Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 09:03 Alireza Faghani tekur í hendi Donalds Trump en fyrir þetta er hann álitinn verða föðurlandssvikari í Íran. Getty/Robbie Jay Barratt Alireza Faghani dæmdi úrslitaleik HM félagsliða á dögunum en eftirmálar leiksins hafa kallað fram herferð gegn honum í Íran þótt ekkert íranskt félag eða íranskur leikmaður hafi komið við sögu í úrslitaleik Chelsea og Paris Saint Germain. Það voru nefnilega engir dómar í leiknum eða annað sem tengist frammistöðunni hjá dómaranum sem kallaði fram þessi hörðu viðbrögð. Ástæðan er sú að Faghani dómari hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir leikinn. Trump var heiðursgestur á úrslitaleiknum í New York og afhenti leikmönnum og dómurum verðlaun eftir hann. Það var því ómögulegt fyrir Faghani að hitta hann ekki. Hann tók líka í hendi Trump eftir leikinn sem gerði aðeins illt verra. Íranar líta á hann sem svikara enda fáir óvinsælli í Íran en Bandaríkjaforseti eftir árásir bandaríska hersins á landið. Faghani er úthúðað í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og á götum úti. Frétt um afleiðingar þess að Alireza Faghani hitti Donald Trump.NRK Sport Faghani dæmir fyrir Ástralíu en hann er fæddur í Íran. Faghani flúði Íran í september 2019 en hann hefur alþjóðlegur dómari frá 2008. Faghani hefur mátt þola hótanir og það væri ekki skynsamlegt fyrir hann að heimsækja gamla föðurlandið. Sharam Alghasi norsk-íranskur prófessor segir NRK frá því að mikið hafi verið skrifað um Faghani í Íran. Hann segir að stjórnvöld í landinu hafi ákveðið að gera Faghani að föðurlandssvikara og þar sem þau stjórna öllum fjölmiðlum í landinu er umræðan um hann á einn veg. Mikla athygli vekur líka risastór veggmynd sem hefur verið sett upp í Íran þar sem sjá má Faghani með kartöflu um hálsinn í stað verðlaunapeningsins sem hann fékk fyrir að dæma úrslitaleikinn. Umræddur Alghasi segir að það væri ekki að spyrja að leikslokum ef Faghani myndi heimsækja Íran. „Ef hann kæmi til Íran þá væri hann að fórna öllu,“ sagði Alghasi. HM félagsliða í fótbolta 2025 Íran Donald Trump Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Það voru nefnilega engir dómar í leiknum eða annað sem tengist frammistöðunni hjá dómaranum sem kallaði fram þessi hörðu viðbrögð. Ástæðan er sú að Faghani dómari hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir leikinn. Trump var heiðursgestur á úrslitaleiknum í New York og afhenti leikmönnum og dómurum verðlaun eftir hann. Það var því ómögulegt fyrir Faghani að hitta hann ekki. Hann tók líka í hendi Trump eftir leikinn sem gerði aðeins illt verra. Íranar líta á hann sem svikara enda fáir óvinsælli í Íran en Bandaríkjaforseti eftir árásir bandaríska hersins á landið. Faghani er úthúðað í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og á götum úti. Frétt um afleiðingar þess að Alireza Faghani hitti Donald Trump.NRK Sport Faghani dæmir fyrir Ástralíu en hann er fæddur í Íran. Faghani flúði Íran í september 2019 en hann hefur alþjóðlegur dómari frá 2008. Faghani hefur mátt þola hótanir og það væri ekki skynsamlegt fyrir hann að heimsækja gamla föðurlandið. Sharam Alghasi norsk-íranskur prófessor segir NRK frá því að mikið hafi verið skrifað um Faghani í Íran. Hann segir að stjórnvöld í landinu hafi ákveðið að gera Faghani að föðurlandssvikara og þar sem þau stjórna öllum fjölmiðlum í landinu er umræðan um hann á einn veg. Mikla athygli vekur líka risastór veggmynd sem hefur verið sett upp í Íran þar sem sjá má Faghani með kartöflu um hálsinn í stað verðlaunapeningsins sem hann fékk fyrir að dæma úrslitaleikinn. Umræddur Alghasi segir að það væri ekki að spyrja að leikslokum ef Faghani myndi heimsækja Íran. „Ef hann kæmi til Íran þá væri hann að fórna öllu,“ sagði Alghasi.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Íran Donald Trump Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira