttir sækja fundinn fyrir þeirra hönd. Samningurinn grunnur að auknu samstarfi við ESB Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tilkynnti í síðustu viku um að samningur hefði verið undirritaður um aukið samstarf við ESB um sjávarútvegsmál. Ráðuneytið sagði viljayfirlýsinguna vera grunn að auknu samstarfi sem byggði á „sameiginlegum gildum og sameiginlegum hagsmunum.“ Í tilkynningu ráðuneytisins sagði að í tengslum við undirritun viljayfirlýsingarinnar hafi Hanna Katrín og Costas Kadis, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, fundað um fjölmörg mál tengd fiskveiðum og hafinu, þar á meðal þörfina á heildarsamkomulagi um skiptingu sameiginlegra stofna í Norðaustur-Atlantshafi, bláa hagkerfið og málefni hafsins. Sjálfstæðisflokkurinn Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Fundur utanríksimálanefndar þar sem til stendur að ræða stefnu Íslands í Evrópumálum hófst klukkan eitt í dag. Nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að fundurinn yrði haldinn í kjölfar heimsóknar Ursulu Von der Layen, forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Diljá Mist segir í færslu á Facebook frá því að hún hafi lagt fram beiðni um skrifleg svör við spurningum sem hún tiltekur í færslunni, og beiðnin verði ítrekuð á fundi utanríkismálanefndar. Spurningarnar eru eftirfarandi: Upplýsingar um hvaða afstöðu utanríkisráðuneytið hefur til slita viðræðna og afturköllunar umsóknarinnar 2015, m.a. öll þau minnisblöð sem lágu að baki. Hvaða lagaheimild er að baki samningnum sem atvinnuvegaráðherra gerði við ESB? Hvaða frekari samningar eru í undirbúningi hjá stjórnarráði/stjórnvöldum gagnvart ESB? Hvenær stendur til að kynna ferlið fram að atkvæðagreiðslunni 2027 og hvaða spurning verður lögð fyrir þjóðina? Diljá segir að bæði hún og Þórdís Kolbrún, nefndarmenn í utanríkismálanefnd, séu staddar erlendis og því muni Guðlaugur Þór og Bryndís Haraldsdóttir sækja fundinn fyrir þeirra hönd. Samningurinn grunnur að auknu samstarfi við ESB Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tilkynnti í síðustu viku um að samningur hefði verið undirritaður um aukið samstarf við ESB um sjávarútvegsmál. Ráðuneytið sagði viljayfirlýsinguna vera grunn að auknu samstarfi sem byggði á „sameiginlegum gildum og sameiginlegum hagsmunum.“ Í tilkynningu ráðuneytisins sagði að í tengslum við undirritun viljayfirlýsingarinnar hafi Hanna Katrín og Costas Kadis, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, fundað um fjölmörg mál tengd fiskveiðum og hafinu, þar á meðal þörfina á heildarsamkomulagi um skiptingu sameiginlegra stofna í Norðaustur-Atlantshafi, bláa hagkerfið og málefni hafsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira