Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. júlí 2025 07:44 Færsla strandveiða frá atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson til innviðaráðuneytis Eyjólfs Ármannssonar getur ekki talizt annað en vantraustyfirlýsing Flokks fólksins á Viðreisn og atvinnuvegaráðherra flokksins. Hanna Katrín hefur viljað meina í fjölmiðlum að um eðlilega tilfærslu sé að ræða sem alltaf hafi staðið til en vitanlega vaknar þá spurningin hvers vegna það var ekki gert í tíma áður en núverandi strandveiðitímabil hófst? Sú spurning svarar sér sjálf. Veruleikinn er sá að ríkisstjórnin með Hönnu Katrínu í broddi fylkingar lagði enga áherzlu á frumvarp hennar um 48 daga strandveiðar. Frumvarpið kom ekki fram fyrr en 28. maí og var síðan látið mæta algerum afgangi af stjórnarflokkunum á Alþingi í sumar. Var þannig sáralítið rætt eins og sést á vef þingsins. Stjórnarflokkarnir höfðu dagskrárvaldið eins og oft hefur verið bent á og hefðu fyrir vikið getað forgangsraðað málinu en kusu hins vegar að gera það ekki. Tilkynningin um að strandveiðar yrðu fluttar til innviðaráðuneytisins kom á sama tíma og Hanna Katrín greindi frá því að hún hefði ekki fundið leið til þess að tryggja strandveiðisjómönnum auknar aflaheimildir í kjölfar þess að frumvarp hennar dagaði uppi enda ekki fyrir hendi. Það er auðvitað engin tilviljun. Bæri Flokkur fólksins traust til ráðherrans og Viðreisnar í þessum efnum hefði engin þörf verið á því að krefjast þess að hún færi ekki lengur með málaflokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Færsla strandveiða frá atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson til innviðaráðuneytis Eyjólfs Ármannssonar getur ekki talizt annað en vantraustyfirlýsing Flokks fólksins á Viðreisn og atvinnuvegaráðherra flokksins. Hanna Katrín hefur viljað meina í fjölmiðlum að um eðlilega tilfærslu sé að ræða sem alltaf hafi staðið til en vitanlega vaknar þá spurningin hvers vegna það var ekki gert í tíma áður en núverandi strandveiðitímabil hófst? Sú spurning svarar sér sjálf. Veruleikinn er sá að ríkisstjórnin með Hönnu Katrínu í broddi fylkingar lagði enga áherzlu á frumvarp hennar um 48 daga strandveiðar. Frumvarpið kom ekki fram fyrr en 28. maí og var síðan látið mæta algerum afgangi af stjórnarflokkunum á Alþingi í sumar. Var þannig sáralítið rætt eins og sést á vef þingsins. Stjórnarflokkarnir höfðu dagskrárvaldið eins og oft hefur verið bent á og hefðu fyrir vikið getað forgangsraðað málinu en kusu hins vegar að gera það ekki. Tilkynningin um að strandveiðar yrðu fluttar til innviðaráðuneytisins kom á sama tíma og Hanna Katrín greindi frá því að hún hefði ekki fundið leið til þess að tryggja strandveiðisjómönnum auknar aflaheimildir í kjölfar þess að frumvarp hennar dagaði uppi enda ekki fyrir hendi. Það er auðvitað engin tilviljun. Bæri Flokkur fólksins traust til ráðherrans og Viðreisnar í þessum efnum hefði engin þörf verið á því að krefjast þess að hún færi ekki lengur með málaflokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar