Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Agnar Már Másson skrifar 14. júlí 2025 23:38 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Sigurjón Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórnarandstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir valdhafar þyrftu að draga þá gömlu undir húsvegg og skjóta þá svo að valdaskipti væru tryggð. Heitar umræður sköpuðust í Reykjavík síðdegis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins ræddu þinglokin. Inga Sæland sagði að 71. þingskaparlaga, eða kjarnorkuákvæðinu, yrði tafarlaust aftur beitt skapaðist sú staða sem kom upp í umræðunni um veiðigjöld. Var Inga þar spurð út í ummæli sín í ræðustól Alþingis í síðustu viku þar sem hún spurði hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Ummælin fóru illa í stjórnarandstæðinga sem hafa gagnrýnt þetta orðalag harkalega síðan þá. „Hvers vegna er það svo að meginreglan er sú að á fjögurra ára fresti getum við skipt um valdhafa án þess að þurfa að draga þá undir húsvegg og skjóta þá eins og er í mörgum löndum þar sem í rauninni ríkir algjört kaos? Er það þangað sem hæstvirtur minnihlutinn vill draga Alþingi Íslendinga? Er það í stjórnleysi, kaos og lítilsvirðingu við þingræðið og lýðræðið í landinu?“ sagði Inga í síðustu viku. Spurð hvort ekki eigi að biðjast afsökunar svarar Inga neitandi. „Nei, það þarf ég ekki að gera,“ segir hún og benti á það væru „kannski ekki allir sem skildu þetta líkingamál“ enda hafi hún haft of stuttan tíma í ræðustól til að kryfja viðlíkinguna nánar. Í raun hafi hún verið að spyrja hvort Íslendingar vildu ofbeldisfull stjórnvöld á Alþingi. Sigmundur Davíð greip inn í. „Þú hlýtur að hafa lesið hvað þú sagðir,“ sagði Sigmundur. „Og við bætist að þú ert að hóta því að beita þessu kjarnorkuákvæði svokallaða til þess að stöðva hér aðrar umræður um það mál sem að fyrirhugað var.“ Miðflokksmaðurinn dró þá í efa að Inga væri í raun höfð með í ráðunum við borð ríkisstjórnarinnar. „En áðan sagðir þú að þú stæðir með fínum konum í ríkisstjórninni og þið væruð samhentar og hefðuð engar áhyggjur af Evrópusambandsmálunum. Ég er ekkert viss um að þú sért með í ráðum, eins og við sjáum með þessi þinglok. Þannig að þú áttir nú kannski að athuga það hvort að þær hafa eitthvað einhvern áhuga eða stuðning við málefni Flokks fólksins,“ sagði Sigmundur, sem vísaði þar til þess að afgreiðsla á fjölda áherslumála flokks Ingu hafi ekki klárast fyrir þinglok. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Heitar umræður sköpuðust í Reykjavík síðdegis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins ræddu þinglokin. Inga Sæland sagði að 71. þingskaparlaga, eða kjarnorkuákvæðinu, yrði tafarlaust aftur beitt skapaðist sú staða sem kom upp í umræðunni um veiðigjöld. Var Inga þar spurð út í ummæli sín í ræðustól Alþingis í síðustu viku þar sem hún spurði hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Ummælin fóru illa í stjórnarandstæðinga sem hafa gagnrýnt þetta orðalag harkalega síðan þá. „Hvers vegna er það svo að meginreglan er sú að á fjögurra ára fresti getum við skipt um valdhafa án þess að þurfa að draga þá undir húsvegg og skjóta þá eins og er í mörgum löndum þar sem í rauninni ríkir algjört kaos? Er það þangað sem hæstvirtur minnihlutinn vill draga Alþingi Íslendinga? Er það í stjórnleysi, kaos og lítilsvirðingu við þingræðið og lýðræðið í landinu?“ sagði Inga í síðustu viku. Spurð hvort ekki eigi að biðjast afsökunar svarar Inga neitandi. „Nei, það þarf ég ekki að gera,“ segir hún og benti á það væru „kannski ekki allir sem skildu þetta líkingamál“ enda hafi hún haft of stuttan tíma í ræðustól til að kryfja viðlíkinguna nánar. Í raun hafi hún verið að spyrja hvort Íslendingar vildu ofbeldisfull stjórnvöld á Alþingi. Sigmundur Davíð greip inn í. „Þú hlýtur að hafa lesið hvað þú sagðir,“ sagði Sigmundur. „Og við bætist að þú ert að hóta því að beita þessu kjarnorkuákvæði svokallaða til þess að stöðva hér aðrar umræður um það mál sem að fyrirhugað var.“ Miðflokksmaðurinn dró þá í efa að Inga væri í raun höfð með í ráðunum við borð ríkisstjórnarinnar. „En áðan sagðir þú að þú stæðir með fínum konum í ríkisstjórninni og þið væruð samhentar og hefðuð engar áhyggjur af Evrópusambandsmálunum. Ég er ekkert viss um að þú sért með í ráðum, eins og við sjáum með þessi þinglok. Þannig að þú áttir nú kannski að athuga það hvort að þær hafa eitthvað einhvern áhuga eða stuðning við málefni Flokks fólksins,“ sagði Sigmundur, sem vísaði þar til þess að afgreiðsla á fjölda áherslumála flokks Ingu hafi ekki klárast fyrir þinglok.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira