Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson og María Björk Stefánsdóttir skrifa 18. júlí 2025 16:30 Nýlega vakti Röskva athygli stúdenta og almennings á beiðni opinberu háskólanna til Loga Einarssonar háskólaráðherra um að hækka skrásetningargjöld. Í beiðninni var meðal annars óskað eftir því að hækka skrásetningargjald HÍ um 140%, kæmi ríkið ekki til móts við kostnað með öðrum hætti. Gjaldið er núna 75.000 kr. en háskólinn telur að rétt gjald miðað við kostnað ætti að vera 180.000 kr. Í kjölfar birtingar myndbandsins hefur málið farið á flug og hafa meðal annars háskólaráðherra og rektor HÍ tjáð sig um það í fjölmiðlum. En hvað liggur að baki beiðninni um hækkun skrásetningargjaldsins? Hverjar yrðu afleiðingar hækkunarinnar? Og hvers vegna er Röskva andsnúin hækkuninni? Af hverju vill háskólinn hækka skrásetningargjaldið? Ástæða þess að háskólarnir óska eftir hækkun skrásetningargjaldsins núna er sú sama og þegar óskað var eftir hækkun gjaldsins árin 2020 og 2022. Háskólastigið er undirfjármagnað og langt undir meðaltali OECD ríkja hvað varðar fjármögnun háskólanna, eins og ráðherra benti réttilega á í fjölmiðlum. Háskólinn grípur því til þess örþrifaráðs að seilast í vasa stúdenta til að brúa bilið, að greiða fyrir það sem ríkið er ekki tilbúið að greiða fyrir. Útreikningar háskólans eru uppfullir af kostnaðarliðum allt öðrum en kostnaði fyrir skráningu nemenda í háskólann, en sem dæmi má nefna kostnað við rekstur kennslusviðs og aðgang að bókasafni. Þess vegna var gjaldið kært og þess vegna var það dæmt ólögmætt. En hvaða afleiðingar hefði hækkun skrásetningargjaldsins? Hækkun skrásetningargjaldsins myndi augljóslega skerða aðgengi að námi, sérstaklega fyrir jaðarsetta og efnaminni stúdenta. 180.000 kr. er ekki lítil upphæð fyrir fólk sem lifir á námslánum eða vinnur í þrjá mánuði á ári, hvað þá fyrir þá sem eru foreldrar eða á leigumarkaði. Þar að auki lánar Menntasjóður námsmanna ekki fyrir skrásetningargjöldum en aðeins er í boði að staðgreiða gjöldin eða taka kortalán. Það þarf ekki að leita lengra en í athugasemdir við myndband Röskvu á TikTok til að sjá afleiðingarnar sem þessi hækkun myndi hafa. Meðal athugasemda eru „Er einmitt að íhuga áframhaldandi nám en þetta gjald er ekki í lagi“ og „Nú er ég pottþétt viss um að mig langar ekki í Háskóla“. Hækkun gjaldsins gæti leitt til þess að færri skrá sig í háskólanám. Afleiðingar færri háskólanema eru bæði takmarkaður ágóði af hækkun gjaldsins og minni menntun íslensku þjóðarinnar. Í stuttu máli, háskólinn græðir lítið á þessu á meðan nemendur tapa stórt. Sitjum ekki hjá - skrifum undir Íslenska ríkið vanfjármagnar opinberu háskóla landsins, háskólarnir vilja því hækka skrásetningargjöld til að stemma stigu við vanfjármögnuninni. Fátækir nemendur eiga semsagt að bera þungann af vondri hagstjórn og skakkri forgangsröðun íslenska ríkisins. Til verður vítahringur, háskólanám verður óaðgengilegra og færri mennta sig sem veldur hnignun á innviðum menntastofnana og menntun þjóðarinnar. Við í Röskvu höfnum þessari þróun og höfum því stofnað undirskriftalista til að skora á Loga Einarsson að hækka ekki skrásetningargjöldin og fjármagna háskólana almennilega. Hlekkur að undirskriftarsöfnun. Höfundar eru forseti og oddviti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega vakti Röskva athygli stúdenta og almennings á beiðni opinberu háskólanna til Loga Einarssonar háskólaráðherra um að hækka skrásetningargjöld. Í beiðninni var meðal annars óskað eftir því að hækka skrásetningargjald HÍ um 140%, kæmi ríkið ekki til móts við kostnað með öðrum hætti. Gjaldið er núna 75.000 kr. en háskólinn telur að rétt gjald miðað við kostnað ætti að vera 180.000 kr. Í kjölfar birtingar myndbandsins hefur málið farið á flug og hafa meðal annars háskólaráðherra og rektor HÍ tjáð sig um það í fjölmiðlum. En hvað liggur að baki beiðninni um hækkun skrásetningargjaldsins? Hverjar yrðu afleiðingar hækkunarinnar? Og hvers vegna er Röskva andsnúin hækkuninni? Af hverju vill háskólinn hækka skrásetningargjaldið? Ástæða þess að háskólarnir óska eftir hækkun skrásetningargjaldsins núna er sú sama og þegar óskað var eftir hækkun gjaldsins árin 2020 og 2022. Háskólastigið er undirfjármagnað og langt undir meðaltali OECD ríkja hvað varðar fjármögnun háskólanna, eins og ráðherra benti réttilega á í fjölmiðlum. Háskólinn grípur því til þess örþrifaráðs að seilast í vasa stúdenta til að brúa bilið, að greiða fyrir það sem ríkið er ekki tilbúið að greiða fyrir. Útreikningar háskólans eru uppfullir af kostnaðarliðum allt öðrum en kostnaði fyrir skráningu nemenda í háskólann, en sem dæmi má nefna kostnað við rekstur kennslusviðs og aðgang að bókasafni. Þess vegna var gjaldið kært og þess vegna var það dæmt ólögmætt. En hvaða afleiðingar hefði hækkun skrásetningargjaldsins? Hækkun skrásetningargjaldsins myndi augljóslega skerða aðgengi að námi, sérstaklega fyrir jaðarsetta og efnaminni stúdenta. 180.000 kr. er ekki lítil upphæð fyrir fólk sem lifir á námslánum eða vinnur í þrjá mánuði á ári, hvað þá fyrir þá sem eru foreldrar eða á leigumarkaði. Þar að auki lánar Menntasjóður námsmanna ekki fyrir skrásetningargjöldum en aðeins er í boði að staðgreiða gjöldin eða taka kortalán. Það þarf ekki að leita lengra en í athugasemdir við myndband Röskvu á TikTok til að sjá afleiðingarnar sem þessi hækkun myndi hafa. Meðal athugasemda eru „Er einmitt að íhuga áframhaldandi nám en þetta gjald er ekki í lagi“ og „Nú er ég pottþétt viss um að mig langar ekki í Háskóla“. Hækkun gjaldsins gæti leitt til þess að færri skrá sig í háskólanám. Afleiðingar færri háskólanema eru bæði takmarkaður ágóði af hækkun gjaldsins og minni menntun íslensku þjóðarinnar. Í stuttu máli, háskólinn græðir lítið á þessu á meðan nemendur tapa stórt. Sitjum ekki hjá - skrifum undir Íslenska ríkið vanfjármagnar opinberu háskóla landsins, háskólarnir vilja því hækka skrásetningargjöld til að stemma stigu við vanfjármögnuninni. Fátækir nemendur eiga semsagt að bera þungann af vondri hagstjórn og skakkri forgangsröðun íslenska ríkisins. Til verður vítahringur, háskólanám verður óaðgengilegra og færri mennta sig sem veldur hnignun á innviðum menntastofnana og menntun þjóðarinnar. Við í Röskvu höfnum þessari þróun og höfum því stofnað undirskriftalista til að skora á Loga Einarsson að hækka ekki skrásetningargjöldin og fjármagna háskólana almennilega. Hlekkur að undirskriftarsöfnun. Höfundar eru forseti og oddviti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar