„Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júlí 2025 13:13 Hundar eru óvanir svo hlýju loftslagi á Íslandi. vísir/vilhelm Veðurfræðingur segir að það gæti jafnvel orðið hlýrra á sumum stöðum í dag en var í gær og að núverandi hitabylgja endist líklega út vikuna. Dýraverndunarsamtökin Dýrfinna hvetja hundaeigendur til að þekkja einkenni hitaslags en það getur orðið lífshættulegt á örskotsstundu. Spáð er sambærilegum veðurskilyrðum fyrir daginn í dag og gengu yfir í gær þegar mikið blíðviðri lék við landsmenn. Reiknað er með um fjórtán til 28 stiga hita á landinu og segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur að það gæti jafnvel orðið hlýrra á einhverjum stöðum en í gær. Hitabylgja fram að helgi „Það er komið mjög víða mjög fínt veður nú þegar í þessum töluðu orðum. Hann á bara eftir að hækka síðan hitinn. Inn til landsins er bara svo hægur vindur og þar sem sólin nær í gegn nær hún að hita vel. Það er eitthvað heldur skýjaðra. Svo sólin bakar ekki alveg jafn mikið og í gær,“ segir Óli. Best verður veðrið inn til landsins á Norð-Austurlandi, Austurlandi og undirlendi Suðurlands. Heitur loftmassi sem fer yfir landið virðist ekki á förum. „Það verður í sjálfu sér yfir landinu meira og minna áþekkt fram undir helgi. En eiginlega fara að koma smá svona úrkomubakkar og loftið verður örlítið óstöðugra. Það verða möguleikar á síðdegisskúrum.“ Sólin getur verið banvæn Þegar svo hlýtt er úti þarf að huga að ýmsu og hefur Matvælastofnun til að mynda biðlað til fólks að skilja ekki hunda eftir í bílum. Eygló Anna Guðlaugsdóttir hjá dýraverndarsamtökunum Dýrfinnu segir að lukkulega hafi enginn útköll borist í gær vegna hunda sem voru hættkomnir í bíl. Þó hafi verið nóg að gera hjá samtökunum. „Við erum búin að fá ýmsar tilkynningar vegna lausra hunda hér og þar í kringum landið. Svo virðist vera að fólk er að sólbaða sig úti og gleymir að gera ráð fyrir litla ferfætlingnum sem er á vappinu hér í kring og er fljótur að stinga af. Við vitum það að fólk hefur verið að hafa samband við dýraspítalanna varðandi að það sé hrætt um það að hundurinn sé að fá hitaslag. Það var enginn sem var lagður inn svo best sem við vitum. Þau gátu þá hjálpað hundinum heima við.“ Eygló hvetur hundaeigendur til að vera vakandi á verðinum. Hitinn geti orðið lífshættulegur á örskotsstundu. „Í rauninni að hreyfa þá ekki á meðan sólin er á lofti. Því þeir eiga erfitt með að anda og hitann. Líkamshitinn hækkar um nokkrar gráður og það gæti tekið bara fimmtán mínutur að kála þeim.“ Veður Dýraheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Spáð er sambærilegum veðurskilyrðum fyrir daginn í dag og gengu yfir í gær þegar mikið blíðviðri lék við landsmenn. Reiknað er með um fjórtán til 28 stiga hita á landinu og segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur að það gæti jafnvel orðið hlýrra á einhverjum stöðum en í gær. Hitabylgja fram að helgi „Það er komið mjög víða mjög fínt veður nú þegar í þessum töluðu orðum. Hann á bara eftir að hækka síðan hitinn. Inn til landsins er bara svo hægur vindur og þar sem sólin nær í gegn nær hún að hita vel. Það er eitthvað heldur skýjaðra. Svo sólin bakar ekki alveg jafn mikið og í gær,“ segir Óli. Best verður veðrið inn til landsins á Norð-Austurlandi, Austurlandi og undirlendi Suðurlands. Heitur loftmassi sem fer yfir landið virðist ekki á förum. „Það verður í sjálfu sér yfir landinu meira og minna áþekkt fram undir helgi. En eiginlega fara að koma smá svona úrkomubakkar og loftið verður örlítið óstöðugra. Það verða möguleikar á síðdegisskúrum.“ Sólin getur verið banvæn Þegar svo hlýtt er úti þarf að huga að ýmsu og hefur Matvælastofnun til að mynda biðlað til fólks að skilja ekki hunda eftir í bílum. Eygló Anna Guðlaugsdóttir hjá dýraverndarsamtökunum Dýrfinnu segir að lukkulega hafi enginn útköll borist í gær vegna hunda sem voru hættkomnir í bíl. Þó hafi verið nóg að gera hjá samtökunum. „Við erum búin að fá ýmsar tilkynningar vegna lausra hunda hér og þar í kringum landið. Svo virðist vera að fólk er að sólbaða sig úti og gleymir að gera ráð fyrir litla ferfætlingnum sem er á vappinu hér í kring og er fljótur að stinga af. Við vitum það að fólk hefur verið að hafa samband við dýraspítalanna varðandi að það sé hrætt um það að hundurinn sé að fá hitaslag. Það var enginn sem var lagður inn svo best sem við vitum. Þau gátu þá hjálpað hundinum heima við.“ Eygló hvetur hundaeigendur til að vera vakandi á verðinum. Hitinn geti orðið lífshættulegur á örskotsstundu. „Í rauninni að hreyfa þá ekki á meðan sólin er á lofti. Því þeir eiga erfitt með að anda og hitann. Líkamshitinn hækkar um nokkrar gráður og það gæti tekið bara fimmtán mínutur að kála þeim.“
Veður Dýraheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira