Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Agnar Már Másson skrifar 15. júlí 2025 23:57 Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. EPA/WILL OLIVER Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir áköll um slíkt eftir að ráðuneyti hennar sagði að listi af viðskiptavinum Jeffrey Epsteins væri ekki til. En í febrúar sagði hún reyndar að listinn lægi á skrifborðinu sínu. Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað í síðustu viku þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi, þvert á þær samsæriskenningar sem fengið hafa að grassera undanfarin ár. Bondi hafði sjálf áður haldið því fram að téður listi lægi á skrifborði hennar í ráðuneytinu, eins og Fox greindi frá á þeim tíma. „Hann liggur á skrifborðinu mínu,“ sagði hún um meinta listann í febrúar. „Ég verð hér eins lengi og forsetinn vill hafa mig hér,“ sagði Bondi en Trump var af mörgum talinn vera á þessum lista. Elon Musk hélt því jafnvel fram í færslu sem birt var á X þegar slitnaði úr vinasambandi þeirra Trumps en Musk hefur nú eytt færslunni. „Ég tel að hann hafi gert það kristaltært,“ bætti Bondi við en á fundinum vék hún sér ítrekað undan spurningum um Jeffrey Epstein og átök sín við háttsettan embættismann í bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Bondi að svara spurningum um eftirmála þeirrar ákvörðunar Trump-stjórnarinnar að birta ekki fleiri gögn tengd rannsókn á kynferðisbrotum auðjöfursins, sem hefur reitt áhrifamikla stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til reiði. Blaðamannafundurinn fjallaði reyndar um allt annað, haldlagningar Fíkniefnaeftirlitsins á metamfetamíni og fentanýli, en ummæli ráðherrans á fundinum eru til marks um það að dómsmálaráðuneytið ætli að halda ótrautt áfram þrátt fyrir að málið hafi ruggað bátnum í herbúðum MAGA-hreyfingarinnar. Donald Trump Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað í síðustu viku þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi, þvert á þær samsæriskenningar sem fengið hafa að grassera undanfarin ár. Bondi hafði sjálf áður haldið því fram að téður listi lægi á skrifborði hennar í ráðuneytinu, eins og Fox greindi frá á þeim tíma. „Hann liggur á skrifborðinu mínu,“ sagði hún um meinta listann í febrúar. „Ég verð hér eins lengi og forsetinn vill hafa mig hér,“ sagði Bondi en Trump var af mörgum talinn vera á þessum lista. Elon Musk hélt því jafnvel fram í færslu sem birt var á X þegar slitnaði úr vinasambandi þeirra Trumps en Musk hefur nú eytt færslunni. „Ég tel að hann hafi gert það kristaltært,“ bætti Bondi við en á fundinum vék hún sér ítrekað undan spurningum um Jeffrey Epstein og átök sín við háttsettan embættismann í bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Bondi að svara spurningum um eftirmála þeirrar ákvörðunar Trump-stjórnarinnar að birta ekki fleiri gögn tengd rannsókn á kynferðisbrotum auðjöfursins, sem hefur reitt áhrifamikla stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til reiði. Blaðamannafundurinn fjallaði reyndar um allt annað, haldlagningar Fíkniefnaeftirlitsins á metamfetamíni og fentanýli, en ummæli ráðherrans á fundinum eru til marks um það að dómsmálaráðuneytið ætli að halda ótrautt áfram þrátt fyrir að málið hafi ruggað bátnum í herbúðum MAGA-hreyfingarinnar.
Donald Trump Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira