Lífið

Millie Bobby Brown í hóp Ís­lands­vina

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Myndin á Instagramminu er tekin í miðborginni. 
Myndin á Instagramminu er tekin í miðborginni.  EPA/Instagram

Stranger Things-stjarnan Millie Bobby Brown birtir mynd tekna í Reykjavík í nýrri Instagram færslu. Af því má ráða að hún sé komin í hóp fjölmargra Íslandsvina úr röðum fræga fólksins.

„Snilldarsumar enn sem komið er,“ skrifar Brown á Instagram og lætur myndir frá hinum ýmsu heimshornum fylgja. Á einni myndinni má sjá skilti sem augljóslega er staðsett í Reykjavík. 

Millie Bobby Brown hefur þótt skiltið tilkomumikið, að minnsta kosti nógu tilkomumikið til að deila því með 64 milljón fylgjendum sínum. Instagram

Hin breska Brown skaust upp á stjörnuhimininn árið 2015, einungis ellefu ára gömul, þegar sjónvarpsþættirnir Stranger Things voru frumsýndir á Netflix. Síðan þá hefur hún haft í nægu að snúast og hefur að undanförnu unnið að fimmtu og síðustu seríu þáttanna sem verður frumsýnd í nóvember. 

Í færslunni leynast aðrar myndir, bæði af kindum og fjöru, sem gætu hæglega hafa verið teknar á Íslandi en ekki er hægt að fullyrða hvort svo sé. 

Jake Bongiovi, sonur Bon Jovi og eiginmaður Brown, prýðir nokkrar myndir í Instagram færslunni en parið gekk í hjónaband í maí í fyrra. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.