Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Agnar Már Másson skrifar 16. júlí 2025 22:15 Sviðið er gjörónýtt eftir brunann. Skjáskot/X Aðalsvið raftónlistarhátíðarinnar Tomorrowland í Belgíu varð eldi að bráð í dag aðeins tveimur dögum áður en hátíðin átti að hefjast. Hundruð þúsunda manns munu sækja hátíðina heim í bæinn Boom næstu tvær vikur. „Vegna alvarlegs atviks og eldsvoða á aðalsviði Tomorrowland hefur ástkæra aðalsviðið okkar orðið fyrir miklum skemmdum,“ sögðu skipuleggjendur hátíðarinnar í yfirlýsingu í kvöld. Þar kom fram að engan hafi sakað í brunanum en orsök hans sé enn óljós. Danstónlistarhátíðin á að hefjast á föstudaginn í bæ sem ber hið viðeigandi nafn Boom og er búist við að 400 þúsund manns muni sækja hátíðina heim yfir næstu tvær helgar. Eldurinn kviknaði um klukkan 18.00 að staðartíma (16 að íslenskum tíma) og á myndböndum mátti sjá þykkan gráan reyk umlykja sviðið. Slökkviliðsmenn hafa unnið að því að ráða niðurlögum eldsins og koma í veg fyrir að hann nái til nærliggjandi húsa og skóga. Íbúum hefur sumum verið gert að rýma heimili sín, að sögn BBC. Í annarri tilkynningu sem birt var á vefsíðu hátíðarinnar sögðu skipuleggjendur að hátíðarsvæðið myndi samt opna á fimmtudaginn eins og áætlað var og að áherslan væri „á að finna lausnir fyrir hátíðarhelgina“. Tomorrowland stage has caught on fire..No statement from festival yet but most likely happened due to pyrotechnics. Weekend 1 was supposed to begin this Friday but this definitely going to affect it. pic.twitter.com/1gW3BXhEQ1— Samarth (@iamstake) July 16, 2025 Belgía Tónlist Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira
„Vegna alvarlegs atviks og eldsvoða á aðalsviði Tomorrowland hefur ástkæra aðalsviðið okkar orðið fyrir miklum skemmdum,“ sögðu skipuleggjendur hátíðarinnar í yfirlýsingu í kvöld. Þar kom fram að engan hafi sakað í brunanum en orsök hans sé enn óljós. Danstónlistarhátíðin á að hefjast á föstudaginn í bæ sem ber hið viðeigandi nafn Boom og er búist við að 400 þúsund manns muni sækja hátíðina heim yfir næstu tvær helgar. Eldurinn kviknaði um klukkan 18.00 að staðartíma (16 að íslenskum tíma) og á myndböndum mátti sjá þykkan gráan reyk umlykja sviðið. Slökkviliðsmenn hafa unnið að því að ráða niðurlögum eldsins og koma í veg fyrir að hann nái til nærliggjandi húsa og skóga. Íbúum hefur sumum verið gert að rýma heimili sín, að sögn BBC. Í annarri tilkynningu sem birt var á vefsíðu hátíðarinnar sögðu skipuleggjendur að hátíðarsvæðið myndi samt opna á fimmtudaginn eins og áætlað var og að áherslan væri „á að finna lausnir fyrir hátíðarhelgina“. Tomorrowland stage has caught on fire..No statement from festival yet but most likely happened due to pyrotechnics. Weekend 1 was supposed to begin this Friday but this definitely going to affect it. pic.twitter.com/1gW3BXhEQ1— Samarth (@iamstake) July 16, 2025
Belgía Tónlist Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira