Strandveiðum er lokið í sumar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. júlí 2025 17:07 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Sigurjón Ólason Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, fékk í gær formlega á sitt borð málefni byggðakerfisins, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta. Strandveiðum lauk í dag þar sem frumvarp um bráðabirgðaákvæði til að lengja strandveiðar í 48 daga náði ekki í gegnum þingið fyrir þinglok. Fyrr í dag sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem var með málið á sínu borði þar til í gær, að hún hefði leitað allra lausna til að bæta við kvótann en engin lausn hafi staðið til boða. „Það er mín upplifun eftir að hafa mjög vel yfir málið og ég hef gert nokkrum sinnum. Ég gerði það enn einu sinni eftir að ljóst var að bráðabirgðafrumvarpið mitt komst ekki í gegnum þingið, en ég fann ekki neina leið,“ sagði Hanna Katrín. Aðspurður vísar Eyjólfur í orð atvinnuvegaráðherra og því verður tímabil strandveiða þetta sumarið ekki lengt. „Með þessari breytingu mun ég ekki hafa heimildir til að gefa út nýjar aflaheimildir,“ segir hann. Nýtt frumvarp í haust Breytingin varðar málefni byggðakerfisins og segir Eyjólfur hana muni einfalda störf Byggðastofnunar til muna. Byggðastofnun fer núna með umsjón 5,3 prósent kerfisins, það er að segja 5,3 prósent kvótans sem árlega hefur verið tekinn frá fyrir útgerðaflokkanna strandveiðar, almennur byggðakvóti, skel- og rækjubætur og línuívilnun. Að sögn Eyjólfs er hluti strandveiðanna af þessum 5,3 prósentum 47 prósent. Flutningsmálið sé í fullu samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja byggðamál. Eyjólfur segist sjálfur hafa barist fyrir breytingu á byggðakvótanum í kosningabaráttunni. Hann ætlar nú að leggja fram frumvarp núna í haust til að tryggja dagana 48, en sú sátt er í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Ég mun leggja fram frumvarp til Alþingis með það að markmiði að tryggja 48 daga til strandveiða með tilliti til aflaheimilda 5,3 prósentanna,“ segir hann. „Við vorum með lagafrumvarp til Alþingi sem átti að tryggja 48 daga og það tókst því miður ekki að afgreiða frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðarnar á þingi núna vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Við þetta situr og ég verð að horfa til framtíðar hvað það varðar.“ Sérfræðingar ráðuneytisins hafa þegar hafið störf til að búa til frumvarpið. „Það er mál alls samfélagsins að tryggja það að sjávarbyggðir hafi aðgang að miðunum fyrir utan eldhúsgluggann hjá sér,“ segir Eyjólfur. Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlað er að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. 29. maí 2025 11:22 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, fékk í gær formlega á sitt borð málefni byggðakerfisins, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta. Strandveiðum lauk í dag þar sem frumvarp um bráðabirgðaákvæði til að lengja strandveiðar í 48 daga náði ekki í gegnum þingið fyrir þinglok. Fyrr í dag sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem var með málið á sínu borði þar til í gær, að hún hefði leitað allra lausna til að bæta við kvótann en engin lausn hafi staðið til boða. „Það er mín upplifun eftir að hafa mjög vel yfir málið og ég hef gert nokkrum sinnum. Ég gerði það enn einu sinni eftir að ljóst var að bráðabirgðafrumvarpið mitt komst ekki í gegnum þingið, en ég fann ekki neina leið,“ sagði Hanna Katrín. Aðspurður vísar Eyjólfur í orð atvinnuvegaráðherra og því verður tímabil strandveiða þetta sumarið ekki lengt. „Með þessari breytingu mun ég ekki hafa heimildir til að gefa út nýjar aflaheimildir,“ segir hann. Nýtt frumvarp í haust Breytingin varðar málefni byggðakerfisins og segir Eyjólfur hana muni einfalda störf Byggðastofnunar til muna. Byggðastofnun fer núna með umsjón 5,3 prósent kerfisins, það er að segja 5,3 prósent kvótans sem árlega hefur verið tekinn frá fyrir útgerðaflokkanna strandveiðar, almennur byggðakvóti, skel- og rækjubætur og línuívilnun. Að sögn Eyjólfs er hluti strandveiðanna af þessum 5,3 prósentum 47 prósent. Flutningsmálið sé í fullu samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja byggðamál. Eyjólfur segist sjálfur hafa barist fyrir breytingu á byggðakvótanum í kosningabaráttunni. Hann ætlar nú að leggja fram frumvarp núna í haust til að tryggja dagana 48, en sú sátt er í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Ég mun leggja fram frumvarp til Alþingis með það að markmiði að tryggja 48 daga til strandveiða með tilliti til aflaheimilda 5,3 prósentanna,“ segir hann. „Við vorum með lagafrumvarp til Alþingi sem átti að tryggja 48 daga og það tókst því miður ekki að afgreiða frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðarnar á þingi núna vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Við þetta situr og ég verð að horfa til framtíðar hvað það varðar.“ Sérfræðingar ráðuneytisins hafa þegar hafið störf til að búa til frumvarpið. „Það er mál alls samfélagsins að tryggja það að sjávarbyggðir hafi aðgang að miðunum fyrir utan eldhúsgluggann hjá sér,“ segir Eyjólfur.
Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlað er að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. 29. maí 2025 11:22 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35
Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlað er að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. 29. maí 2025 11:22
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent