Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. júlí 2025 12:44 Málið varðar atvik sem áttu sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Litáískur karlmaður, hefur verið sýknaður af ákæru um líkamsárás sem varð öðrum manni að bana í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Fréttastofa RÚV greinir frá því. Manninum var gefið að sök að hafa beitt Viktoras Buchovskis margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Maðurinn var sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Buchovskis var með mikla áverka á heila og taldi réttarmeinafræðingur, sem bar vitni við aðalmeðferð, að það væri ólíklegt að hann hafi lifað lengi eftir að hafa hlotið þá áverka. Eflaust hafi hann látist skömmu eftir að hann fékk þá. Buchovskis fannst uppi í rúmi í bústaðnum. Réttarmeinafræðingurinn taldi ólíklegt að hann hafi komið sér þangað sjálfur eftir að hafa fengið heilaáverkann. Sakborningurinn neitaði ávallt sök, en viðurkenndi að hafa löðrungað Viktorias, hinn látna, einu sinni eða tvívegis þennan sama morgun. Við það hafi Viktorias fallið til jarðar. Réttarmeinafræðingur taldi ólíklegt að hann hefði hlotið þá áverka sem sem hann var með vegna tveggja löðrunga og falls til jarðar. Í frétt RÚV um málið kemur fram að sakborningurinn hafi hlotið tveggja mánaða dóm fyrir að löðrunga manninn. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sagðist ekki hafa orðið var við átök: „Ég var eins og pabbi þeirra“ „Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen. 31. maí 2025 21:10 „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Maður sem lést í sumarhúsi Kiðjabergi í apríl í fyrra og maður sem er grunaður um að ráðast á hann og valda þar með dauða hans höfðu þekkt hvorn annan lengi lengi og samband þeirra var gott. Þetta sagði Gedirninas Saulys, 34 ára gamall litáískur karlmaður í aðalmeðferð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann er grunaður um árás sem varð hinum manninum að bana. 28. maí 2025 17:47 Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur hefði hann lagt fram nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Landsréttur vísaði málinu aftur í hérað. 13. febrúar 2025 10:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Fréttastofa RÚV greinir frá því. Manninum var gefið að sök að hafa beitt Viktoras Buchovskis margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Maðurinn var sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Buchovskis var með mikla áverka á heila og taldi réttarmeinafræðingur, sem bar vitni við aðalmeðferð, að það væri ólíklegt að hann hafi lifað lengi eftir að hafa hlotið þá áverka. Eflaust hafi hann látist skömmu eftir að hann fékk þá. Buchovskis fannst uppi í rúmi í bústaðnum. Réttarmeinafræðingurinn taldi ólíklegt að hann hafi komið sér þangað sjálfur eftir að hafa fengið heilaáverkann. Sakborningurinn neitaði ávallt sök, en viðurkenndi að hafa löðrungað Viktorias, hinn látna, einu sinni eða tvívegis þennan sama morgun. Við það hafi Viktorias fallið til jarðar. Réttarmeinafræðingur taldi ólíklegt að hann hefði hlotið þá áverka sem sem hann var með vegna tveggja löðrunga og falls til jarðar. Í frétt RÚV um málið kemur fram að sakborningurinn hafi hlotið tveggja mánaða dóm fyrir að löðrunga manninn.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sagðist ekki hafa orðið var við átök: „Ég var eins og pabbi þeirra“ „Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen. 31. maí 2025 21:10 „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Maður sem lést í sumarhúsi Kiðjabergi í apríl í fyrra og maður sem er grunaður um að ráðast á hann og valda þar með dauða hans höfðu þekkt hvorn annan lengi lengi og samband þeirra var gott. Þetta sagði Gedirninas Saulys, 34 ára gamall litáískur karlmaður í aðalmeðferð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann er grunaður um árás sem varð hinum manninum að bana. 28. maí 2025 17:47 Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur hefði hann lagt fram nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Landsréttur vísaði málinu aftur í hérað. 13. febrúar 2025 10:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Sagðist ekki hafa orðið var við átök: „Ég var eins og pabbi þeirra“ „Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen. 31. maí 2025 21:10
„Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Maður sem lést í sumarhúsi Kiðjabergi í apríl í fyrra og maður sem er grunaður um að ráðast á hann og valda þar með dauða hans höfðu þekkt hvorn annan lengi lengi og samband þeirra var gott. Þetta sagði Gedirninas Saulys, 34 ára gamall litáískur karlmaður í aðalmeðferð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann er grunaður um árás sem varð hinum manninum að bana. 28. maí 2025 17:47
Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur hefði hann lagt fram nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Landsréttur vísaði málinu aftur í hérað. 13. febrúar 2025 10:30